LaLiga í hart | Samningar Mbappe og Messi í hættu Atli Arason skrifar 18. júní 2022 11:30 Messi og Mbappe gætu verið á förum frá PSG ef áætlanir LaLiga ganga eftir. Getty Images Spænska úrvalsdeildin, LaLiga, ætlar að höfða mál fyrir franska dómstóla vegna samnings Kylian Mbappe við Paris Saint-Germain. Deildin telur samninginn ólöglegan og brjóta gegn reglum knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, um fjárhagslegt háttvísi (e. Financial Fair Play). LaLiga hefur áður sent inn formlega kvörtun en nú er málið á leið í réttarsalinn þar sem dómstólar í Frakklandi þurfa að útkljá ágreining um lögmæti samnings Mbappe. „Við erum að leitast eftir nýju fordæmi, svipað og Bosman reglan sem gjörbreytti markaðinum,“ sagði franski lögfræðingurinn Juan Branco á fréttamannafundi í París í gær. Bosman reglan tók gildi árið 1995 en samkvæmt henni mega leikmenn skipta um lið þegar samningur leikmanns rennur út, án þess að fyrra félagið fái borgað fyrir leikmanninn. Reglan tók gildi eftir að Jean-Marc Bosman vann ágreiningsmál við félagslið sitt, RFC Liège, fyrir Evrópudómstólum það ár. Juan Branco, sem er 32 ára, var fenginn til þess að sjá um málareksturinn í Frakklandi af Javier Tebas, forseta LaLiga. Branco segir umbjóðendur sína tilbúna að fara með málið eins langt og það þarf og segist handviss um að dómstólar á hæsta stigi Evrópu verði sammála honum. „Við vitum að þetta verður erfitt fyrir frönskum dómstólum, í ljósi þess að Macron forseti bað Mbappe um að vera áfram í París,“ sagði Branco, sem hefur lengi haft horn í síðu Macron forseta. Vilja að allir samningar verði ógildir Lögfræðingurinn útskýrði að hann myndi biðja íþróttamálaráðherra Frakklands, Amelie Oudea-Castera að ógilda samninga alla leikmanna PSG sem voru undirritaðir eftir 25 júní 2021, þegar síðasta athugun franskra yfirvalda fór fram. Lögfræðingurinn Juan Branco.AFP „Eins og staðan er í dag, þá má Mbappe ekki spila fyrir PSG,“ sagði lögfræðingurinn. Telja þeir að PSG brjóti einnig reglugerð Evrópusambandsins um Evrópu sem einn markað og frjálsa samkeppni. Mismunur á reglugerð í frönsku deildinni og þeirri spænsku skapi ójafnvægi á milli landanna sem er ólöglegt að mati Branco. Lionel Messi skrifaði undir samning við PSG í ágúst 2021, eftir að Barcelona gat ekki boðið honum nýjan samning vegna fjárhagsreglna spænsku deildarinnar. Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sjá meira
Deildin telur samninginn ólöglegan og brjóta gegn reglum knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, um fjárhagslegt háttvísi (e. Financial Fair Play). LaLiga hefur áður sent inn formlega kvörtun en nú er málið á leið í réttarsalinn þar sem dómstólar í Frakklandi þurfa að útkljá ágreining um lögmæti samnings Mbappe. „Við erum að leitast eftir nýju fordæmi, svipað og Bosman reglan sem gjörbreytti markaðinum,“ sagði franski lögfræðingurinn Juan Branco á fréttamannafundi í París í gær. Bosman reglan tók gildi árið 1995 en samkvæmt henni mega leikmenn skipta um lið þegar samningur leikmanns rennur út, án þess að fyrra félagið fái borgað fyrir leikmanninn. Reglan tók gildi eftir að Jean-Marc Bosman vann ágreiningsmál við félagslið sitt, RFC Liège, fyrir Evrópudómstólum það ár. Juan Branco, sem er 32 ára, var fenginn til þess að sjá um málareksturinn í Frakklandi af Javier Tebas, forseta LaLiga. Branco segir umbjóðendur sína tilbúna að fara með málið eins langt og það þarf og segist handviss um að dómstólar á hæsta stigi Evrópu verði sammála honum. „Við vitum að þetta verður erfitt fyrir frönskum dómstólum, í ljósi þess að Macron forseti bað Mbappe um að vera áfram í París,“ sagði Branco, sem hefur lengi haft horn í síðu Macron forseta. Vilja að allir samningar verði ógildir Lögfræðingurinn útskýrði að hann myndi biðja íþróttamálaráðherra Frakklands, Amelie Oudea-Castera að ógilda samninga alla leikmanna PSG sem voru undirritaðir eftir 25 júní 2021, þegar síðasta athugun franskra yfirvalda fór fram. Lögfræðingurinn Juan Branco.AFP „Eins og staðan er í dag, þá má Mbappe ekki spila fyrir PSG,“ sagði lögfræðingurinn. Telja þeir að PSG brjóti einnig reglugerð Evrópusambandsins um Evrópu sem einn markað og frjálsa samkeppni. Mismunur á reglugerð í frönsku deildinni og þeirri spænsku skapi ójafnvægi á milli landanna sem er ólöglegt að mati Branco. Lionel Messi skrifaði undir samning við PSG í ágúst 2021, eftir að Barcelona gat ekki boðið honum nýjan samning vegna fjárhagsreglna spænsku deildarinnar.
Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sjá meira