Egill Thorarensen komin á stall á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. júní 2022 20:03 Margir eru á því að styttan líkist Agli Ólafssyni, Stuðmanni en þetta er þó Egill Thorarensen sjálfur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Stytta af Agli Thorarensen hefur verið sett á stall á torginu í miðbæ Selfoss en Egill var mikill athafnamaður á Suðurlandi í áratugi og ruddi Selfoss braut, sem höfuðstað Suðurlands og Þorlákshöfn, sem hafnarbæ. Lúðrasveit Selfoss setti athöfnina vegna styttu afhjúpunarinnar síðdegis í gær með því að spila nokkur lög í nýja miðbænum. Karlakór Selfoss söng nokkur lög og Guðni Ágústsson flutti ávarp, ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni og Fjólu Kristinsdóttur, nýjum bæjarstjóra í Árborg. Grímur Arnarsson, barnabarn Egils Thorarensen sagði líka nokkur orð um afa sinn. Egill fæddist 1897 og dó 1961. Hann var meðal annars kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga til fjölda ára en kaupfélagið var þá stórveldi í verslun, þjónustu og iðnaði í Árnessýslu. Selfyssingar og aðrir áhugasamir um styttuna fjölmenntu við athöfnina í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það kom í hlut afkomenda Egils að afhjúpa styttuna að viðstöddu fjölmenni. Halla Gunnarsdóttir, listamaður gerði styttuna í Englandi en verkið var í vinnslu í um 10 mánuði. „Hann var náttúrulega bara frumkvöðull og foringi. Skipstjóri í eðli sínu og leiddi stórar hreyfingar áfram veginn og er guðfaðir Selfoss,“ segir Guðni Ágústsson, formaður Styttubandsins. Guðni Ágústsson er í forsvari fyrir styttuverkefnið og er mjög stoltur af styttunni af Agli.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum nauðalíkir, sama nefið og allt eins. Ég er alveg sannfærður um að styttan af afi eigi eftir að vekja mikla athygli hér, styttan á eftir að verða mest myndaða stytta á Íslandi, ég held að það sé engin vafi á því,“ segir Grímur Arnarson, barnabarn Egils. Grímur við hlið afa síns, já, eru ekki nefin ekki nákvæmlega eins? Svo segir Grímur allavega.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í lok hátíðarinnar söng Kristján Jóhannsson Hrausta menn með Karlakór Selfossi. Styttan, sem tók 10 mánuði að vinna í Englandi og er nú komin upp á stall á Selfossi rétt við hringtorgið við Ölfusárbrú.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Menning Styttur og útilistaverk Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Sjá meira
Lúðrasveit Selfoss setti athöfnina vegna styttu afhjúpunarinnar síðdegis í gær með því að spila nokkur lög í nýja miðbænum. Karlakór Selfoss söng nokkur lög og Guðni Ágústsson flutti ávarp, ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni og Fjólu Kristinsdóttur, nýjum bæjarstjóra í Árborg. Grímur Arnarsson, barnabarn Egils Thorarensen sagði líka nokkur orð um afa sinn. Egill fæddist 1897 og dó 1961. Hann var meðal annars kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga til fjölda ára en kaupfélagið var þá stórveldi í verslun, þjónustu og iðnaði í Árnessýslu. Selfyssingar og aðrir áhugasamir um styttuna fjölmenntu við athöfnina í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það kom í hlut afkomenda Egils að afhjúpa styttuna að viðstöddu fjölmenni. Halla Gunnarsdóttir, listamaður gerði styttuna í Englandi en verkið var í vinnslu í um 10 mánuði. „Hann var náttúrulega bara frumkvöðull og foringi. Skipstjóri í eðli sínu og leiddi stórar hreyfingar áfram veginn og er guðfaðir Selfoss,“ segir Guðni Ágústsson, formaður Styttubandsins. Guðni Ágústsson er í forsvari fyrir styttuverkefnið og er mjög stoltur af styttunni af Agli.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum nauðalíkir, sama nefið og allt eins. Ég er alveg sannfærður um að styttan af afi eigi eftir að vekja mikla athygli hér, styttan á eftir að verða mest myndaða stytta á Íslandi, ég held að það sé engin vafi á því,“ segir Grímur Arnarson, barnabarn Egils. Grímur við hlið afa síns, já, eru ekki nefin ekki nákvæmlega eins? Svo segir Grímur allavega.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í lok hátíðarinnar söng Kristján Jóhannsson Hrausta menn með Karlakór Selfossi. Styttan, sem tók 10 mánuði að vinna í Englandi og er nú komin upp á stall á Selfossi rétt við hringtorgið við Ölfusárbrú.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Menning Styttur og útilistaverk Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Sjá meira