Fær ekki líftryggingu eftir að hafa leitað sér hjálpar vegna þunglyndis Árni Sæberg skrifar 21. júní 2022 16:46 TM og VÍS neituðu Stefáni um líftryggingu einfaldlega vegna þess að hann er þunglyndur. Aðsend/Vísir Stefán Árnason hefur fengið synjun á umsókn um líftryggingu frá tveimur vátryggingafélögum. Þau hafa synjað umsóknum hans af þeim ástæðum einum að hann sé þunglyndur og hafi leitað sér hjálpar vegna þess. „TM líftryggingar hf. hefur haft umsókn þína um líf- og sjúkdómatryggingu til skoðunar. Það er niðurstaða áhættumats félagsins að það verður því miður að synja henni vegna nýlegra geðrænna vandamála,“ „Vegna þunglyndis er VÍS því miður ekki reiðubúið að samþykkja tryggingarnar að svo stöddu, og hafnar því tryggingunum á grundvelli 82.gr. vátryggingalaga nr. 30/2004,“ Þetta eru svörin sem Stefáni hafa borist eftir að hafa sótt um líftryggingar hjá TM og VÍS, en hann vakti athygli á málinu í innsendri skoðanagrein hér á Vísi. Í samtali við Vísi segist Stefán líftryggður en að hann vilji nú bæta við trygginguna til að endurspegla betur núverandi stöðu hans hvað varðar tekjur hans og skuldbindingar. Hann segist hafa sett sig í samband við tryggingafélögin og reynt að bjóðast til að greiða hærri iðgjöld fyrir líftryggingu eða samþykkja að settur verði fyrirvari í vátryggingarsamning svo hann gildi ekki um atvik tengdum andlegum veikindum. „Ég hef bara ekki fengið frekari útlistun á þessari neitun,“ segir hann. Enn furðulegra að Sjúkratryggingar taki ekki þátt í sálfræðikostnaði „En svo er stærra mál í þessu að það sé ekki búið að setja þennan málaflokk inn í sjúkratryggingarnar,“ segir Stefán í samtali við Vísi. Árið 2020 var frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, á þá leið að sjúkratryggingar taki til nauðsynlegrar sálfræðimeðferðar, samþykkt og tóku nýju lögin gildi árið 2021. Enn bólar ekkert á þátttöku Sjúkratrygginga Íslands í kostnaði fólks vegna sálfræðiþjónustu. „Það var skrifað undir eitthvað árið 2021 en við erum komin ansi langt frá þeim tíma,“ segir Stefán. „Nú þurfum við sem þjóð, ráðamenn, mæður, feður, systur, bræður, frænkur, frændur, vinir og nágrannar að snúa bökum saman, taka utan um hvert annað og tryggja aðgengi að öflugri geðheilbrigðisþjónustu þar sem kostnaður við sálfræðiþjónustu og biðtími er ekki steinn í vegi í átt að bata,“ segir Stefán í greininni. Þá segir hann einnig að einkarekin tryggingafélög mættu endurskoða sína gróðastarfsemi og sýna af sér smá vott af mannleika og taka þátt í verkefninu með okkur. Tryggingar Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
„TM líftryggingar hf. hefur haft umsókn þína um líf- og sjúkdómatryggingu til skoðunar. Það er niðurstaða áhættumats félagsins að það verður því miður að synja henni vegna nýlegra geðrænna vandamála,“ „Vegna þunglyndis er VÍS því miður ekki reiðubúið að samþykkja tryggingarnar að svo stöddu, og hafnar því tryggingunum á grundvelli 82.gr. vátryggingalaga nr. 30/2004,“ Þetta eru svörin sem Stefáni hafa borist eftir að hafa sótt um líftryggingar hjá TM og VÍS, en hann vakti athygli á málinu í innsendri skoðanagrein hér á Vísi. Í samtali við Vísi segist Stefán líftryggður en að hann vilji nú bæta við trygginguna til að endurspegla betur núverandi stöðu hans hvað varðar tekjur hans og skuldbindingar. Hann segist hafa sett sig í samband við tryggingafélögin og reynt að bjóðast til að greiða hærri iðgjöld fyrir líftryggingu eða samþykkja að settur verði fyrirvari í vátryggingarsamning svo hann gildi ekki um atvik tengdum andlegum veikindum. „Ég hef bara ekki fengið frekari útlistun á þessari neitun,“ segir hann. Enn furðulegra að Sjúkratryggingar taki ekki þátt í sálfræðikostnaði „En svo er stærra mál í þessu að það sé ekki búið að setja þennan málaflokk inn í sjúkratryggingarnar,“ segir Stefán í samtali við Vísi. Árið 2020 var frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, á þá leið að sjúkratryggingar taki til nauðsynlegrar sálfræðimeðferðar, samþykkt og tóku nýju lögin gildi árið 2021. Enn bólar ekkert á þátttöku Sjúkratrygginga Íslands í kostnaði fólks vegna sálfræðiþjónustu. „Það var skrifað undir eitthvað árið 2021 en við erum komin ansi langt frá þeim tíma,“ segir Stefán. „Nú þurfum við sem þjóð, ráðamenn, mæður, feður, systur, bræður, frænkur, frændur, vinir og nágrannar að snúa bökum saman, taka utan um hvert annað og tryggja aðgengi að öflugri geðheilbrigðisþjónustu þar sem kostnaður við sálfræðiþjónustu og biðtími er ekki steinn í vegi í átt að bata,“ segir Stefán í greininni. Þá segir hann einnig að einkarekin tryggingafélög mættu endurskoða sína gróðastarfsemi og sýna af sér smá vott af mannleika og taka þátt í verkefninu með okkur.
Tryggingar Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira