Margir þeirra sem smitast nú hafa ekki fengið fjórðu bólusetninguna Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2022 17:58 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, biðlar til þeirra sem eru smitaðir af Covid-19 að halda sig til hlés, ekki síst í hátíðarhöldum á þjóðhátíðardaginn á morgun. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir að margir þeirra sem nú greinist með kórónuveiruna hafi ekki fengið fjórða skammt bóluefnis og það kunni að vera orsök fjölgunar sjúklinga með alvarleg veikindi. Hann sér ekki fyrir sér að koma aftur á takmörkunum vegna fjölgunar smitaðra. Fleiri en tvö hundruð manns greinast nú daglega með Covid-19 en raunverulegur fjöldi er líklega enn hærri þar sem margir taka aðeins heimapróf án þess að fara í staðfestingarpróf. Nú liggja 27 einstaklingar á Landspítalanum með sjúkdóminn, þar af tveir á gjörgæsludeild og einn í öndunarvél. Flestir þeirra sem smitast fá sjúkdóminn nú í fyrsta skipti og þeir sem hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús eru aðallega fólk eldra en sjötugt og með undirliggjandi sjúkdóma. „Svo eru asni margir af þeim sem við höfum mælt með að fái fjórðu bólusetninguna, þeir hafa ekki farið í bólusetningu. Það er kannski líka að búa til þessi alvarlegu veikindi sem leiða til innlagna,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann hvatti þá sem hafa ekki fengið fjórðu sprautuna að gera það. Mælt hefur verið með því fyrir áttræða og eldri, fólk með undirliggjandi sjúkdóma og íbúa á hjúkrunarheimilum. Þeir sem telja sig veika fyrir geta einnig óskað eftir að fá fjórða skammtinn. Þá sagði Þórólfur mikilvægt að viðkvæmir hópar gættu vel að sýkingavörnum sem lögð hefur verið áhersla á í faraldrinum síðustu tvö árin. Enginn dómsdagur Spurður að því hvort ástæða væri til að hafa áhyggjur af þróun faraldursins nú vísaði Þórólfur til stöðunnar á Landspítalanum sem væri þung fyrir. Erfitt væri að bæta fleiri alvarlega veikum Covid-sjúklingum við það álag. Þórólfur útilokaði þó nánast alveg að gripið yrði til takmarkana á nýjan leik til að bregðast við fjölgun smitaðra. „Það myndi nú seint ganga vel eins og staðan er núna. Það er engin stemming fyrir slíku og það myndi sennilega ekki ganga upp,“ sagði sóttvarnalæknir. Ef ástandið versnaði enn frekar þyrfti þó að skoða hvernig brugðist yrði við. Benti Þórólfur á að það væri á endanum í höndum stjórnvalda að ákveða hvort brygðist yrði við með einhverjum hætti. „Það er ekki eins og það sé dómsdagur í þessu en þetta er bakslag og þá þurfum við bara að reyna að bregðast við því án þess að grípa til örþrifaráða,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Aukning í alvarlegum veikindum vegna Covid 27 einstaklingar liggja inni á Landspítala með eða vegna Covid-19. Tveir eru á gjörgæsludeild og einn þarf á aðstoð öndunarvélar að halda. 16. júní 2022 11:06 Landspítalinn kemur á grímuskyldu og takmarkar heimsóknir Landspítalinn hefur tekið upp grímuskyldu á ný og takmarkað heimsóknir aðstandenda vegna mikillar fjölgunar Covid-19 smita síðustu daga. Nú eru þrjátíu sjúklingar inniliggjandi með veiruna, þar af tveir á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél. 16. júní 2022 13:15 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Fleiri en tvö hundruð manns greinast nú daglega með Covid-19 en raunverulegur fjöldi er líklega enn hærri þar sem margir taka aðeins heimapróf án þess að fara í staðfestingarpróf. Nú liggja 27 einstaklingar á Landspítalanum með sjúkdóminn, þar af tveir á gjörgæsludeild og einn í öndunarvél. Flestir þeirra sem smitast fá sjúkdóminn nú í fyrsta skipti og þeir sem hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús eru aðallega fólk eldra en sjötugt og með undirliggjandi sjúkdóma. „Svo eru asni margir af þeim sem við höfum mælt með að fái fjórðu bólusetninguna, þeir hafa ekki farið í bólusetningu. Það er kannski líka að búa til þessi alvarlegu veikindi sem leiða til innlagna,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann hvatti þá sem hafa ekki fengið fjórðu sprautuna að gera það. Mælt hefur verið með því fyrir áttræða og eldri, fólk með undirliggjandi sjúkdóma og íbúa á hjúkrunarheimilum. Þeir sem telja sig veika fyrir geta einnig óskað eftir að fá fjórða skammtinn. Þá sagði Þórólfur mikilvægt að viðkvæmir hópar gættu vel að sýkingavörnum sem lögð hefur verið áhersla á í faraldrinum síðustu tvö árin. Enginn dómsdagur Spurður að því hvort ástæða væri til að hafa áhyggjur af þróun faraldursins nú vísaði Þórólfur til stöðunnar á Landspítalanum sem væri þung fyrir. Erfitt væri að bæta fleiri alvarlega veikum Covid-sjúklingum við það álag. Þórólfur útilokaði þó nánast alveg að gripið yrði til takmarkana á nýjan leik til að bregðast við fjölgun smitaðra. „Það myndi nú seint ganga vel eins og staðan er núna. Það er engin stemming fyrir slíku og það myndi sennilega ekki ganga upp,“ sagði sóttvarnalæknir. Ef ástandið versnaði enn frekar þyrfti þó að skoða hvernig brugðist yrði við. Benti Þórólfur á að það væri á endanum í höndum stjórnvalda að ákveða hvort brygðist yrði við með einhverjum hætti. „Það er ekki eins og það sé dómsdagur í þessu en þetta er bakslag og þá þurfum við bara að reyna að bregðast við því án þess að grípa til örþrifaráða,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Aukning í alvarlegum veikindum vegna Covid 27 einstaklingar liggja inni á Landspítala með eða vegna Covid-19. Tveir eru á gjörgæsludeild og einn þarf á aðstoð öndunarvélar að halda. 16. júní 2022 11:06 Landspítalinn kemur á grímuskyldu og takmarkar heimsóknir Landspítalinn hefur tekið upp grímuskyldu á ný og takmarkað heimsóknir aðstandenda vegna mikillar fjölgunar Covid-19 smita síðustu daga. Nú eru þrjátíu sjúklingar inniliggjandi með veiruna, þar af tveir á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél. 16. júní 2022 13:15 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Aukning í alvarlegum veikindum vegna Covid 27 einstaklingar liggja inni á Landspítala með eða vegna Covid-19. Tveir eru á gjörgæsludeild og einn þarf á aðstoð öndunarvélar að halda. 16. júní 2022 11:06
Landspítalinn kemur á grímuskyldu og takmarkar heimsóknir Landspítalinn hefur tekið upp grímuskyldu á ný og takmarkað heimsóknir aðstandenda vegna mikillar fjölgunar Covid-19 smita síðustu daga. Nú eru þrjátíu sjúklingar inniliggjandi með veiruna, þar af tveir á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél. 16. júní 2022 13:15