„Verið að segja við almenning, þetta er hættulegt fyrir ykkur“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. júní 2022 19:01 Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri kynnti í dag aðgerðir sem hann vonar að muni draga úr skuldsetningu á fasteignamarkaði. Björn Berg Gunnarsson deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka tók vel í að bankinn verði með skýrari upplýsingar um greiðslubyrði fasteignalána. Vísir / Sigurjón Seðlabankinn vill að lánastofnanir gefi skýrari upplýsingar um greiðslubyrði fasteignalána og hefur í fyrsta skipti gefið út viðmið við útreikning þeirra. Seðlabankastjóri segir þetta gert svo fólk taki ekki verðtryggð lán á röngum forsendum. Fyrstu kaupendur þurfa að leggja meira út en áður. Sögulegar verðhækkanir hafa verið á fasteignamarkaði einkum á höfuðborgarsvæðinu. Fimmtíu fermetra íbúð kostaði að meðaltali um þrettán milljónum meira í mars en í júní í fyrra eða fjörutíu og átta milljónir komma fimm milljónir króna samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá. Seðlabankinn hefur nú áhyggjur af því að að ungt fólk skuldsetji sig um of þar sem eftirspurn á fasteignamarkaði sé mun meiri en framboð sem ekki sjái fyrir endann á næstu misseri. Bankinn hefur því ákveðið að fyrstu kaupendur þurfi nú að leggja út fimmtán prósent af kaupverði eignar í stað tíu prósenta áður. Einstaklingur sem var búin að að safna fjórum komma átta milljónum fyrir 50 fermetra íbúð á 48,5 milljónir króna þarf nú að bæta við um tveimur og hálfri milljón króna til að fá lán fyrir henni en hann fær aldrei meira en 85% lán miðað við þær forsendur sem voru settar í dag. „Við viljum tryggja að fasteignaverð sé ekki rekið áfram af lántöku. Við viljum í rauninni reyna tryggja ákveðið jarðsamband á markaði. Þannig að markaðurinn sé í tengslum við laun og líf fólks í landinu,“ segir Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri. Þá verður fjármálastofnunum skylt að upplýsa neytendur skýrar um greiðslubyrði fasteignalána, einkum verðtryggðra lána þannig að fólk átti sig betur á áhættunni sem felst í slíkri lántöku. Seðlabankinn hefur sett fram ákveðin lágmarksviðmið sem fjármálastofnanir þurfa nú að nota við útreikning slíkra lána Viðmiðin þurfa því að vera fyrir hendi í reiknivélum fasteignalána. Viðmiðin eru eftirfarandi: Vextir verðtryggðra lána þurfa að lágmarki að vera 3% og 5,5% fyrir vexti óverðtryggðra íbúðalána. Þá var ákveðið að að stytta hámarkslánstíma við útreikning greiðslubyrðar fyrir verðtryggð lán og miða þar við 25 ár þó lánið sé til 40 ára. Bankinn vill meina að með þessu fái neytendur skýrari upplýsingar um greiðslubyrði þá takmarki þetta kerfisáhættu í fjármálakerfinu. „Þannig að það er þá alveg tryggt að fólk fái réttar forsendur um áhættu og framtíðar greiðslubyrði af verðtryggðum lánum,“ segir Seðlabankastjóri. Tökum tilmælin alvarlega Björn Berg Gunnarsson deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka var á fundi Seðlabankans í dag ásamt öðrum fulltrúum fjármálastofnanna. Hann tók vel í þessi tilmæli. „Það er góður mjög góður punktur að það þurfi að vera mjög greiður aðgangur fyrir fólk að upplýsingum um greiðslubyrði lána. Skoðun sem kom fram á þessum fundi var að þetta sé ekki alveg nógu áberandi. Ég held að það sé ábending sem ber að taka alvarlega,“ segir Björn. Björn telur aðgerðirnar fyrst og fremst beinast að lántakendum „Þetta þrengir að möguleika sumra hvað varðar lántöku. Hins vegar hafa bankarnir nú þegar þrengt hámark á fasteignalánum. En þetta þýðir að fyrir fyrstu kaupendur verður aðeins erfiðara að komast í gegnum fyrsta greiðslumat en áður. Það er mikilvægt að hafa í huga að þessari aðgerð Seðlabankans er ekki ætlað að hafa áhrif á fasteignaverð heldur að passa upp á lántakendur. Að fólk sé ekki að taka lán sem það geti svo mögulega ekki greitt af. Þess vegna er verið að herða reglurnar. Þetta var vel rökstutt af Seðlabankanum en þetta er mikið inngrip. Það er í raun verið að hafa vit fyrir fólki, það er verið að segja við almenning þetta er hættulegt fyrir ykkur, við höfum áhyggjur af því hvernig lántaka fólks getur þróast. Við höfum áhyggjur af verðbólgunni og að fólk færi sig í lán sem það á svo erfitt með að greiða af. Ég held að það sé heilbrigt að Seðlabankinn taki sér þetta hlutverk,“ segir Björn að lokum. Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Seðlabankinn Tengdar fréttir Óttast endurkomu verðtryggðra lána Fyrstu kaupendur munu þurfa að leggja út 15 prósent af kaupverði fasteignar í stað 10 prósent, samkvæmt tilmælum Seðlabanka Íslands sem kynnt voru í morgun. Bankinn hefur áhyggjur af óhóflegri skuldsetningu en með aðgerðunum vill seðlabankastjóri fyrst og fremst hemja endurkomu verðtryggingarinnar. 