Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni en þriðja tilfelli apabólunnar kom upp hér á landi um helgina.

Þá hafa fyrri sýnin tvö ekki enn verið send utan til frekari greiningar. 

Málefni Reynisfjöru verða einnig rædd en starfshópur sem ráðherra skipaði hefur lokið vinnu sinni sem hefur leitt það í ljós að ríkið hafi fullar lagaheimildir til að loka hættulegum stöðum

Einnig fylgjumst við með óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi sem stendur yfir en nú styttist óðfluga í þinglok. 

Að auki fjöllum við um vandræði hjá Play frá því í nótt og í morgun en hættuástandi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli auk þess sem flugi til Gautaborgar var aflétt með skömmum fyrirvara.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×