14 ára og elskar gamlar dráttarvélar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. júní 2022 20:05 Kristján Steinn Guðmundsson, 14 ára dráttarvélastrákur á Grund í Reykhólasveit, sem býður öllum að koma að sjá dráttarvélarnar á bænum og jafnvel að keyra þær líka. Ekkert kostar að koma í heimsókn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Gamlar og uppgerðar dráttarvélar eru í miklu uppáhaldi hjá 14 ára strák á Reykhólum en hann hefur keyrt dráttarvélar frá því að hann var sex ára gamall. Á bænum er líka Læðan úr Dagvaktinni til sýnis, ásamt öllum dráttarvélunum. Hér erum við að tala um nokkrar gamlar og flottar dráttarvélar á bænum Grund á Reykhólum í Reykhólasveit. Þar er Kristján Steinn, 14 ára allt í öllu þegar dráttarvélarnar á bænum eru annars vegar. „Já, ég held ég hafi veri sex til sjö ára að keyra Farmal Cub, ég stóð alltaf og var bara í einum gír og keyrði og keyrði. Uppáhalds dráttarvélin mín í dag er Zetor 52 11,“ segir Kristján. Og má fólk koma hingað og skoða? „Já, já og það er frítt og öllum er leyfilegt að koma og skoða þær og jafnvel að prófa.“ Kristján keyrir allar dráttarvélarnar á bænum á túninu eins og herforingi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það eru ekki bara gömlu dráttarvélarnar á Grund, sem vekja athygli því þar er líka Læðan úr Dagvaktinni, bílinn hans Ólafs Ragnars úr þáttunum. „Það átti nú að henda henni en við ákváðum að taka hana. Hún er nú gangfær en það þarf að setja geymir í hana, þetta er fínasti bíll,“ segir Kristján. Læðan stendur á hlaðinu við Grund þar sem öllum er velkomið að skoða bílinn, líkt og dráttarvélarnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristján er ekki bara áhugamaður um dráttarvélar því hann er líka fjárbóndi og þegar hann kallar á kindina sína kemur hún hlaupandi til hans með lömbin sín og fær nammi í fötunni hjá honum. Kristján og uppáhalds kindins hans á bænum en hún kemur alltaf hlaupandi til hans þegar hann kallar á hana og er með eitthvað gott í fötunni handa henni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykhólahreppur Landbúnaður Menning Bílar Krakkar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Hér erum við að tala um nokkrar gamlar og flottar dráttarvélar á bænum Grund á Reykhólum í Reykhólasveit. Þar er Kristján Steinn, 14 ára allt í öllu þegar dráttarvélarnar á bænum eru annars vegar. „Já, ég held ég hafi veri sex til sjö ára að keyra Farmal Cub, ég stóð alltaf og var bara í einum gír og keyrði og keyrði. Uppáhalds dráttarvélin mín í dag er Zetor 52 11,“ segir Kristján. Og má fólk koma hingað og skoða? „Já, já og það er frítt og öllum er leyfilegt að koma og skoða þær og jafnvel að prófa.“ Kristján keyrir allar dráttarvélarnar á bænum á túninu eins og herforingi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það eru ekki bara gömlu dráttarvélarnar á Grund, sem vekja athygli því þar er líka Læðan úr Dagvaktinni, bílinn hans Ólafs Ragnars úr þáttunum. „Það átti nú að henda henni en við ákváðum að taka hana. Hún er nú gangfær en það þarf að setja geymir í hana, þetta er fínasti bíll,“ segir Kristján. Læðan stendur á hlaðinu við Grund þar sem öllum er velkomið að skoða bílinn, líkt og dráttarvélarnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristján er ekki bara áhugamaður um dráttarvélar því hann er líka fjárbóndi og þegar hann kallar á kindina sína kemur hún hlaupandi til hans með lömbin sín og fær nammi í fötunni hjá honum. Kristján og uppáhalds kindins hans á bænum en hún kemur alltaf hlaupandi til hans þegar hann kallar á hana og er með eitthvað gott í fötunni handa henni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykhólahreppur Landbúnaður Menning Bílar Krakkar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira