Ólafur til Sviss en meistararnir voru of seinir Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2022 11:30 Ólafur Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu á EM í janúar. Hann missti af drjúgum hluta mótsins vegna kórónuveirusmits. Getty/Nikola Krstic Landsliðsmaðurinn Ólafur Guðmundsson mun leika í Sviss næsta vetur en hann hefur samið við Amicitia Zürich um að spila með liðinu. Þar með bætist enn í hóp íslensks handboltafólks hjá félaginu. Ólafur kemur til Zürich frá Montpellier í Frakklandi eftir erfitt tímabil hjá franska liðinu. Meiðsli settu þar stórt strik í reikninginn og Ólafur lék ekkert með Montpellier seinni hluta leiktíðar, eftir að hafa endað í 6. sæti með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í janúar. Hann stóðst hins vegar læknisskoðun hjá Zürich í dag og verður væntanlega kynntur til leiks hjá félaginu síðar í dag eða á morgun. Samkvæmt heimildum Vísis bauðst Ólafi einnig að fara til svissnesku meistaranna í Kadetten Schaffhausen, undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar, en hafnaði því enda voru viðræður við Zürich þá langt komnar. Áður en Ólafur fór til Frakklands í fyrra gerði hann garðinn frægan hjá sænska félaginu Kristianstad um árabil, þar sem hann var meðal annars fyrirliði. Hann hefur einnig leikið með Hannover-Burgdorf í Þýskalandi og Nordsjælland og AG Kaupmannahöfn í Danmörku en þessi 32 ára stórskytta hóf hins vegar ferilinn hjá FH. Ólafur verður þriðji Íslendingurinn hjá Amicitia Zürich því Harpa Rut Jónsdóttir, sem áður lék með Zug í Sviss, og markvörðurinn Sunna Guðrún Pétursdóttir úr KA/Þór sömdu báðar við félagið fyrir skömmu. Karlalið Zürich endaði í 5. sæti svissnesku úrvalsdeildarinnar í vor en komst í undanúrslit úrslitakeppninnar. Þar tapaði liðið hins vegar fyrir lærisveinum Aðalsteins Eyjólfssonar í Kadetten Schaffhausen sem svo lönduðu meistaratitlinum. Annar Íslendingur verður í herbúðum Kadetten á næstu leiktíð því Óðinn Þór Ríkharðsson, besti leikmaður Íslandsmótsins í vetur, skrifaði undir samning við félagið til þriggja ára. Handbolti Franski handboltinn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira
Ólafur kemur til Zürich frá Montpellier í Frakklandi eftir erfitt tímabil hjá franska liðinu. Meiðsli settu þar stórt strik í reikninginn og Ólafur lék ekkert með Montpellier seinni hluta leiktíðar, eftir að hafa endað í 6. sæti með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í janúar. Hann stóðst hins vegar læknisskoðun hjá Zürich í dag og verður væntanlega kynntur til leiks hjá félaginu síðar í dag eða á morgun. Samkvæmt heimildum Vísis bauðst Ólafi einnig að fara til svissnesku meistaranna í Kadetten Schaffhausen, undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar, en hafnaði því enda voru viðræður við Zürich þá langt komnar. Áður en Ólafur fór til Frakklands í fyrra gerði hann garðinn frægan hjá sænska félaginu Kristianstad um árabil, þar sem hann var meðal annars fyrirliði. Hann hefur einnig leikið með Hannover-Burgdorf í Þýskalandi og Nordsjælland og AG Kaupmannahöfn í Danmörku en þessi 32 ára stórskytta hóf hins vegar ferilinn hjá FH. Ólafur verður þriðji Íslendingurinn hjá Amicitia Zürich því Harpa Rut Jónsdóttir, sem áður lék með Zug í Sviss, og markvörðurinn Sunna Guðrún Pétursdóttir úr KA/Þór sömdu báðar við félagið fyrir skömmu. Karlalið Zürich endaði í 5. sæti svissnesku úrvalsdeildarinnar í vor en komst í undanúrslit úrslitakeppninnar. Þar tapaði liðið hins vegar fyrir lærisveinum Aðalsteins Eyjólfssonar í Kadetten Schaffhausen sem svo lönduðu meistaratitlinum. Annar Íslendingur verður í herbúðum Kadetten á næstu leiktíð því Óðinn Þór Ríkharðsson, besti leikmaður Íslandsmótsins í vetur, skrifaði undir samning við félagið til þriggja ára.
Handbolti Franski handboltinn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira