Mikið í húfi fyrir Macron í þingkosningunum í dag Eiður Þór Árnason skrifar 19. júní 2022 08:58 Emmanuel Macron Frakklandsforseti þarf á góðu gengi að halda í kosningunum í dag. EPA/GONZALO FUENTES Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram, viku eftir að sókn vinstri bandalags Jean-Luc Mélenchon ógnaði óvænt meirihluta Macron í neðri þingdeildinni. Barist var um öll 577 þingsætin á franska þjóðþinginu í seinustu viku og er nú kosið aftur í þeim kjördæmum þar sem enginn frambjóðandi náði hreinum meirihluta. Munu úrslitin í dag hafa heilmikið að segja um stjórnartíð Macron næstu fimm árin en hann hlaut endurkjör í apríl þegar hann mætti Marine Le Pen í seinni umferð. Óvænt sókn Jean-Luc Mélenchon Vinstrileiðtoginn Jean-Luc Mélenchon, sem naut minni stuðnings en Le Pen í forsetakosningunum, átti síðar eftir að reynast Macron erfiðari áskorun en leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar. Jean-Luc Melenchon, leiðtogi NUPES-bandalags vinstri flokka var sigurreifur eftir niðurstöður fyrri umferðarinnar.EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON Miðjubandalag Macron og vinstribandalagið Nupes undir leiðslu Jean-Luc Mélenchon voru hnífjöfn í fyrri umferð þingkosninganna sem fram fór seinasta sunnudag. Mikið er í húfi fyrir Macron forseta og bandalag hans en hann þarf meirihluta til að ná fram þeim stefnumálum sem hann talaði fyrir í kosningabaráttu sinni í apríl. Þeirra á meðal eru breytingar á skattkerfinu og velferðarkerfinu og hækkun ellilífeyrisaldurs úr 62 árum í 65 ára í skrefum. Jean-Luc Mélenchon hefur meðal annars lofað því að berjast gegn hækkandi vöruverði, lækka ellilífeyrisaldur niður í 60 ár og fara í auknar aðgerðir gegn loftslagsvandanum. Kosningaáróður fyrir framan Saint Mary Major dómkirkjuna í Marseille í suðurhluta Frakklands.Ap/Daniel Cole Tvísýnt hvort hann haldi meirihluta Þrátt fyrir að kannanir bendi til að bandalag Macron muni taka meirihluta sætanna í dag þá spá greinendur að það geti mögulega ekki dugað til að tryggja miðjuflokkunum þau 289 sæti sem þurfi til að halda meirihlutanum á þjóðþinginu. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en kjörstaðir opnuðu klukkan sex í morgun að íslenskum tíma og loka tólf tímum síðar. Greinendur spá því að kjörsókn verði með svipuðu móti og í fyrri umferðinni þegar hún var sú lægsta frá upphafi, eða 47,5 prósent. Í Frakklandi eru einmenningskjördæmi og þingmaður nær kjöri ef hann nær hreinum meirihluta atkvæða. Nái enginn einn hreinum meirihluta í fyrri umferð er kosið á milli tveggja efstu, eða þá þeirra sem hafa náð að minnsta kosti 12,5 prósentum. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Sterkt bandalag vinstriflokka ógnar meirihluta Macron Miðjubandalag Emmanuels Macron Frakklandsforseta og bandalag vinstri flokka sem leitt er af Jean-Luc Mélenchon virðast nær hnífjöfn eftir fyrstu umferð frönsku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 13. júní 2022 08:01 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Barist var um öll 577 þingsætin á franska þjóðþinginu í seinustu viku og er nú kosið aftur í þeim kjördæmum þar sem enginn frambjóðandi náði hreinum meirihluta. Munu úrslitin í dag hafa heilmikið að segja um stjórnartíð Macron næstu fimm árin en hann hlaut endurkjör í apríl þegar hann mætti Marine Le Pen í seinni umferð. Óvænt sókn Jean-Luc Mélenchon Vinstrileiðtoginn Jean-Luc Mélenchon, sem naut minni stuðnings en Le Pen í forsetakosningunum, átti síðar eftir að reynast Macron erfiðari áskorun en leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar. Jean-Luc Melenchon, leiðtogi NUPES-bandalags vinstri flokka var sigurreifur eftir niðurstöður fyrri umferðarinnar.EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON Miðjubandalag Macron og vinstribandalagið Nupes undir leiðslu Jean-Luc Mélenchon voru hnífjöfn í fyrri umferð þingkosninganna sem fram fór seinasta sunnudag. Mikið er í húfi fyrir Macron forseta og bandalag hans en hann þarf meirihluta til að ná fram þeim stefnumálum sem hann talaði fyrir í kosningabaráttu sinni í apríl. Þeirra á meðal eru breytingar á skattkerfinu og velferðarkerfinu og hækkun ellilífeyrisaldurs úr 62 árum í 65 ára í skrefum. Jean-Luc Mélenchon hefur meðal annars lofað því að berjast gegn hækkandi vöruverði, lækka ellilífeyrisaldur niður í 60 ár og fara í auknar aðgerðir gegn loftslagsvandanum. Kosningaáróður fyrir framan Saint Mary Major dómkirkjuna í Marseille í suðurhluta Frakklands.Ap/Daniel Cole Tvísýnt hvort hann haldi meirihluta Þrátt fyrir að kannanir bendi til að bandalag Macron muni taka meirihluta sætanna í dag þá spá greinendur að það geti mögulega ekki dugað til að tryggja miðjuflokkunum þau 289 sæti sem þurfi til að halda meirihlutanum á þjóðþinginu. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en kjörstaðir opnuðu klukkan sex í morgun að íslenskum tíma og loka tólf tímum síðar. Greinendur spá því að kjörsókn verði með svipuðu móti og í fyrri umferðinni þegar hún var sú lægsta frá upphafi, eða 47,5 prósent. Í Frakklandi eru einmenningskjördæmi og þingmaður nær kjöri ef hann nær hreinum meirihluta atkvæða. Nái enginn einn hreinum meirihluta í fyrri umferð er kosið á milli tveggja efstu, eða þá þeirra sem hafa náð að minnsta kosti 12,5 prósentum.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Sterkt bandalag vinstriflokka ógnar meirihluta Macron Miðjubandalag Emmanuels Macron Frakklandsforseta og bandalag vinstri flokka sem leitt er af Jean-Luc Mélenchon virðast nær hnífjöfn eftir fyrstu umferð frönsku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 13. júní 2022 08:01 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Sterkt bandalag vinstriflokka ógnar meirihluta Macron Miðjubandalag Emmanuels Macron Frakklandsforseta og bandalag vinstri flokka sem leitt er af Jean-Luc Mélenchon virðast nær hnífjöfn eftir fyrstu umferð frönsku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 13. júní 2022 08:01