Enginn fær þá rammaáætlun sem hann vill Kjartan Kjartansson og Snorri Másson skrifa 14. júní 2022 22:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Stöð 2 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að enginn fái það sem hann vill í þeim breytingum sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á rammaáætlun. Hún vísar því á bug að tillögunar séu aðför að náttúrunni. Óeining er innan Vinstri grænna um tillögu meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis að rammaáætlun sem nú er til umræðu á Alþingi. Sérstaklega hefur verið mótmælt að Héraðsvötn í Skagafirði verði færð úr verndarflokki í biðflokk. Bjarni Jónsson, annar varaformaður nefndarinnar, skrifaði þannig ekki undir meirihlutaálitið. Svæðisfélag Vinstri grænna í Skagafirði sendi frá sér ályktun þar sem breytingunni var mótmælt í dag og Hafnarfjarðarfélag flokksins tók undir hana með yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla í kvöld. Náttúruverndarsinnar mótmæltu fyrir utan þinghúsið á meðan önnur umræða um málið fór fram síðdegis og snemmkveldis. Umræðunni var frestað á níunda tímanum í kvöld. Katrín segir að vissulega séu kostir færðir úr verndarflokki í biðflokk en einnig séu kostir í nýtingarflokki sem hafi verið afar umdeildir sem séu færðir í biðflokk. Nefnir hún sérstakla Skrokköldu á hálendingu og virkjunarkosti í neðri hluta Þjórsár sem styr hefur staðið um. „Ég leyfi mér að segja það að líklega er enginn að horfa á þá rammaáætlun sem hann eða hún vill, hvorki upprunalegu tillöguna né þá tillögu sem meirihlutinn skilar frá sér. Því við erum auðvitað bara með ólíkar skoðanir, og ekki bara innan ríkisstjórnar heldur á þingi, á vernd og nýtingu,“ segir forsætisráðherra. Klippa: Ólíkar skoðanir á rammaáætlun í ríkisstjórn og á þingi Féllst sjálf á málamiðlun með rammaáætlun árið 2013 Rammaáætlun er að sögn Katrínar tæki til að hjálpa til við að ná vissum áföngum í að flokka virkjunarhugmyndir. Að þessu sinni sé það gert með því að stækka biðflokkinn og taka afstöðu til færri kosta. Hún vísar því alfarið á bug að tillaga meirihlutans sé einhvers konar aðför að náttúrunni. „Þarna er í raun og verið að reyna að tryggja það að við höldum áfram í þetta faglega ferli og Alþingi einfaldlega setur fleiri kosti í bið og lýkur umfjöllun um aðra,“ segir Katrín. Um andstöðuna innan eigin flokks segir Katrín að þau hafi öll ákveðnar skoðanir á þessum málum, þar á meðal hún sjálf. „Ég tók þátt í að afgreiða rammaáætlun hér árið 2013 og féllst bara einfaldlega á þá málamiðlun sem í henni fólst. Það er það sem þetta tæki gefur okkur,“ segir forsætisráðherra. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Alþingi Vinstri græn Tengdar fréttir Klökknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu við rammaáætlun Stjórnarþingmaðurinn Bjarni Jónsson klöknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu sinni við breytingar á rammaáætlun í umræðum um málið á Alþingi nú síðdegis. Hann sagði dapurlegt að sterkari náttúruverndartaug væri ekki að finna í samstarfsflokkum Vinstri grænna í ríkisstjórn. 14. júní 2022 18:36 Vinstri græn í Skagafirði krefjast þess að Jökulárnar verði settar í verndarflokk Vinstri græn í Skagafirði sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau krefjast þess að farið verði eftir faglegu mati rammaáætlunar og leggjast gegn því að Jökulárnar í Skagafirði verði færðar úr verndarflokki yfir í biðflokk. 