Musk og fyrirtækjum hans stefnt vegna pýramídasvindls með rafmynt Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2022 20:16 Elon Musk er sakaður um að hafa staðið fyrir pýramídasvindli til að hagnast á rafmyntinni Dogecoin. Samsett/EPA/Getty Fjárfestir í rafmyntinni Dogecoin stefndi Elon Musk, rafbílaframleiðandanum Tesla og og geimferðafyrirtækinu SpaceX vegna meints pýramídasvindls með myntina í dag. Hann krefst 258 milljarða króna frá Musk og fyrirtækjum hans. Grundvöllur málsóknarinnar er að Musk og fyrirtækin tvö hafi framið fjársvik þegar þau hömpuðu Dogecoin opinberlega þannig að verðið rauk upp en létu það svo hrynja skömmu síðar, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Stefnandinn, Keith Johnson, sakar Musk og fyrirtækin sem hann stýrir um að hafa vitað fullvel að Dogecoin væri verðlaust árið 2019. Engu að síður hafi hann talað upp rafmyntina til þess að hagnast á henni. „Musk notfærði sér stall sinn sem ríkasti maður í heimi til að stýra og eiga við Dogecoin pýramídasvindl í hagnaðarskyni, fyrir athygli og sér til skemmtunar,“ segir í stefnunni. Johnson krefst skaðabóta upp á þrefalda þá 86 milljarða dollara sem Dogecoin hefur rýrnað í verðri frá því í maí 2021. Hann vill einnig að Musk og fyrirtækjum hans verði bannað að auglýsa Dogecoin og að dómari lýsi viðskipti með rafmyntina fjárhættuspil. Ekki liggur fyrir hvað sannanir Johnson og lögmenn hans ætla að leggja fram um að Musk hafi vitað að Dogecoin væri einskis virði og að hann hafi rekið pýramídasvindl. Í stefnunni er hins vegar vísað í ummæli manna eins og Warren Buffet og Bill Gates sem hafa lýst efasemdum um ágæti rafmynta. Tesla lýsti því yfir að fyrirtækið hefði keypt Dogecoin fyrir einn og hálfan milljarða dollara í febrúar í fyrra. Fyrirtækið tók rafmyntina stuttlega gilda sem greiðslu fyrir rafbíla. Rafmyntir Tesla SpaceX Tengdar fréttir Rafmynt sem var stofnuð í gríni nú milljarða dollara virði Dogecoin var stofnað sem háðsádeila á Bitcoin. Nú nemur verðmæti rafmyntarinnar um tveimur milljörðum bandarískra dollara. 8. janúar 2018 15:57 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Grundvöllur málsóknarinnar er að Musk og fyrirtækin tvö hafi framið fjársvik þegar þau hömpuðu Dogecoin opinberlega þannig að verðið rauk upp en létu það svo hrynja skömmu síðar, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Stefnandinn, Keith Johnson, sakar Musk og fyrirtækin sem hann stýrir um að hafa vitað fullvel að Dogecoin væri verðlaust árið 2019. Engu að síður hafi hann talað upp rafmyntina til þess að hagnast á henni. „Musk notfærði sér stall sinn sem ríkasti maður í heimi til að stýra og eiga við Dogecoin pýramídasvindl í hagnaðarskyni, fyrir athygli og sér til skemmtunar,“ segir í stefnunni. Johnson krefst skaðabóta upp á þrefalda þá 86 milljarða dollara sem Dogecoin hefur rýrnað í verðri frá því í maí 2021. Hann vill einnig að Musk og fyrirtækjum hans verði bannað að auglýsa Dogecoin og að dómari lýsi viðskipti með rafmyntina fjárhættuspil. Ekki liggur fyrir hvað sannanir Johnson og lögmenn hans ætla að leggja fram um að Musk hafi vitað að Dogecoin væri einskis virði og að hann hafi rekið pýramídasvindl. Í stefnunni er hins vegar vísað í ummæli manna eins og Warren Buffet og Bill Gates sem hafa lýst efasemdum um ágæti rafmynta. Tesla lýsti því yfir að fyrirtækið hefði keypt Dogecoin fyrir einn og hálfan milljarða dollara í febrúar í fyrra. Fyrirtækið tók rafmyntina stuttlega gilda sem greiðslu fyrir rafbíla.
Rafmyntir Tesla SpaceX Tengdar fréttir Rafmynt sem var stofnuð í gríni nú milljarða dollara virði Dogecoin var stofnað sem háðsádeila á Bitcoin. Nú nemur verðmæti rafmyntarinnar um tveimur milljörðum bandarískra dollara. 8. janúar 2018 15:57 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Rafmynt sem var stofnuð í gríni nú milljarða dollara virði Dogecoin var stofnað sem háðsádeila á Bitcoin. Nú nemur verðmæti rafmyntarinnar um tveimur milljörðum bandarískra dollara. 8. janúar 2018 15:57