Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Eiður Þór Árnason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 18. júní 2022 10:33 Ferjan Baldur var smíðuð árið 1979 og kom á Breiðafjörð árið 2015. Hún mun brátt víkja fyrir gamla Herjólfi sem mun taka við siglingaleiðinni. Vísir/Sigurjón Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu en Baldur hefur verið vélarvana í meira en klukkustund. Mbl.is greindi fyrst frá málinu. Ásgeir segir að reynt verði að koma ferjunni norðar og flytja farþega í björgunarbáta. Þá muni áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar mögulega taka þátt í aðgerðinni. Búið er að virkja samhæfingarstöðina í Skógarhlíð og unnið er að því að gera varðskipið Þór klárt til brottfarar frá Reykjavík. Vonast til að geta siglt ferjunni aftur í land Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða sem annast rekstur ferjunnar, segir í samtali við fréttastofu að bilun hafi komið upp í gír skipsins sem virðist nú vera kominn í lag. Nú sé verið að gera athuganir á vélinni og ef allt gangi eftir verði akkerið losað og ferjunni siglt aftur til hafnar í Stykkishólmi á eigin vélarafli. Að sögn Gunnlaugs verður aðgerðin unnin í samstarfi við Landhelgisgæsluna og mun skipið Björgin sigla með ferjunni og vera henni til halds á trausts á leiðinni. Eiga von á nýrri ferju Bilunin kom upp einungis nokkrum mínútum eftir að ferjan lagði frá höfn klukkan níu í morgun. Akkeri var sett út í kjölfarið og Landhelgisgæslunni gert viðvart auk björgunarsveitarinnar á Stykkishólmi. Þá var annar bátur Sæferða verið sendur til móts við ferjuna og er nú á vettvangi. Gunnlaugur segir 102 farþega vera um borð í Baldri, níu manna áhöfn, 32 bílar og tvö mótorhjól. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem tæknileg vandræði hrjá farþegaferjuna og segir Gunnlaugur að allir séu sammála um að það þurfi að koma nýtt skip á Breiðafjörð. „Það er búið að ákveða að það komi nýtt skip á Breiðafjörðinn næsta haust og við eins og allir aðrir fögnum því. Við erum algjörlega sammála því að það þurfi að vera þarna öruggar og góðar samgöngur.“ Vegagerðin hafi ákveðið að Herjólfur þriðji komi á Breiðafjörð í september á næsta ári. Ferjan Baldur var smíðuð árið 1979 og kom á Breiðafjörð árið 2015. Fréttin var uppfærð klukkan 11 með viðtali við framkvæmdastjóra Sæferða. Ferjan Baldur Samgöngur Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu en Baldur hefur verið vélarvana í meira en klukkustund. Mbl.is greindi fyrst frá málinu. Ásgeir segir að reynt verði að koma ferjunni norðar og flytja farþega í björgunarbáta. Þá muni áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar mögulega taka þátt í aðgerðinni. Búið er að virkja samhæfingarstöðina í Skógarhlíð og unnið er að því að gera varðskipið Þór klárt til brottfarar frá Reykjavík. Vonast til að geta siglt ferjunni aftur í land Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða sem annast rekstur ferjunnar, segir í samtali við fréttastofu að bilun hafi komið upp í gír skipsins sem virðist nú vera kominn í lag. Nú sé verið að gera athuganir á vélinni og ef allt gangi eftir verði akkerið losað og ferjunni siglt aftur til hafnar í Stykkishólmi á eigin vélarafli. Að sögn Gunnlaugs verður aðgerðin unnin í samstarfi við Landhelgisgæsluna og mun skipið Björgin sigla með ferjunni og vera henni til halds á trausts á leiðinni. Eiga von á nýrri ferju Bilunin kom upp einungis nokkrum mínútum eftir að ferjan lagði frá höfn klukkan níu í morgun. Akkeri var sett út í kjölfarið og Landhelgisgæslunni gert viðvart auk björgunarsveitarinnar á Stykkishólmi. Þá var annar bátur Sæferða verið sendur til móts við ferjuna og er nú á vettvangi. Gunnlaugur segir 102 farþega vera um borð í Baldri, níu manna áhöfn, 32 bílar og tvö mótorhjól. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem tæknileg vandræði hrjá farþegaferjuna og segir Gunnlaugur að allir séu sammála um að það þurfi að koma nýtt skip á Breiðafjörð. „Það er búið að ákveða að það komi nýtt skip á Breiðafjörðinn næsta haust og við eins og allir aðrir fögnum því. Við erum algjörlega sammála því að það þurfi að vera þarna öruggar og góðar samgöngur.“ Vegagerðin hafi ákveðið að Herjólfur þriðji komi á Breiðafjörð í september á næsta ári. Ferjan Baldur var smíðuð árið 1979 og kom á Breiðafjörð árið 2015. Fréttin var uppfærð klukkan 11 með viðtali við framkvæmdastjóra Sæferða.
Ferjan Baldur Samgöngur Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent