Real Madrid fer nýjar leiðir í samningsgerð Atli Arason skrifar 15. júní 2022 23:30 Vinicius Junior, leikmaður Real Madrid. Getty Images Vinícius Junior er nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Real Madrid, sem er þó ekki frásögu færandi nema nýstárlegs „and-ríkis-félags söluákvæðis“ sem verður í samningi leikmannsins sem á að fæla í burtu forrík félagslið í ríkiseigu. Hinn 21. árs gamli Vinícius stóð sig frábærlega á nýafstöðnu tímabili með Real Madrid og skoraði meðal annars sigurmarkið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Real hyggst verðlauna leikmanninn með nýjum risasamningi. Brassinn mun margfalda launin sín ef hann skrifar undir. Á núverandi samningi fær hann um 2,75 milljónir punda á ári á meðan nýji samningurinn hljóðar upp á 8,6 milljónir punda á ári. Það eru spænski miðillinn Marca og hið breska Daily Mail sem greina frá. Það sem vekur mikla athygli er hið svokallað „and-ríkis-félags söluákvæði“ (e. anti-state-club clause) upp á 870 milljónir punda. Það þýðir að komi tilboð upp á 870 milljónir þá verður Real Madrid að samþykkja það. Á þetta sérstaklega við félög í eigu ríkja sem geta keypt leikmanninn auðveldlega í krafti auðs. Félög eins og Newcastle, sem er í eigu Sádi-Arabíu, PSG, sem er í eigu Katar, og Manchester City, sem er að mestu í eigu Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Það er vel þekkt að leikmenn á Spáni eru með söluákvæði í samningi sínum. Þetta tiltekna ákvæði er þó rúmlega fjórföldun á dýrasta leikmanni heims, þegar Neymar fór frá Barcelona til PSG fyrir tæpar 200 milljónir punda. Madrídingar eru þó ekki frumkvöðlar í þessu en Ansu-Fati, Pedri og Araujo, tríóið í Barcelona, eru allir sagðir vera með söluákvæði upp á 1 milljarð punda. Að ákvæðið skuli sérstaklega fá nafnið „and-ríkis-félags söluákvæði“ er þó nýtt af nálinni og rímar við baráttuna sem spænska úrvalsdeildin, La Liga, ætlar að herja á þessi félög. Spænski boltinn Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Hinn 21. árs gamli Vinícius stóð sig frábærlega á nýafstöðnu tímabili með Real Madrid og skoraði meðal annars sigurmarkið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Real hyggst verðlauna leikmanninn með nýjum risasamningi. Brassinn mun margfalda launin sín ef hann skrifar undir. Á núverandi samningi fær hann um 2,75 milljónir punda á ári á meðan nýji samningurinn hljóðar upp á 8,6 milljónir punda á ári. Það eru spænski miðillinn Marca og hið breska Daily Mail sem greina frá. Það sem vekur mikla athygli er hið svokallað „and-ríkis-félags söluákvæði“ (e. anti-state-club clause) upp á 870 milljónir punda. Það þýðir að komi tilboð upp á 870 milljónir þá verður Real Madrid að samþykkja það. Á þetta sérstaklega við félög í eigu ríkja sem geta keypt leikmanninn auðveldlega í krafti auðs. Félög eins og Newcastle, sem er í eigu Sádi-Arabíu, PSG, sem er í eigu Katar, og Manchester City, sem er að mestu í eigu Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Það er vel þekkt að leikmenn á Spáni eru með söluákvæði í samningi sínum. Þetta tiltekna ákvæði er þó rúmlega fjórföldun á dýrasta leikmanni heims, þegar Neymar fór frá Barcelona til PSG fyrir tæpar 200 milljónir punda. Madrídingar eru þó ekki frumkvöðlar í þessu en Ansu-Fati, Pedri og Araujo, tríóið í Barcelona, eru allir sagðir vera með söluákvæði upp á 1 milljarð punda. Að ákvæðið skuli sérstaklega fá nafnið „and-ríkis-félags söluákvæði“ er þó nýtt af nálinni og rímar við baráttuna sem spænska úrvalsdeildin, La Liga, ætlar að herja á þessi félög.
Spænski boltinn Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira