Bestu mörkin: Ef að KR sér ekki hag í því að ná í leikmenn núna þá veit ég ekki hvað Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2022 10:00 KR hóf Íslandsmótið í brekku en fékk svo leikmenn heim úr háskólanámi í Bandaríkjunum og leikheimild fyrir erlenda leikmenn sína. vísir/vilhelm Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Bestu mörkunum lýstu í síðasta þætti áhyggjum sínum af stöðu leikmannamála hjá KR sem situr í fallsæti í Bestu deildinni, að minnsta kosti fram í ágúst. Eftir afar erfiða byrjun á mótinu hafa KR-ingar rétt aðeins úr kútnum í síðustu leikjum með 3-3 jafntefli við Þór/KA á Akureyri og 3-1 sigri gegn Keflavík í Reykjanesbæ. „Í upphafi móts voru útlendingarnir ekki að spila og þær sem voru erlendis í skóla voru ekki komnar. Núna fyrst sýnir liðið að það á alveg heima í þessari deild,“ sagði Helena í Bestu mörkunum en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - KR mun missa leikmenn „Algjörlega,“ tók Harpa Þorsteinsdóttir undir. Maðurinn hennar, Jóhannes Karl Sigursteinsson, stýrði KR í upphafi móts þrátt fyrir að hafa sagt upp í byrjun maí en ein ástæðan sem Jóhannes Karl nefndi fyrir þeirri ákvörðun var hve seint gekk að fá leikheimild fyrir erlenda leikmenn félagsins. „Liðið sem var lagt upp með að myndi spila“ Christopher Harrington og Arnar Páll Garðarsson voru ráðnir til að taka við af Jóhannesi Karli og hafa í höndum stærri og betri leikmannahóp eins og Helena benti á hér að ofan. „Þetta er liðið sem var lagt upp með að myndi spila í efstu deild,“ sagði Helena. „Það sem að maður hefur kannski áhyggjur af er að öll seinni umferðin er eftir og einhverjir leikmenn fara aftur út [í háskólanám í ágúst]. Ég veit ekki hvort það bætast mögulega einhverjar við í staðinn fyrir leikmennina sem fara út. Hvað ætlar KR að gera í seinni hlutanum? Ætla þau að fá fleiri erlenda leikmenn? Því ég held að það sé alveg ljóst að þau verða að styrkja sig fyrir seinni hlutann ef ætlunin er að halda þessari spilamennsku uppi,“ sagði Harpa. „Búið að opna þetta allt saman aftur“ Mist Rúnarsdóttir tók í sama streng: „Það sem að KR hefur haft fram yfir önnur lið í síðustu 3-4 umferðum er að þar er að bætast í hópinn og ferskir fætur að koma inn, á meðan að það er svolítið að halla undan fæti annars staðar hvað varðar hverjar eru heilar heilsu og hve margar mínútur leikmenn taka. Það er spurning hvað gerist þegar þetta núllast út og einhverjar hverfa aftur í nám.“ Helena velti því upp hvort að KR hlyti ekki að sjá sér hag í að ná í leikmenn í félagaskiptaglugganum í júlí, í viðleitni til að halda liðinu uppi í efstu deild: „Með þessum úrslitum, sterku stigi fyrir norðan og sigri í þessum útileik [gegn Keflavík], og að vera búnar að fara á erfiða útivelli… Ef að félagið sér ekki hag í því að ná í leikmenn – þær eiga möguleika eins og önnur lið þarna á botninum – þá veit ég ekki hvað,“ sagði Helena en KR er núna þremur stigum frá næsta örugga sæti. „Það er búið að opna þetta allt saman aftur og þær eru rétt á eftir næstu liðum,“ sagði Mist. Keppni í deildinni hefst að nýju 28. júlí, eftir EM-hléið, en KR er þremur stigum á eftir Keflavík og Þór/KA og stigi fyrir ofan botnlið Aftureldingar. „Fyrir tveimur vikum síðan vorum við að tala um að liðin væru að slítast frá botninum en allt í einu erum við að horfa á rosapakka þar,“ sagði Harpa. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Bestu mörkin Besta deild kvenna KR Tengdar fréttir Spánarferðir, frí án kvaða og skrepptúrar á EM í pásunni löngu Í gær kom íslenska kvennalandsliðið í fótbolta saman til æfinga fyrir Evrópumótið í Englandi. Það þýðir jafnframt að nú er komið frí í Bestu deildinni og því lýkur ekki fyrr en 28. júlí. Mismunandi er hvernig liðin í deildinni nýta hléið. 21. júní 2022 09:00 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Eftir afar erfiða byrjun á mótinu hafa KR-ingar rétt aðeins úr kútnum í síðustu leikjum með 3-3 jafntefli við Þór/KA á Akureyri og 3-1 sigri gegn Keflavík í Reykjanesbæ. „Í upphafi móts voru útlendingarnir ekki að spila og þær sem voru erlendis í skóla voru ekki komnar. Núna fyrst sýnir liðið að það á alveg heima í þessari deild,“ sagði Helena í Bestu mörkunum en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - KR mun missa leikmenn „Algjörlega,“ tók Harpa Þorsteinsdóttir undir. Maðurinn hennar, Jóhannes Karl Sigursteinsson, stýrði KR í upphafi móts þrátt fyrir að hafa sagt upp í byrjun maí en ein ástæðan sem Jóhannes Karl nefndi fyrir þeirri ákvörðun var hve seint gekk að fá leikheimild fyrir erlenda leikmenn félagsins. „Liðið sem var lagt upp með að myndi spila“ Christopher Harrington og Arnar Páll Garðarsson voru ráðnir til að taka við af Jóhannesi Karli og hafa í höndum stærri og betri leikmannahóp eins og Helena benti á hér að ofan. „Þetta er liðið sem var lagt upp með að myndi spila í efstu deild,“ sagði Helena. „Það sem að maður hefur kannski áhyggjur af er að öll seinni umferðin er eftir og einhverjir leikmenn fara aftur út [í háskólanám í ágúst]. Ég veit ekki hvort það bætast mögulega einhverjar við í staðinn fyrir leikmennina sem fara út. Hvað ætlar KR að gera í seinni hlutanum? Ætla þau að fá fleiri erlenda leikmenn? Því ég held að það sé alveg ljóst að þau verða að styrkja sig fyrir seinni hlutann ef ætlunin er að halda þessari spilamennsku uppi,“ sagði Harpa. „Búið að opna þetta allt saman aftur“ Mist Rúnarsdóttir tók í sama streng: „Það sem að KR hefur haft fram yfir önnur lið í síðustu 3-4 umferðum er að þar er að bætast í hópinn og ferskir fætur að koma inn, á meðan að það er svolítið að halla undan fæti annars staðar hvað varðar hverjar eru heilar heilsu og hve margar mínútur leikmenn taka. Það er spurning hvað gerist þegar þetta núllast út og einhverjar hverfa aftur í nám.“ Helena velti því upp hvort að KR hlyti ekki að sjá sér hag í að ná í leikmenn í félagaskiptaglugganum í júlí, í viðleitni til að halda liðinu uppi í efstu deild: „Með þessum úrslitum, sterku stigi fyrir norðan og sigri í þessum útileik [gegn Keflavík], og að vera búnar að fara á erfiða útivelli… Ef að félagið sér ekki hag í því að ná í leikmenn – þær eiga möguleika eins og önnur lið þarna á botninum – þá veit ég ekki hvað,“ sagði Helena en KR er núna þremur stigum frá næsta örugga sæti. „Það er búið að opna þetta allt saman aftur og þær eru rétt á eftir næstu liðum,“ sagði Mist. Keppni í deildinni hefst að nýju 28. júlí, eftir EM-hléið, en KR er þremur stigum á eftir Keflavík og Þór/KA og stigi fyrir ofan botnlið Aftureldingar. „Fyrir tveimur vikum síðan vorum við að tala um að liðin væru að slítast frá botninum en allt í einu erum við að horfa á rosapakka þar,“ sagði Harpa. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Bestu mörkin Besta deild kvenna KR Tengdar fréttir Spánarferðir, frí án kvaða og skrepptúrar á EM í pásunni löngu Í gær kom íslenska kvennalandsliðið í fótbolta saman til æfinga fyrir Evrópumótið í Englandi. Það þýðir jafnframt að nú er komið frí í Bestu deildinni og því lýkur ekki fyrr en 28. júlí. Mismunandi er hvernig liðin í deildinni nýta hléið. 21. júní 2022 09:00 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Spánarferðir, frí án kvaða og skrepptúrar á EM í pásunni löngu Í gær kom íslenska kvennalandsliðið í fótbolta saman til æfinga fyrir Evrópumótið í Englandi. Það þýðir jafnframt að nú er komið frí í Bestu deildinni og því lýkur ekki fyrr en 28. júlí. Mismunandi er hvernig liðin í deildinni nýta hléið. 21. júní 2022 09:00
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti