Segir að Assange muni áfrýja: „Þessi slagur heldur áfram“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2022 11:36 Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks segir máli Julians Assange hvergi lokið og að um pólitískar ofsóknir sé að ræða. Vísir/Egill Innanríkisráðherra Bretlands hefur gefið grænt ljós á framsal Julians Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Ritstjóri Wikileaks segir um pólitískar ofsóknir að ræða og málinu sé ekki lokið fyrir dómstólum. Priti Patel innanríkisráðherra Bretlands staðfesti í dagð ákvörðun breskra dómstóla frá því í apríl um framsal Assange til Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn hafa krafist þess að Assange verði framseldur vegna ákæra fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. Skjölunum var lekið til samtakanna af Chelsea Manning. „Hún hefur náttúrulega töluverða þýðingu þegar að ríkisstjórn Boris Johnson ákveður að kvitta upp á þetta framsal og staðfesta ákvörðun dómstóla í landinu. Þar er verið að senda mjög skýr skilaboð og algjörlega hunsa þau skýru skilaboð sem hafa komið frá öllum mannréttindasamtökum í veröldinni, sem hafa bent á hversu alvarlegt þetta mál er og það að þetta sé í raun af pólitískum toga, pólitískar ofsóknir í reynd,“ segir Kristinn Hrafnsson ristjóri Wikileaks og bætir við að ríkisstjórn Johnson sé með þessu að taka þátt í þeim pólitísku ofsóknum. Munu áfrýja ákvörðun breskra stjórnvalda Assange hefur verið haldið í hámarksöryggisfangelsinu Belmarsh frá því að hann var handtekinn í sendiráði Ekvador í Lundúnum árið 2019. Hann var eftirlýstur fyrir að mæta ekki í dómsal þegar hann átti að gera það og hafði haldið til í sendiráðinu í sjö ár. „Þetta er hins vegar ekki endapunkturinn fyrir Julian í hans baráttu og baráttu okkar, sem erum að styðja hann og vinna að hans frelsi. Þessu verður að sjálfsögðu áfrýjað og mun í áfrýjun í fyrsta sinn vera dregið fram þau gögn sem að styðja þá fullyrðingu Julians og okkar um að þetta séu pólitískar ofsóknir,“ segir Kristinn. „Fréttir eins og þær, sem hafa borist síðla í þessu prósessi fyrir breskum dómstólum, að bandaríska leyniþjónustan hafði áform um að taka hann af lífi eða ræna honum. Sú staðreynd að eitt af lykilvitnum Bandaríkjamanna, sem vill svo til að er íslenskur ríkisborgari, er dregið í land og sagt að það sem er í ákæruskjalinu á honum byggt sé að engu hafandi,“ segir Kristinn og vísar þar til Sigurðar Inga Þórðarsonar, eða Sigga hakkara. Sigurður Ingi sagði í viðtali við Stundina í fyrra að hann hafi búið til ásakanir, sem voru notaðar í bandarískri ákæru á hendur Assange. Sigurður Ingi ásakaði Assange, í ákærunni gegn honum, að hafa skipað Sigurði Inga að fremja tölvuinnbrot og glæpi á Íslandi. „Það er tækifæri til þess að draga þetta allt saman fram og það er ljóst í öllu því samhengi sem ég get fullyrt um að þá er stuðningurinn við Julian og sá skilningur að þetta felur í sér alveg ótrúlega þunga og alvarlega árás á blaðamennsku í heiminum og þar með grundvöll lýðræðisins í okkar heimshluta. Þetta verður hreinlega að stöðva,“ segir Kristinn. Segir ákæruna eingöngu snúast um pólitíska hefnd Kristinn segist ekki hafa talað við Julian eftir að ákvörðun Patel var kynnt í morgun. „Ég er ekki í beinu símsambandi við hann í fangelsi og hann hefur takmörkuð símaréttindi. En ég mun heyra frá honum síðar.“ Hann segist hafa trú á því að ákvörðun breskra yfirvalda verði snúið við. „Ég verð að hafa trú á því að þetta framsal verði stöðvað vegna þess að þetta er svo alvarlegt mál að það má hreinlega ekki gerast. Í raun og veru þarf þrýstingurinn á pólitísk stjórnvöld í Bretlandi og í Bandaríkjunum að aukast svo þessi stjórnvöld sjái að sér í þessu máli,“ segir Kristinn. „Þá sérstaklega Biden-stjórnin og felli niður þessa ákæru sem var varpað fram í tíð forvera Bidens, í tíð Trumps forseta. Þetta var greinilega og augljóslega hefndaraðgerð, hafði ekkert með lög og reglur að gera, snerist eingöngu um pólitíska hefnd vegna þessarar opinberunar sem Wikileaks hefur birt um óhæfuverk bandarísku ríkisstjórnarinnar á erlendri grundu.