Of veikur listi umsækjenda sendur til Mannréttindadómstólsins Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. júní 2022 14:46 Davíð Þór Björgvinsson, fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, telur líklegast að hugmyndir hafi verið viðraðar innan Evrópuráðsins um að listi umsækjenda Íslands um dómarastöðu við Mannréttindadómstólinn hafi verið of veikur til að leggja til kosningar á Evrópuráðsþingi. samsett/vísir Íslenska ríkið þarf að hefja umsóknarferli um dómarastöðu við Mannréttindadómstól Evrópu að nýju eftir að tveir af þremur umsækjendum, sem tilnefndir voru af íslenska ríkinu, drógu umsókn sína til baka í kjölfar viðtala. RÚV greindi fyrst frá því að Ísland þyrfti að hefja umsóknarferlið á ný. Ísland skipar einn dómara við dómstólinn og hefur Róbert Ragnar Spanó átt sæti í dómstólnum fyrir Íslands hönd frá árinu 2013, þar af síðustu tvö ár sem forseti dómstólsins. Umsækjendur að þessu sinni voru Jónas Þór Guðmundsson hæstaréttarlögmaður, Oddný Mjöll Arnardóttir landsréttardómari og Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður. Heimildir fréttastofu herma að Stefán Geir og Jónas Þór hafi dregið umsóknir sínar til baka og því hafi verið beint til íslenskra stjórnvalda að hefja umsóknarferlið upp á nýtt með þremur hæfum umsækjendum. Sighvatur Arnmundsson, upplýsingafulltrúi í forsætisráðuneytinu, staðfesti í samtali við Vísi að tveir umsækjendur af þremur hafi dregið umsókn sína til baka. „Málið verður tekið upp í fyrramálið á ríkisstjórnarfundi og þá verður gert nánari grein fyrir málinu og næstu skrefum,“ segir Sighvatur. Að sögn Sighvats bárust forsætisráðuneytinu einungis þrjár umsóknir og hæfnisnefnd á vegum ráðuneytisins hafi talið þá alla hæfa til að gegna dómaraembætti við dómstólinn í Strassborg. Sennilega ekki nægilega sterkir umsækjendur Davíð Þór Björgvinsson landsréttardómari og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstólinn segir listann yfir dómara þá sendan til Evrópuráðs. „Listinn er síðan tekinn fyrir í nefnd ráðgjafa á vegum Evrópuráðsins sem tekur kandítana í viðtal. Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist en í kjölfar viðtalanna í byrjun júní drógu þessir tveir umsækjendur umsókn sína til baka og ég tel líklegast að ástæðan fyrir því sé sú að þarna hafi viðraðar hugmyndir um hvort listinn væri of veikur.“ Stefán og Jónas Þór hafi því sennilega ekki verið taldir nægilega sterkir umsækjendur. Jónas Þór og Stefán Geir drógu umsókn sína til baka.samsett Í skýrslu nefndar Evrópuráðs kemur fram að allir þrír umsækjendurnir hafi verið teknir í viðtal 7. júní. Niðurstaða nefndarinnar er sú að fresta því því að skila niðurstöðu sinni með meðmælum sínum til Evrópuráðsins að loknum viðtölum. Ekkert er kemur fram um ástæðu þess að sú ákvörðun var tekin. „Þetta er komið það langt að það er svolítið skrýtið að draga þetta til baka á þessum tímapunkti, þegar það er komið að því að kjósa um þetta á Evrópuráðsþinginu.“ Verður að geta svarað spurningum um Mannréttindasáttmálann Davíð bendir á að reglurnar séu þannig að kjósa þurfi á milli þriggja umsækjenda, allir á lista þurfi að vera ótvírætt hæfir meðal annars til að koma í veg fyrir að dómarar séu pólitískt ráðnir. Að öðrum kosti væri hægt að senda lista með einum hæfum ásamt umsækjendum til uppfyllingar. „Ekki það að þetta séu ekki mætir menn, þeir hafa bara ekki mér vitandi neina reynslu af mannréttindasáttmálanum. Viðtalið gengur út á það að geta svarað ýmsum spurningum um sáttmálann og dómaframkvæmd og vera tiltölulega viðræðuhæfur um þetta allt saman,“ segir Davíð Þór. Hann telur líklegt að Oddný Mjöll verði áfram á listanum og þá þurfi að auglýsa aftur og freista þess að fá aðra tvo umsækjendur sem eru ótvírætt hæfir. Oddný Mjöll Arnardóttir var sú eina sem ekki dró umsókn sína til baka.HÍ/Kristinn Ingvarsson Í skjölum Evrópuráðsins er einnig gert grein fyrir fyrri störfum umsækjenda og öðru sem skipt getur máli við mat á hæfni umsækjenda. Þar er tekið fram að Stefán Geir hafi verið kærður árið 2009 í tengslum við starf sitt sem fyrirtækjalögfræðingur en að kærunni hafi verið vísað frá. Snýr umrætt mál að kæru Ragnhildar Ágústsdóttur á hendur Jóhanni Óla Guðmundssonar, annan aðaleiganda Tals, og Stefáni Geir, þáverandi lögmanns hans, fyrir frelsissviptingu. Hún fullyrti að þeir hafi haldið sér nauðugri í fundarherbergi í höfuðstöðvum Tals í hátt í klukkustund og látið taka farsímanúmer hennar úr sambandi. Hvorki náðist í Jónas Þór né Stefán Geir við vinnslu fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð Mannréttindadómstóll Evrópu Dómstólar Tengdar fréttir Þrjú sóttu um stöðu íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu Þrjár umsóknir bárust um embætti íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu en umsóknarfrestur rann út 14. janúar síðastliðinn. 20. janúar 2022 10:23 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá því að Ísland þyrfti að hefja umsóknarferlið á ný. Ísland skipar einn dómara við dómstólinn og hefur Róbert Ragnar Spanó átt sæti í dómstólnum fyrir Íslands hönd frá árinu 2013, þar af síðustu tvö ár sem forseti dómstólsins. Umsækjendur að þessu sinni voru Jónas Þór Guðmundsson hæstaréttarlögmaður, Oddný Mjöll Arnardóttir landsréttardómari og Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður. Heimildir fréttastofu herma að Stefán Geir og Jónas Þór hafi dregið umsóknir sínar til baka og því hafi verið beint til íslenskra stjórnvalda að hefja umsóknarferlið upp á nýtt með þremur hæfum umsækjendum. Sighvatur Arnmundsson, upplýsingafulltrúi í forsætisráðuneytinu, staðfesti í samtali við Vísi að tveir umsækjendur af þremur hafi dregið umsókn sína til baka. „Málið verður tekið upp í fyrramálið á ríkisstjórnarfundi og þá verður gert nánari grein fyrir málinu og næstu skrefum,“ segir Sighvatur. Að sögn Sighvats bárust forsætisráðuneytinu einungis þrjár umsóknir og hæfnisnefnd á vegum ráðuneytisins hafi talið þá alla hæfa til að gegna dómaraembætti við dómstólinn í Strassborg. Sennilega ekki nægilega sterkir umsækjendur Davíð Þór Björgvinsson landsréttardómari og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstólinn segir listann yfir dómara þá sendan til Evrópuráðs. „Listinn er síðan tekinn fyrir í nefnd ráðgjafa á vegum Evrópuráðsins sem tekur kandítana í viðtal. Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist en í kjölfar viðtalanna í byrjun júní drógu þessir tveir umsækjendur umsókn sína til baka og ég tel líklegast að ástæðan fyrir því sé sú að þarna hafi viðraðar hugmyndir um hvort listinn væri of veikur.“ Stefán og Jónas Þór hafi því sennilega ekki verið taldir nægilega sterkir umsækjendur. Jónas Þór og Stefán Geir drógu umsókn sína til baka.samsett Í skýrslu nefndar Evrópuráðs kemur fram að allir þrír umsækjendurnir hafi verið teknir í viðtal 7. júní. Niðurstaða nefndarinnar er sú að fresta því því að skila niðurstöðu sinni með meðmælum sínum til Evrópuráðsins að loknum viðtölum. Ekkert er kemur fram um ástæðu þess að sú ákvörðun var tekin. „Þetta er komið það langt að það er svolítið skrýtið að draga þetta til baka á þessum tímapunkti, þegar það er komið að því að kjósa um þetta á Evrópuráðsþinginu.“ Verður að geta svarað spurningum um Mannréttindasáttmálann Davíð bendir á að reglurnar séu þannig að kjósa þurfi á milli þriggja umsækjenda, allir á lista þurfi að vera ótvírætt hæfir meðal annars til að koma í veg fyrir að dómarar séu pólitískt ráðnir. Að öðrum kosti væri hægt að senda lista með einum hæfum ásamt umsækjendum til uppfyllingar. „Ekki það að þetta séu ekki mætir menn, þeir hafa bara ekki mér vitandi neina reynslu af mannréttindasáttmálanum. Viðtalið gengur út á það að geta svarað ýmsum spurningum um sáttmálann og dómaframkvæmd og vera tiltölulega viðræðuhæfur um þetta allt saman,“ segir Davíð Þór. Hann telur líklegt að Oddný Mjöll verði áfram á listanum og þá þurfi að auglýsa aftur og freista þess að fá aðra tvo umsækjendur sem eru ótvírætt hæfir. Oddný Mjöll Arnardóttir var sú eina sem ekki dró umsókn sína til baka.HÍ/Kristinn Ingvarsson Í skjölum Evrópuráðsins er einnig gert grein fyrir fyrri störfum umsækjenda og öðru sem skipt getur máli við mat á hæfni umsækjenda. Þar er tekið fram að Stefán Geir hafi verið kærður árið 2009 í tengslum við starf sitt sem fyrirtækjalögfræðingur en að kærunni hafi verið vísað frá. Snýr umrætt mál að kæru Ragnhildar Ágústsdóttur á hendur Jóhanni Óla Guðmundssonar, annan aðaleiganda Tals, og Stefáni Geir, þáverandi lögmanns hans, fyrir frelsissviptingu. Hún fullyrti að þeir hafi haldið sér nauðugri í fundarherbergi í höfuðstöðvum Tals í hátt í klukkustund og látið taka farsímanúmer hennar úr sambandi. Hvorki náðist í Jónas Þór né Stefán Geir við vinnslu fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð
Mannréttindadómstóll Evrópu Dómstólar Tengdar fréttir Þrjú sóttu um stöðu íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu Þrjár umsóknir bárust um embætti íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu en umsóknarfrestur rann út 14. janúar síðastliðinn. 20. janúar 2022 10:23 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Þrjú sóttu um stöðu íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu Þrjár umsóknir bárust um embætti íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu en umsóknarfrestur rann út 14. janúar síðastliðinn. 20. janúar 2022 10:23
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent