„Lokapróf gamaldags kúgunartæki feðraveldis embættismanna“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. júní 2022 21:31 Jón Már Héðinsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, lét af störfum í dag eftir fjóra áratugi hjá skólanum. Skapti Hallgrímsson Jón Már Héðinsson, sem lætur nú af starfi skólameistara Menntaskólans á Akureyri, sagði á brautskráningu skólans í dag að hugmyndafræði lokaprófa væri ekki lengur ráðandi í skólanum, enda væru lokapróf gamaldags kúgunartæki feðraveldis embættismanna. Brautskráningarræðan og brautskráning þeirra 150 nemenda sem útskrifuðust í dag voru síðustu verk Jóns sem skólameistara við skólann. Hann hefur verið skólameistari Menntaskólans á Akureyri frá 2003 og hefur starfað við skólann í meira en fjóra áratugi. Úrelt kúgunartæki feðraveldisins Í ræðunni lýsti Jón Már lokaprófum sem gamaldags kúgunartæki feðraveldis embættismanna. Þau væru „þægilegt guðlegt tæki“ til að flokka fólk en hefðu ekkert með nám og menntun að gera. „Það þarf ekki að fara langt aftur í tíma til að rifja upp að þetta tæki sendi alla með lesörðugleika burt, alla með of ríka athygli burt, alla sem áttu erfitt með að sitja stilltir og svo mætti telja,“ sagði Jón Már í ræðunni í morgun. Jón Már talaði tæpitungulaust í ræðu sinni á brautskráningunni í dag og kallaði lokapróf kúgunartæki feðraveldisins.Skapti Hallgrímsson Hann sagði að í MA hefði í nokkurn tíma verið stefnt frá flokkun af slíku tagi. Það hefði verið gert „með starfsþróun kennara, öflugri fagstjórn, samstarfi og samþættingu greina, aukinni námsráðgjöf og sálfræðiþjónustu en fyrst og fremst með því að treysta starfsfólki og nemendum til þess að vilja gera eins vel og mögulegt er.“ „Það þarf að hafa fyrir bóknámi eins og öllu öðru námi, það þarf að sýna því áhuga og ástundun. Nám er þroskasamtal til skilnings, þar sem þekking er tengd saman og býr til nýja hugsun, nám,“ sagði skólameistarinn í ræðunni. Stuðningur við nemendur mikilvægur Fyrr í ræðunni nefndi Jón Már að nemendahópur skólans væri fjölbreyttur, því í langan tíma „höfum við tekið alla inn í skólann sem hafa lokið hæfnimarkmiðum grunnskólans, hér geta allir náð árangri sýni þeir áhuga og seiglu.“ Hann sagði að í MA teldu þau mikilvægt að veita nemendum góðan stuðning og leiðsögn svo þeir hrökklist ekki frá námi ef eitthvað bjátar á. Það þyrfti hugkvæmni til að koma til móts við fjölbreyttan nemendahópinn og til þess hefði skólinn öflugt stoðteymi sem tæki vel utan um nemendur. Hann sagði að starf stoðteymisins, sem innihéldi tvo náms-og starfsráðgjafa og skólasálfræðing, hafi spurst út og að foreldrar treystu skólanum fyrir börnum sínum „af því að við höfum sérfræðinga á staðnum með úrræði.“ Nánar má lesa um ræðu Jóns Más í frétt Skapta Hallgrímssonar á Akureyri.net. Akureyri Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Brautskráði 150 stúdenta og lét af störfum eftir 42 ára starf hjá MA Menntaskólanum á Akureyri var slitið í 142. sinn við brautskráningu stúdenta í dag, 17. júní. Alls voru 150 stúdentar brautskráðir frá skólanum. Brautskráningin var síðasta verk Jóns Más Héðinssonar, skólameistara, sem lét af störfum eftir 42 ár hjá skólanum auk tveggja annarra starfsmanna sem hafa unnið þar í áratugi. 17. júní 2022 18:02 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Brautskráningarræðan og brautskráning þeirra 150 nemenda sem útskrifuðust í dag voru síðustu verk Jóns sem skólameistara við skólann. Hann hefur verið skólameistari Menntaskólans á Akureyri frá 2003 og hefur starfað við skólann í meira en fjóra áratugi. Úrelt kúgunartæki feðraveldisins Í ræðunni lýsti Jón Már lokaprófum sem gamaldags kúgunartæki feðraveldis embættismanna. Þau væru „þægilegt guðlegt tæki“ til að flokka fólk en hefðu ekkert með nám og menntun að gera. „Það þarf ekki að fara langt aftur í tíma til að rifja upp að þetta tæki sendi alla með lesörðugleika burt, alla með of ríka athygli burt, alla sem áttu erfitt með að sitja stilltir og svo mætti telja,“ sagði Jón Már í ræðunni í morgun. Jón Már talaði tæpitungulaust í ræðu sinni á brautskráningunni í dag og kallaði lokapróf kúgunartæki feðraveldisins.Skapti Hallgrímsson Hann sagði að í MA hefði í nokkurn tíma verið stefnt frá flokkun af slíku tagi. Það hefði verið gert „með starfsþróun kennara, öflugri fagstjórn, samstarfi og samþættingu greina, aukinni námsráðgjöf og sálfræðiþjónustu en fyrst og fremst með því að treysta starfsfólki og nemendum til þess að vilja gera eins vel og mögulegt er.“ „Það þarf að hafa fyrir bóknámi eins og öllu öðru námi, það þarf að sýna því áhuga og ástundun. Nám er þroskasamtal til skilnings, þar sem þekking er tengd saman og býr til nýja hugsun, nám,“ sagði skólameistarinn í ræðunni. Stuðningur við nemendur mikilvægur Fyrr í ræðunni nefndi Jón Már að nemendahópur skólans væri fjölbreyttur, því í langan tíma „höfum við tekið alla inn í skólann sem hafa lokið hæfnimarkmiðum grunnskólans, hér geta allir náð árangri sýni þeir áhuga og seiglu.“ Hann sagði að í MA teldu þau mikilvægt að veita nemendum góðan stuðning og leiðsögn svo þeir hrökklist ekki frá námi ef eitthvað bjátar á. Það þyrfti hugkvæmni til að koma til móts við fjölbreyttan nemendahópinn og til þess hefði skólinn öflugt stoðteymi sem tæki vel utan um nemendur. Hann sagði að starf stoðteymisins, sem innihéldi tvo náms-og starfsráðgjafa og skólasálfræðing, hafi spurst út og að foreldrar treystu skólanum fyrir börnum sínum „af því að við höfum sérfræðinga á staðnum með úrræði.“ Nánar má lesa um ræðu Jóns Más í frétt Skapta Hallgrímssonar á Akureyri.net.
Akureyri Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Brautskráði 150 stúdenta og lét af störfum eftir 42 ára starf hjá MA Menntaskólanum á Akureyri var slitið í 142. sinn við brautskráningu stúdenta í dag, 17. júní. Alls voru 150 stúdentar brautskráðir frá skólanum. Brautskráningin var síðasta verk Jóns Más Héðinssonar, skólameistara, sem lét af störfum eftir 42 ár hjá skólanum auk tveggja annarra starfsmanna sem hafa unnið þar í áratugi. 17. júní 2022 18:02 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Brautskráði 150 stúdenta og lét af störfum eftir 42 ára starf hjá MA Menntaskólanum á Akureyri var slitið í 142. sinn við brautskráningu stúdenta í dag, 17. júní. Alls voru 150 stúdentar brautskráðir frá skólanum. Brautskráningin var síðasta verk Jóns Más Héðinssonar, skólameistara, sem lét af störfum eftir 42 ár hjá skólanum auk tveggja annarra starfsmanna sem hafa unnið þar í áratugi. 17. júní 2022 18:02