Musk og fyrirtækjum hans stefnt vegna pýramídasvindls með rafmynt Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2022 20:16 Elon Musk er sakaður um að hafa staðið fyrir pýramídasvindli til að hagnast á rafmyntinni Dogecoin. Samsett/EPA/Getty Fjárfestir í rafmyntinni Dogecoin stefndi Elon Musk, rafbílaframleiðandanum Tesla og og geimferðafyrirtækinu SpaceX vegna meints pýramídasvindls með myntina í dag. Hann krefst 258 milljarða króna frá Musk og fyrirtækjum hans. Grundvöllur málsóknarinnar er að Musk og fyrirtækin tvö hafi framið fjársvik þegar þau hömpuðu Dogecoin opinberlega þannig að verðið rauk upp en létu það svo hrynja skömmu síðar, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Stefnandinn, Keith Johnson, sakar Musk og fyrirtækin sem hann stýrir um að hafa vitað fullvel að Dogecoin væri verðlaust árið 2019. Engu að síður hafi hann talað upp rafmyntina til þess að hagnast á henni. „Musk notfærði sér stall sinn sem ríkasti maður í heimi til að stýra og eiga við Dogecoin pýramídasvindl í hagnaðarskyni, fyrir athygli og sér til skemmtunar,“ segir í stefnunni. Johnson krefst skaðabóta upp á þrefalda þá 86 milljarða dollara sem Dogecoin hefur rýrnað í verðri frá því í maí 2021. Hann vill einnig að Musk og fyrirtækjum hans verði bannað að auglýsa Dogecoin og að dómari lýsi viðskipti með rafmyntina fjárhættuspil. Ekki liggur fyrir hvað sannanir Johnson og lögmenn hans ætla að leggja fram um að Musk hafi vitað að Dogecoin væri einskis virði og að hann hafi rekið pýramídasvindl. Í stefnunni er hins vegar vísað í ummæli manna eins og Warren Buffet og Bill Gates sem hafa lýst efasemdum um ágæti rafmynta. Tesla lýsti því yfir að fyrirtækið hefði keypt Dogecoin fyrir einn og hálfan milljarða dollara í febrúar í fyrra. Fyrirtækið tók rafmyntina stuttlega gilda sem greiðslu fyrir rafbíla. Rafmyntir Tesla SpaceX Tengdar fréttir Rafmynt sem var stofnuð í gríni nú milljarða dollara virði Dogecoin var stofnað sem háðsádeila á Bitcoin. Nú nemur verðmæti rafmyntarinnar um tveimur milljörðum bandarískra dollara. 8. janúar 2018 15:57 Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Grundvöllur málsóknarinnar er að Musk og fyrirtækin tvö hafi framið fjársvik þegar þau hömpuðu Dogecoin opinberlega þannig að verðið rauk upp en létu það svo hrynja skömmu síðar, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Stefnandinn, Keith Johnson, sakar Musk og fyrirtækin sem hann stýrir um að hafa vitað fullvel að Dogecoin væri verðlaust árið 2019. Engu að síður hafi hann talað upp rafmyntina til þess að hagnast á henni. „Musk notfærði sér stall sinn sem ríkasti maður í heimi til að stýra og eiga við Dogecoin pýramídasvindl í hagnaðarskyni, fyrir athygli og sér til skemmtunar,“ segir í stefnunni. Johnson krefst skaðabóta upp á þrefalda þá 86 milljarða dollara sem Dogecoin hefur rýrnað í verðri frá því í maí 2021. Hann vill einnig að Musk og fyrirtækjum hans verði bannað að auglýsa Dogecoin og að dómari lýsi viðskipti með rafmyntina fjárhættuspil. Ekki liggur fyrir hvað sannanir Johnson og lögmenn hans ætla að leggja fram um að Musk hafi vitað að Dogecoin væri einskis virði og að hann hafi rekið pýramídasvindl. Í stefnunni er hins vegar vísað í ummæli manna eins og Warren Buffet og Bill Gates sem hafa lýst efasemdum um ágæti rafmynta. Tesla lýsti því yfir að fyrirtækið hefði keypt Dogecoin fyrir einn og hálfan milljarða dollara í febrúar í fyrra. Fyrirtækið tók rafmyntina stuttlega gilda sem greiðslu fyrir rafbíla.
Rafmyntir Tesla SpaceX Tengdar fréttir Rafmynt sem var stofnuð í gríni nú milljarða dollara virði Dogecoin var stofnað sem háðsádeila á Bitcoin. Nú nemur verðmæti rafmyntarinnar um tveimur milljörðum bandarískra dollara. 8. janúar 2018 15:57 Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Rafmynt sem var stofnuð í gríni nú milljarða dollara virði Dogecoin var stofnað sem háðsádeila á Bitcoin. Nú nemur verðmæti rafmyntarinnar um tveimur milljörðum bandarískra dollara. 8. janúar 2018 15:57