Löng hefð er fyrir því að forseti Íslands veiti fálkaorðuna á þjóðhátíðardaginn 17. júní.
Hér að neðan er listi yfir þá sem hlutu heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu að þessu sinni:
- Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari, riddarakross fyrir framlag til tónlistarflutnings.
- Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur, riddarakross fyrir störf á vettvangi vísinda og þekkingarmiðlunar.
- Drífa Hjartardóttir, bóndi og fyrrverandi alþingismaður, riddarakross fyrir sveitarstjórnarstörf og framlag til menningarmála í heimabyggð.
- Fríða Björk Ingvarsdóttir rektor, riddarakross fyrir framlag til menntamála á háskólastigi.
- Guðmundur Gunnarsson veiðarfærameistari, riddarakross fyrir frumkvöðlastarf á vettvangi sjávarútvegs og þróun veiðarfæra.
- Guðni Guðmundsson bóndi, riddarakross fyrir framlag til umhverfisverndar og samfélagsþjónustu.
- Karen J. Sturlaugsson, tónlistarkennari og hljómsveitarstjórnandi, riddarakross fyrir framlag til tónlistaruppeldis ungmenna.
- Magnús Jakobsson, fyrrverandi formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, riddarakross fyrir framlag til íþrótta- og æskulýðsstarfs.
- Mats Wibe Lund ljósmyndari, riddarakross fyrir störf á vettvangi ljósmyndunar og menningar.
- Már Kristjánsson yfirlæknir, riddarakross fyrir framlag til meðferðar smitsjúkdóma og baráttu við Covid-19.
- Ólöf Margrét Magnúsdóttir sérkennari, riddarakross fyrir framlag til sérkennslu og málefna barna með fötlun.
- Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hjúkrunarfræðingur, riddarakross fyrir störf í þágu heilbrigðisþjónustu og baráttu við Covid-19.
- Rúna Sif Rafnsdóttir sjúkraliði, riddarakross fyrir framlag í þágu mannúðar.
- Örlygur Richter, fyrrverandi skólastjóri, riddarakross fyrir störf á vettvangi félags- og skólamála.
Í orðunefnd eiga nú sæti:
- Kristín Ingólfsdóttir, fv. háskólarektor og formaður nefndarinnar
- Bogi Ágústsson fréttamaður
- Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
- Jón Egill Egilsson, fv. sendiherra
- Svanfríður Jónasdóttir, fv. bæjarstjóri og fv. alþingismaður
- Sif Gunnarsdóttir, orðuritari