14. júní 2022 16:08 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Óeining er innan Vinstri grænna um tillögu meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis að rammaáætlun sem nú er til umræðu á Alþingi. Sérstaklega hefur verið mótmælt að Héraðsvötn í Skagafirði verði færð úr verndarflokki í biðflokk. Bjarni Jónsson, annar varaformaður nefndarinnar, skrifaði þannig ekki undir meirihlutaálitið. Svæðisfélag Vinstri grænna í Skagafirði sendi frá sér ályktun þar sem breytingunni var mótmælt í dag og Hafnarfjarðarfélag flokksins tók undir hana með yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla í kvöld. Náttúruverndarsinnar mótmæltu fyrir utan þinghúsið á meðan önnur umræða um málið fór fram síðdegis og snemmkveldis. Umræðunni var frestað á níunda tímanum í kvöld. Katrín segir að vissulega séu kostir færðir úr verndarflokki í biðflokk en einnig séu kostir í nýtingarflokki sem hafi verið afar umdeildir sem séu færðir í biðflokk. Nefnir hún sérstakla Skrokköldu á hálendingu og virkjunarkosti í neðri hluta Þjórsár sem styr hefur staðið um. „Ég leyfi mér að segja það að líklega er enginn að horfa á þá rammaáætlun sem hann eða hún vill, hvorki upprunalegu tillöguna né þá tillögu sem meirihlutinn skilar frá sér. Því við erum auðvitað bara með ólíkar skoðanir, og ekki bara innan ríkisstjórnar heldur á þingi, á vernd og nýtingu,“ segir forsætisráðherra. Klippa: Ólíkar skoðanir á rammaáætlun í ríkisstjórn og á þingi Féllst sjálf á málamiðlun með rammaáætlun árið 2013 Rammaáætlun er að sögn Katrínar tæki til að hjálpa til við að ná vissum áföngum í að flokka virkjunarhugmyndir. Að þessu sinni sé það gert með því að stækka biðflokkinn og taka afstöðu til færri kosta. Hún vísar því alfarið á bug að tillaga meirihlutans sé einhvers konar aðför að náttúrunni. „Þarna er í raun og verið að reyna að tryggja það að við höldum áfram í þetta faglega ferli og Alþingi einfaldlega setur fleiri kosti í bið og lýkur umfjöllun um aðra,“ segir Katrín. Um andstöðuna innan eigin flokks segir Katrín að þau hafi öll ákveðnar skoðanir á þessum málum, þar á meðal hún sjálf. „Ég tók þátt í að afgreiða rammaáætlun hér árið 2013 og féllst bara einfaldlega á þá málamiðlun sem í henni fólst. Það er það sem þetta tæki gefur okkur,“ segir forsætisráðherra.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Alþingi Vinstri græn Tengdar fréttir Klökknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu við rammaáætlun Stjórnarþingmaðurinn Bjarni Jónsson klöknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu sinni við breytingar á rammaáætlun í umræðum um málið á Alþingi nú síðdegis. Hann sagði dapurlegt að sterkari náttúruverndartaug væri ekki að finna í samstarfsflokkum Vinstri grænna í ríkisstjórn. 14. júní 2022 18:36 Vinstri græn í Skagafirði krefjast þess að Jökulárnar verði settar í verndarflokk Vinstri græn í Skagafirði sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau krefjast þess að farið verði eftir faglegu mati rammaáætlunar og leggjast gegn því að Jökulárnar í Skagafirði verði færðar úr verndarflokki yfir í biðflokk. 14. júní 2022 16:08 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Klökknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu við rammaáætlun Stjórnarþingmaðurinn Bjarni Jónsson klöknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu sinni við breytingar á rammaáætlun í umræðum um málið á Alþingi nú síðdegis. Hann sagði dapurlegt að sterkari náttúruverndartaug væri ekki að finna í samstarfsflokkum Vinstri grænna í ríkisstjórn. 14. júní 2022 18:36
Vinstri græn í Skagafirði krefjast þess að Jökulárnar verði settar í verndarflokk Vinstri græn í Skagafirði sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau krefjast þess að farið verði eftir faglegu mati rammaáætlunar og leggjast gegn því að Jökulárnar í Skagafirði verði færðar úr verndarflokki yfir í biðflokk. 14. júní 2022 16:08