15. júní 2022 12:07 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Sögulegar verðhækkanir hafa verið á fasteignamarkaði einkum á höfuðborgarsvæðinu. Fimmtíu fermetra íbúð kostaði að meðaltali um þrettán milljónum meira í mars en í júní í fyrra eða fjörutíu og átta milljónir komma fimm milljónir króna samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá. Seðlabankinn hefur nú áhyggjur af því að að ungt fólk skuldsetji sig um of þar sem eftirspurn á fasteignamarkaði sé mun meiri en framboð sem ekki sjái fyrir endann á næstu misseri. Bankinn hefur því ákveðið að fyrstu kaupendur þurfi nú að leggja út fimmtán prósent af kaupverði eignar í stað tíu prósenta áður. Einstaklingur sem var búin að að safna fjórum komma átta milljónum fyrir 50 fermetra íbúð á 48,5 milljónir króna þarf nú að bæta við um tveimur og hálfri milljón króna til að fá lán fyrir henni en hann fær aldrei meira en 85% lán miðað við þær forsendur sem voru settar í dag. „Við viljum tryggja að fasteignaverð sé ekki rekið áfram af lántöku. Við viljum í rauninni reyna tryggja ákveðið jarðsamband á markaði. Þannig að markaðurinn sé í tengslum við laun og líf fólks í landinu,“ segir Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri. Þá verður fjármálastofnunum skylt að upplýsa neytendur skýrar um greiðslubyrði fasteignalána, einkum verðtryggðra lána þannig að fólk átti sig betur á áhættunni sem felst í slíkri lántöku. Seðlabankinn hefur sett fram ákveðin lágmarksviðmið sem fjármálastofnanir þurfa nú að nota við útreikning slíkra lána Viðmiðin þurfa því að vera fyrir hendi í reiknivélum fasteignalána. Viðmiðin eru eftirfarandi: Vextir verðtryggðra lána þurfa að lágmarki að vera 3% og 5,5% fyrir vexti óverðtryggðra íbúðalána. Þá var ákveðið að að stytta hámarkslánstíma við útreikning greiðslubyrðar fyrir verðtryggð lán og miða þar við 25 ár þó lánið sé til 40 ára. Bankinn vill meina að með þessu fái neytendur skýrari upplýsingar um greiðslubyrði þá takmarki þetta kerfisáhættu í fjármálakerfinu. „Þannig að það er þá alveg tryggt að fólk fái réttar forsendur um áhættu og framtíðar greiðslubyrði af verðtryggðum lánum,“ segir Seðlabankastjóri. Tökum tilmælin alvarlega Björn Berg Gunnarsson deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka var á fundi Seðlabankans í dag ásamt öðrum fulltrúum fjármálastofnanna. Hann tók vel í þessi tilmæli. „Það er góður mjög góður punktur að það þurfi að vera mjög greiður aðgangur fyrir fólk að upplýsingum um greiðslubyrði lána. Skoðun sem kom fram á þessum fundi var að þetta sé ekki alveg nógu áberandi. Ég held að það sé ábending sem ber að taka alvarlega,“ segir Björn. Björn telur aðgerðirnar fyrst og fremst beinast að lántakendum „Þetta þrengir að möguleika sumra hvað varðar lántöku. Hins vegar hafa bankarnir nú þegar þrengt hámark á fasteignalánum. En þetta þýðir að fyrir fyrstu kaupendur verður aðeins erfiðara að komast í gegnum fyrsta greiðslumat en áður. Það er mikilvægt að hafa í huga að þessari aðgerð Seðlabankans er ekki ætlað að hafa áhrif á fasteignaverð heldur að passa upp á lántakendur. Að fólk sé ekki að taka lán sem það geti svo mögulega ekki greitt af. Þess vegna er verið að herða reglurnar. Þetta var vel rökstutt af Seðlabankanum en þetta er mikið inngrip. Það er í raun verið að hafa vit fyrir fólki, það er verið að segja við almenning þetta er hættulegt fyrir ykkur, við höfum áhyggjur af því hvernig lántaka fólks getur þróast. Við höfum áhyggjur af verðbólgunni og að fólk færi sig í lán sem það á svo erfitt með að greiða af. Ég held að það sé heilbrigt að Seðlabankinn taki sér þetta hlutverk,“ segir Björn að lokum.
Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Seðlabankinn Tengdar fréttir Óttast endurkomu verðtryggðra lána Fyrstu kaupendur munu þurfa að leggja út 15 prósent af kaupverði fasteignar í stað 10 prósent, samkvæmt tilmælum Seðlabanka Íslands sem kynnt voru í morgun. Bankinn hefur áhyggjur af óhóflegri skuldsetningu en með aðgerðunum vill seðlabankastjóri fyrst og fremst hemja endurkomu verðtryggingarinnar. 15. júní 2022 12:07 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Óttast endurkomu verðtryggðra lána Fyrstu kaupendur munu þurfa að leggja út 15 prósent af kaupverði fasteignar í stað 10 prósent, samkvæmt tilmælum Seðlabanka Íslands sem kynnt voru í morgun. Bankinn hefur áhyggjur af óhóflegri skuldsetningu en með aðgerðunum vill seðlabankastjóri fyrst og fremst hemja endurkomu verðtryggingarinnar. 15. júní 2022 12:07