Liðhlauparnir mæta til leiks á US Open Valur Páll Eiríksson skrifar 16. júní 2022 10:30 Dustin Johnson (t.h.) er á meðal keppenda á LIV-mótaröðinni sem taka þátt á US Open um helgina. Rory McIlroy (t.v.) er á meðal háværustu gagnrýnenda mótaraðarinnar. Harry How/Getty Images Opna bandaríska meistaramótið, US Open, hefst á Brookline-vellinum í Massachusetts-fylki í Bandaríkjunum í dag. Margir af bestu kylfingum heims mæta til leiks, þar á meðal kylfingar af LIV-mótaröðinni. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 15:00 á Stöð 2 Golf. Spánverjinn Jon Rahm á titil að verja og verður á meðal fyrri kylfinga til að hefja leik er hann mætir í brautina klukkan 11:18 að íslenskum tíma. Rahm er á meðal þeirra sem hefur gagnrýnt hina nýju LIV-mótaröð, sem er greidd fyrir af stjórnvöldum í Sádí-Arabíu, og hefur haldið kyrru fyrir á PGA-mótaröðinni. Rory McIlroy hefur tekið sama pól í hæðina og Rahm, en hann fer einnig snemma af stað, klukkan 11:40, og verður í holli með Japananum Hideki Matsuyuma, sem vann Masters-mótið í fyrra, og Ólympíugullhafanum Xander Schauffele. PGA-mótaröðin tók ákvörðun í síðustu viku að banna kylfinga sem tækju þátt á LIV-mótaröðinni frá sínum viðburðum. Opna bandaríska meistaramótið er aftur á móti rekið af bandaríska golfsambandinu (USGA) sem sér ekkert athugavert við þátttöku þeirra um helgina. Phil Mickelson, sem hefur vakið mikla athygli vegna þátttöku á LIV-mótaröðinni, fer út á braut klukkan 17:47, og annar liðhlaupi, Dustin Johnson skömmu áður, klukkan 17:36. Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas, sigurvegari PGA-meistaramótsins, fer öllu seinna af stað, klukkan 17:14, ásamt landa sínum Tony Finau og Norðmanninum Viktor Hovland. Thomas er einnig á meðal þeirra sem hvað háværast hafa gagnrýnt LIV í vikunni. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 15:00 á Stöð 2 Golf og verður þar sýnt frá öllum fjórum leikdögum um helgina. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Opna bandaríska Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Spánverjinn Jon Rahm á titil að verja og verður á meðal fyrri kylfinga til að hefja leik er hann mætir í brautina klukkan 11:18 að íslenskum tíma. Rahm er á meðal þeirra sem hefur gagnrýnt hina nýju LIV-mótaröð, sem er greidd fyrir af stjórnvöldum í Sádí-Arabíu, og hefur haldið kyrru fyrir á PGA-mótaröðinni. Rory McIlroy hefur tekið sama pól í hæðina og Rahm, en hann fer einnig snemma af stað, klukkan 11:40, og verður í holli með Japananum Hideki Matsuyuma, sem vann Masters-mótið í fyrra, og Ólympíugullhafanum Xander Schauffele. PGA-mótaröðin tók ákvörðun í síðustu viku að banna kylfinga sem tækju þátt á LIV-mótaröðinni frá sínum viðburðum. Opna bandaríska meistaramótið er aftur á móti rekið af bandaríska golfsambandinu (USGA) sem sér ekkert athugavert við þátttöku þeirra um helgina. Phil Mickelson, sem hefur vakið mikla athygli vegna þátttöku á LIV-mótaröðinni, fer út á braut klukkan 17:47, og annar liðhlaupi, Dustin Johnson skömmu áður, klukkan 17:36. Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas, sigurvegari PGA-meistaramótsins, fer öllu seinna af stað, klukkan 17:14, ásamt landa sínum Tony Finau og Norðmanninum Viktor Hovland. Thomas er einnig á meðal þeirra sem hvað háværast hafa gagnrýnt LIV í vikunni. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 15:00 á Stöð 2 Golf og verður þar sýnt frá öllum fjórum leikdögum um helgina. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Opna bandaríska Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira