Fyrrverandi eiginmaður Kim, tónlistarmaðurinn Kayne West, hefur þó ekki leynt óánægju sinni með sambandið og farið mikinn í heiftugum yfirlýsingum sínum um Pete.
Kim og Pete sáust fyrst opinberlega saman á frumsýningu á nýjustu þáttaröð The Kardashians og ætlaði þá allt um koll að keyra á samfélagsmiðlum en parið virðist vekja mikla aðdáun og forvitni almennings.

Kim hefur hingað til farið varlega í að tjá sig um samband sitt við Pete en samkvæmt systur hennar, Khloé Kardashian, er hún yfir sig ástfangin af kappanum.
Að sama skapi hefur Kim ekki birt margar myndir af sér og Pete á samfélagsmiðlum og hafa einhverjir getið sér til um hvort parið sé enn að hittast eða ekki.
Samkvæmt nýjustu færslu Kim á Instagram, sem birtist fyrr í dag, er óhætt að segja að það séu alls engin vandræði í Paradís, svo ekki sé meira sagt.
Yfir tvær miljónir manna hafa líkað við færsluna á rétt um klukkustund þegar þetta er ritað svo greinilegt er að parið þykir eitt heitasta parið í Hollywood um þessar mundir.