Samgöngur við sunnanverða Vestfirði séu tifandi tímasprengja Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júní 2022 19:56 Farþegar Baldurs sátu fastir í meira en fimm klukkustundir eftir að ferjan varð vélarvana í morgun. Vísir/Sigurjón Sveitarstjóri á Vestfjörðum segir óviðunandi að farþegaferjan Baldur, sem siglir frá Snæfellsnesi yfir á Breiðafjörð, bili ítrekað með tilheyrandi röskun á samgöngum. Slæmir innviðir á sunnanverðum Vestfjörðum séu tifandi tímasprengja. Farþegar sátu fastir í meira en fimm tíma vegna bilunar í morgun. Baldur varð vélarvana aðeins nokkur hundruð metra frá landi í Stykkishólmi í morgun, með yfir hundrað manns um borð. Farþegi sem fréttastofa ræddi við á meðan Baldur var enn úti á sjó, þá fjórum tímum eftir að ferjan varð vélarvana, bar sig vel. Fólki hafi verið tjáð að engin hætta væri á ferðum, og unnið væri að viðgerð. Eftir að búið hafi verið að laga vélina hafi akkeri ferjunnar hins vegar verið fast í um klukkustund. Til allrar hamingju hafi verið gott veður, logn og sólskin. Farþegar hafi náð að halda ró sinni. Baldur siglir frá Stykkishólmi, út í Flatey, yfir á Brjánslæk á Vestfjörðum og til baka. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bilun kemur upp í Baldri á leiðinni yfir Breiðafjörð. Ferjan bilaði til að mynda á síðasta ári og árið þar á undan. Tifandi tímasprengja Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðar, segir mál að linni. Úrbóta sé þörf. „Þetta er gömul ferja, það er ein vél sem getur bilað, eins og gerðist í morgun, og hættuleg leið. Þetta er bara ekki boðlegt.“ Haustið 2023 stendur til að skipta Baldri út fyrir Herjólf III, en fyrst þarf þó að bæta hafnirnar sem undir eru, svo það gangi eftir. Ólafur Þór Ólafsson er sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps.Tálknafjörður „En auðvitað er engin framtíðarlausn í þessu nema það komi ný og öflug ferja sem fari þessa leið og það er krafa okkar á sunnanverðum Vestfjörðum að það verði bara farið í það verkefn af fullum krafti.“ Ólafur segir úrbóta ekki síður þörf í vegakerfinu. Samgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum séu einfaldlega ekki nógu góðar. „Þetta er lífshættulegt og tifandi tímasprengja hvenær eitthvað alvarlegt kemur upp á. Þess vegna skiptir máli að þessar samgöngur við okkur á sunnanverðum Vestfjörðum séu teknar upp á borðið og ofar á forgangslistann.“ Ferjan Baldur Stykkishólmur Tálknafjörður Vesturbyggð Samgöngur Tengdar fréttir Baldur kominn í höfn: „Þetta fór blessunarlega vel“ Búið er að binda ferjuna Baldur við Stykkishólmshöfn, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Ferjan varð aflvana norður af Stykkishólmi í morgun, eða um 300 metra frá landi. 18. júní 2022 15:45 Algjörlega óboðlegt að leggja líf fólks í hættu Bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps segir margoft hafa verið bent á það öryggisleysi sem fylgi því að vera með gamalt skip í siglingum yfir Breiðafjörð sem hafi ítrekað bilað. Breiðafjarðarferjan Baldur varð vélarvana í Breiðafirði í morgun, einungis nokkrum mínútum eftir að hún fór frá landi. 18. júní 2022 14:08 Alltaf hætta á ferðum þegar skip séu svo nálægt klettum og landi Yfir hundrað farþegar bíða eftir því að komast í land eftir að farþegaferjan Baldur varð vélarvana á Breiðafirði í morgun, nokkrum mínútum eftir að hún lagði úr höfn frá Stykkishólmi. 18. júní 2022 12:53 Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. 18. júní 2022 10:33 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Baldur varð vélarvana aðeins nokkur hundruð metra frá landi í Stykkishólmi í morgun, með yfir hundrað manns um borð. Farþegi sem fréttastofa ræddi við á meðan Baldur var enn úti á sjó, þá fjórum tímum eftir að ferjan varð vélarvana, bar sig vel. Fólki hafi verið tjáð að engin hætta væri á ferðum, og unnið væri að viðgerð. Eftir að búið hafi verið að laga vélina hafi akkeri ferjunnar hins vegar verið fast í um klukkustund. Til allrar hamingju hafi verið gott veður, logn og sólskin. Farþegar hafi náð að halda ró sinni. Baldur siglir frá Stykkishólmi, út í Flatey, yfir á Brjánslæk á Vestfjörðum og til baka. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bilun kemur upp í Baldri á leiðinni yfir Breiðafjörð. Ferjan bilaði til að mynda á síðasta ári og árið þar á undan. Tifandi tímasprengja Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðar, segir mál að linni. Úrbóta sé þörf. „Þetta er gömul ferja, það er ein vél sem getur bilað, eins og gerðist í morgun, og hættuleg leið. Þetta er bara ekki boðlegt.“ Haustið 2023 stendur til að skipta Baldri út fyrir Herjólf III, en fyrst þarf þó að bæta hafnirnar sem undir eru, svo það gangi eftir. Ólafur Þór Ólafsson er sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps.Tálknafjörður „En auðvitað er engin framtíðarlausn í þessu nema það komi ný og öflug ferja sem fari þessa leið og það er krafa okkar á sunnanverðum Vestfjörðum að það verði bara farið í það verkefn af fullum krafti.“ Ólafur segir úrbóta ekki síður þörf í vegakerfinu. Samgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum séu einfaldlega ekki nógu góðar. „Þetta er lífshættulegt og tifandi tímasprengja hvenær eitthvað alvarlegt kemur upp á. Þess vegna skiptir máli að þessar samgöngur við okkur á sunnanverðum Vestfjörðum séu teknar upp á borðið og ofar á forgangslistann.“
Ferjan Baldur Stykkishólmur Tálknafjörður Vesturbyggð Samgöngur Tengdar fréttir Baldur kominn í höfn: „Þetta fór blessunarlega vel“ Búið er að binda ferjuna Baldur við Stykkishólmshöfn, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Ferjan varð aflvana norður af Stykkishólmi í morgun, eða um 300 metra frá landi. 18. júní 2022 15:45 Algjörlega óboðlegt að leggja líf fólks í hættu Bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps segir margoft hafa verið bent á það öryggisleysi sem fylgi því að vera með gamalt skip í siglingum yfir Breiðafjörð sem hafi ítrekað bilað. Breiðafjarðarferjan Baldur varð vélarvana í Breiðafirði í morgun, einungis nokkrum mínútum eftir að hún fór frá landi. 18. júní 2022 14:08 Alltaf hætta á ferðum þegar skip séu svo nálægt klettum og landi Yfir hundrað farþegar bíða eftir því að komast í land eftir að farþegaferjan Baldur varð vélarvana á Breiðafirði í morgun, nokkrum mínútum eftir að hún lagði úr höfn frá Stykkishólmi. 18. júní 2022 12:53 Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. 18. júní 2022 10:33 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Baldur kominn í höfn: „Þetta fór blessunarlega vel“ Búið er að binda ferjuna Baldur við Stykkishólmshöfn, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Ferjan varð aflvana norður af Stykkishólmi í morgun, eða um 300 metra frá landi. 18. júní 2022 15:45
Algjörlega óboðlegt að leggja líf fólks í hættu Bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps segir margoft hafa verið bent á það öryggisleysi sem fylgi því að vera með gamalt skip í siglingum yfir Breiðafjörð sem hafi ítrekað bilað. Breiðafjarðarferjan Baldur varð vélarvana í Breiðafirði í morgun, einungis nokkrum mínútum eftir að hún fór frá landi. 18. júní 2022 14:08
Alltaf hætta á ferðum þegar skip séu svo nálægt klettum og landi Yfir hundrað farþegar bíða eftir því að komast í land eftir að farþegaferjan Baldur varð vélarvana á Breiðafirði í morgun, nokkrum mínútum eftir að hún lagði úr höfn frá Stykkishólmi. 18. júní 2022 12:53
Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. 18. júní 2022 10:33