“ „Þessi slagur heldur áfram“ Hann segist vona að framsal Assange verði hindrað. „Það verður barist til síðasta blóðdropa í dómsölum í Bretlandi og það verður farið með þetta til Strassburg til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þetta verður slagur áfram en gleymum því ekki að nú er maður búinn að sitja í varðhaldi í mesta öryggisfangelsi Bretlands í meira en þrjú ár, sviptur samneyti við sína fjölskyldu, sviptur frelsi fyrir þær einar sakir að hafa birt sannar upplýsingar, sem er í raun og veru það sem blaðamenn eiga að gera,“ segir Kristinn. „Hann er ofsóttur blaðamaður, fangelsaður blaðamaður í Bretlandi, sem er skammarlegt, sem er hreinlega til slíkra vansa að það verður hreinlega erfitt að horfa á Breskt stjórnkerfi sem einhvers konar heilbrigt kerfi sem hefur mannréttindi í hávegum. Þannig að þessi slagur heldur áfram.“ Mál Julians Assange Bretland Bandaríkin WikiLeaks Mál Sigga hakkara Tengdar fréttir Innanríkisráðherra Bretlands gefur grænt ljós á framsal Assange Priti Patel innanríkisráðherra Bretlands hefur gefið grænt ljós á framsal Julians Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. 17. júní 2022 09:33 Ögmundur og Kristinn segja meðferðina á Assange ekkert annað en pyndingar Mótmælendur kröfuðst þess fyrir utan breska sendiráðið í dag að Julian Assange stofnandi WikiLeaks verði nú þegar látinn laus úr bresku fangelsi og þar með ekki framseldur til Bandaríkjana. Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra segir að þar biði hans allt að 170 ára fangelsi. 22. desember 2021 15:09 Líf Assange í húfi og loforð Bandaríkjastjórnar innantóm Dómstóll í Lundúnum tekur nú fyrir áfrýjunarbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna framsals Julians Assange en framsalsbeiðninni var hafnað í upphafi árs. Ritstjóri WikiLeaks segir heilsu Assange vera í húfi og gefur lítið fyrir fullyrðingar Bandaríkjamanna um að Assange verði í öruggum höndum þar í landi. 27. október 2021 12:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Priti Patel innanríkisráðherra Bretlands staðfesti í dagð ákvörðun breskra dómstóla frá því í apríl um framsal Assange til Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn hafa krafist þess að Assange verði framseldur vegna ákæra fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. Skjölunum var lekið til samtakanna af Chelsea Manning. „Hún hefur náttúrulega töluverða þýðingu þegar að ríkisstjórn Boris Johnson ákveður að kvitta upp á þetta framsal og staðfesta ákvörðun dómstóla í landinu. Þar er verið að senda mjög skýr skilaboð og algjörlega hunsa þau skýru skilaboð sem hafa komið frá öllum mannréttindasamtökum í veröldinni, sem hafa bent á hversu alvarlegt þetta mál er og það að þetta sé í raun af pólitískum toga, pólitískar ofsóknir í reynd,“ segir Kristinn Hrafnsson ristjóri Wikileaks og bætir við að ríkisstjórn Johnson sé með þessu að taka þátt í þeim pólitísku ofsóknum. Munu áfrýja ákvörðun breskra stjórnvalda Assange hefur verið haldið í hámarksöryggisfangelsinu Belmarsh frá því að hann var handtekinn í sendiráði Ekvador í Lundúnum árið 2019. Hann var eftirlýstur fyrir að mæta ekki í dómsal þegar hann átti að gera það og hafði haldið til í sendiráðinu í sjö ár. „Þetta er hins vegar ekki endapunkturinn fyrir Julian í hans baráttu og baráttu okkar, sem erum að styðja hann og vinna að hans frelsi. Þessu verður að sjálfsögðu áfrýjað og mun í áfrýjun í fyrsta sinn vera dregið fram þau gögn sem að styðja þá fullyrðingu Julians og okkar um að þetta séu pólitískar ofsóknir,“ segir Kristinn. „Fréttir eins og þær, sem hafa borist síðla í þessu prósessi fyrir breskum dómstólum, að bandaríska leyniþjónustan hafði áform um að taka hann af lífi eða ræna honum. Sú staðreynd að eitt af lykilvitnum Bandaríkjamanna, sem vill svo til að er íslenskur ríkisborgari, er dregið í land og sagt að það sem er í ákæruskjalinu á honum byggt sé að engu hafandi,“ segir Kristinn og vísar þar til Sigurðar Inga Þórðarsonar, eða Sigga hakkara. Sigurður Ingi sagði í viðtali við Stundina í fyrra að hann hafi búið til ásakanir, sem voru notaðar í bandarískri ákæru á hendur Assange. Sigurður Ingi ásakaði Assange, í ákærunni gegn honum, að hafa skipað Sigurði Inga að fremja tölvuinnbrot og glæpi á Íslandi. „Það er tækifæri til þess að draga þetta allt saman fram og það er ljóst í öllu því samhengi sem ég get fullyrt um að þá er stuðningurinn við Julian og sá skilningur að þetta felur í sér alveg ótrúlega þunga og alvarlega árás á blaðamennsku í heiminum og þar með grundvöll lýðræðisins í okkar heimshluta. Þetta verður hreinlega að stöðva,“ segir Kristinn. Segir ákæruna eingöngu snúast um pólitíska hefnd Kristinn segist ekki hafa talað við Julian eftir að ákvörðun Patel var kynnt í morgun. „Ég er ekki í beinu símsambandi við hann í fangelsi og hann hefur takmörkuð símaréttindi. En ég mun heyra frá honum síðar.“ Hann segist hafa trú á því að ákvörðun breskra yfirvalda verði snúið við. „Ég verð að hafa trú á því að þetta framsal verði stöðvað vegna þess að þetta er svo alvarlegt mál að það má hreinlega ekki gerast. Í raun og veru þarf þrýstingurinn á pólitísk stjórnvöld í Bretlandi og í Bandaríkjunum að aukast svo þessi stjórnvöld sjái að sér í þessu máli,“ segir Kristinn. „Þá sérstaklega Biden-stjórnin og felli niður þessa ákæru sem var varpað fram í tíð forvera Bidens, í tíð Trumps forseta. Þetta var greinilega og augljóslega hefndaraðgerð, hafði ekkert með lög og reglur að gera, snerist eingöngu um pólitíska hefnd vegna þessarar opinberunar sem Wikileaks hefur birt um óhæfuverk bandarísku ríkisstjórnarinnar á erlendri grundu.“ „Þessi slagur heldur áfram“ Hann segist vona að framsal Assange verði hindrað. „Það verður barist til síðasta blóðdropa í dómsölum í Bretlandi og það verður farið með þetta til Strassburg til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þetta verður slagur áfram en gleymum því ekki að nú er maður búinn að sitja í varðhaldi í mesta öryggisfangelsi Bretlands í meira en þrjú ár, sviptur samneyti við sína fjölskyldu, sviptur frelsi fyrir þær einar sakir að hafa birt sannar upplýsingar, sem er í raun og veru það sem blaðamenn eiga að gera,“ segir Kristinn. „Hann er ofsóttur blaðamaður, fangelsaður blaðamaður í Bretlandi, sem er skammarlegt, sem er hreinlega til slíkra vansa að það verður hreinlega erfitt að horfa á Breskt stjórnkerfi sem einhvers konar heilbrigt kerfi sem hefur mannréttindi í hávegum. Þannig að þessi slagur heldur áfram.“
Mál Julians Assange Bretland Bandaríkin WikiLeaks Mál Sigga hakkara Tengdar fréttir Innanríkisráðherra Bretlands gefur grænt ljós á framsal Assange Priti Patel innanríkisráðherra Bretlands hefur gefið grænt ljós á framsal Julians Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. 17. júní 2022 09:33 Ögmundur og Kristinn segja meðferðina á Assange ekkert annað en pyndingar Mótmælendur kröfuðst þess fyrir utan breska sendiráðið í dag að Julian Assange stofnandi WikiLeaks verði nú þegar látinn laus úr bresku fangelsi og þar með ekki framseldur til Bandaríkjana. Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra segir að þar biði hans allt að 170 ára fangelsi. 22. desember 2021 15:09 Líf Assange í húfi og loforð Bandaríkjastjórnar innantóm Dómstóll í Lundúnum tekur nú fyrir áfrýjunarbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna framsals Julians Assange en framsalsbeiðninni var hafnað í upphafi árs. Ritstjóri WikiLeaks segir heilsu Assange vera í húfi og gefur lítið fyrir fullyrðingar Bandaríkjamanna um að Assange verði í öruggum höndum þar í landi. 27. október 2021 12:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Innanríkisráðherra Bretlands gefur grænt ljós á framsal Assange Priti Patel innanríkisráðherra Bretlands hefur gefið grænt ljós á framsal Julians Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. 17. júní 2022 09:33
Ögmundur og Kristinn segja meðferðina á Assange ekkert annað en pyndingar Mótmælendur kröfuðst þess fyrir utan breska sendiráðið í dag að Julian Assange stofnandi WikiLeaks verði nú þegar látinn laus úr bresku fangelsi og þar með ekki framseldur til Bandaríkjana. Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra segir að þar biði hans allt að 170 ára fangelsi. 22. desember 2021 15:09
Líf Assange í húfi og loforð Bandaríkjastjórnar innantóm Dómstóll í Lundúnum tekur nú fyrir áfrýjunarbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna framsals Julians Assange en framsalsbeiðninni var hafnað í upphafi árs. Ritstjóri WikiLeaks segir heilsu Assange vera í húfi og gefur lítið fyrir fullyrðingar Bandaríkjamanna um að Assange verði í öruggum höndum þar í landi. 27. október 2021 12:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent