Gæti stefnt í átök á vinnumarkaði Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júní 2022 13:07 Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS. vÍSIR/VILHELM Starfsgreinasamband Íslands afhenti fulltrúum Samtaka atvinnulífsins kröfugerð vegna komandi kjarasamninga í morgun. Formaður sambandsins segir eitt stærsta baráttumálið að létta á greiðslubyrði launafólks. Náist það ekki stefni í óefni á íslenskum vinnumarkaði. Gildandi kjarasamningur milli Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins á almennum markaði, sem undirritaður var vorið 2019, rennur út í október næstkomandi. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambands Íslands segir að sambandið hafi unnið að kröfugerðinni fyrir komandi kjaravetur undanfarnar vikur. En hlutirnir þróist ansi hratt. „Í dag var Seðlabankinn að tilkynna hækkun á stýrivöxtum um eitt prósent þannig að maður veltir því fyrir sér hvort að sú kröfugerð sem við leggjum fram í dag, hvort hún sé barn síns tíma, ef þannig má að orði komast. Því það er alveg ljóst að ef að Seðlabankinn og fyrirtæki, stjórnvöld og verslunareigendur ætla að halda áfram að varpa öllum kostnaðarhækkunum yfir á launafólk, heimili og neytendur þá verður verkalýðshreyfingin og launafólk að bregðast við því,“ segir Vilhjálmur. Efling ekki með Hann segir að sú stýrivaxtalækkun sem verkalýðshreyfingin hafi náð fram í kjölfar lífskjarasamningsins sé nú gengin til baka og rúmlega það. „Sá ávinningur og þær fórnir sem við vorum tilbúnir til að leggja á okkur í síðustu kjarasamningum, þær eru farnar. Þetta setur okkur í svolítið aðra stöðu en var fyrir nokkrum mánuðum síðan, ef þannig má að orði komast.“ Eitt það almikilvægasta nú sé að létta á greiðslubyrði launafólks. Ef það náist ekki eru átök á vinnumarkaði óumflýjanleg, að mati Vilhjálms. „Eins og reyndar er farið að gerast núna úti um alla Evrópu, það sást bara í Bretlandi í gær þar sem 80 prósent af öllum lestum voru stöðvaðar vegna þess að fólk var að mótmæla þeim kostnaðarhækkunum sem á þá dynja. Það stefnir í verkföll í Noregi,“ segir Vilhjálmur. Sautján af nítján aðildarfélögum SGS standa að kröfugerðinni. Tvö þeirra, Efling og Stéttarfélag Vesturlands, hafa ekki skilað inn umboði og eru því ekki með - að svö stöddu, í það minnsta. Úr fréttatilkynningu Starfsgreinasambandsins: Kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands byggir á grunni kjarasamnings SGS og SA sem tók gildi 1. apríl 2019. Kröfugerðin byggir á kröfugerðum 17 af aðildarfélögum SGS, sem samþykktar voru á félagslegum vettvangi eftir vandaða vinnu einstakra félaga. Lögð er áhersla á áframhaldandi hækkun lægstu launa og að tryggja kaupmátt launafólks. Krónutöluhækkanir á laun, eins og samið var um í núgildandi kjarasamningi, skila launafólki mestum árangri og er það krafa SGS að samið verði um krónutöluhækkanir á kauptaxta í komandi kjarasamningum. Við gerð síðustu kjarasamninga var horft til þess að samningarnir leiddu af sér lækkun vaxta. Seðlabankinn hefur nú í þrígang hækkað stýrivexti og Landsbankinn spáir því að þeir verði komnir í 4,25% árið 2023, eða á sama stað og þeir voru við gerð Lífskjarasamningsins vorið 2019. SGS mun ekki una því að vaxandi verðbólgu vegna aðgerðaleysis stjórnvalda í húsnæðismálum, og erlendra hækkana verða sett á herðar okkar félagsmanna. Samtök launafólks sömdu um það í síðustu samningum að auka ráðstöfunartekjur launafólks með heildstæðum hætti, með krónutöluhækkunum, vaxtalækkunum og aðgerðum af hálfu stjórnvalda. Aðstæður þær sem nú eru í samfélaginu og efnahagsumhverfinu kalla á svipaða aðferðafræði og víðtækt samstarf og samráð til að bregðast við miklum vanda á húsnæðismarkaði, tryggja kaupmátt og öfluga grunnþjónustu um land allt. Nú eru uppi þær aðstæður í samfélaginu að aðkoma stjórnvalda að kjarasamningum mun skipta miklu máli við gerð þeirra. Stóraukin verðbólga, miklar verðhækkanir og mikill vandi á húsnæðismarkaði kalla á að stjórnvöld og SA taki höndum saman við samtök launafólks til að tryggja kaupmátt, húsnæði fyrir alla og öfluga grunnþjónustu um land allt. Tímalengd samningsins mun ráðist af þeim aðstæðum sem verða í efnahagslífi í haust og innihaldi samningsins. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira
Gildandi kjarasamningur milli Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins á almennum markaði, sem undirritaður var vorið 2019, rennur út í október næstkomandi. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambands Íslands segir að sambandið hafi unnið að kröfugerðinni fyrir komandi kjaravetur undanfarnar vikur. En hlutirnir þróist ansi hratt. „Í dag var Seðlabankinn að tilkynna hækkun á stýrivöxtum um eitt prósent þannig að maður veltir því fyrir sér hvort að sú kröfugerð sem við leggjum fram í dag, hvort hún sé barn síns tíma, ef þannig má að orði komast. Því það er alveg ljóst að ef að Seðlabankinn og fyrirtæki, stjórnvöld og verslunareigendur ætla að halda áfram að varpa öllum kostnaðarhækkunum yfir á launafólk, heimili og neytendur þá verður verkalýðshreyfingin og launafólk að bregðast við því,“ segir Vilhjálmur. Efling ekki með Hann segir að sú stýrivaxtalækkun sem verkalýðshreyfingin hafi náð fram í kjölfar lífskjarasamningsins sé nú gengin til baka og rúmlega það. „Sá ávinningur og þær fórnir sem við vorum tilbúnir til að leggja á okkur í síðustu kjarasamningum, þær eru farnar. Þetta setur okkur í svolítið aðra stöðu en var fyrir nokkrum mánuðum síðan, ef þannig má að orði komast.“ Eitt það almikilvægasta nú sé að létta á greiðslubyrði launafólks. Ef það náist ekki eru átök á vinnumarkaði óumflýjanleg, að mati Vilhjálms. „Eins og reyndar er farið að gerast núna úti um alla Evrópu, það sást bara í Bretlandi í gær þar sem 80 prósent af öllum lestum voru stöðvaðar vegna þess að fólk var að mótmæla þeim kostnaðarhækkunum sem á þá dynja. Það stefnir í verkföll í Noregi,“ segir Vilhjálmur. Sautján af nítján aðildarfélögum SGS standa að kröfugerðinni. Tvö þeirra, Efling og Stéttarfélag Vesturlands, hafa ekki skilað inn umboði og eru því ekki með - að svö stöddu, í það minnsta. Úr fréttatilkynningu Starfsgreinasambandsins: Kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands byggir á grunni kjarasamnings SGS og SA sem tók gildi 1. apríl 2019. Kröfugerðin byggir á kröfugerðum 17 af aðildarfélögum SGS, sem samþykktar voru á félagslegum vettvangi eftir vandaða vinnu einstakra félaga. Lögð er áhersla á áframhaldandi hækkun lægstu launa og að tryggja kaupmátt launafólks. Krónutöluhækkanir á laun, eins og samið var um í núgildandi kjarasamningi, skila launafólki mestum árangri og er það krafa SGS að samið verði um krónutöluhækkanir á kauptaxta í komandi kjarasamningum. Við gerð síðustu kjarasamninga var horft til þess að samningarnir leiddu af sér lækkun vaxta. Seðlabankinn hefur nú í þrígang hækkað stýrivexti og Landsbankinn spáir því að þeir verði komnir í 4,25% árið 2023, eða á sama stað og þeir voru við gerð Lífskjarasamningsins vorið 2019. SGS mun ekki una því að vaxandi verðbólgu vegna aðgerðaleysis stjórnvalda í húsnæðismálum, og erlendra hækkana verða sett á herðar okkar félagsmanna. Samtök launafólks sömdu um það í síðustu samningum að auka ráðstöfunartekjur launafólks með heildstæðum hætti, með krónutöluhækkunum, vaxtalækkunum og aðgerðum af hálfu stjórnvalda. Aðstæður þær sem nú eru í samfélaginu og efnahagsumhverfinu kalla á svipaða aðferðafræði og víðtækt samstarf og samráð til að bregðast við miklum vanda á húsnæðismarkaði, tryggja kaupmátt og öfluga grunnþjónustu um land allt. Nú eru uppi þær aðstæður í samfélaginu að aðkoma stjórnvalda að kjarasamningum mun skipta miklu máli við gerð þeirra. Stóraukin verðbólga, miklar verðhækkanir og mikill vandi á húsnæðismarkaði kalla á að stjórnvöld og SA taki höndum saman við samtök launafólks til að tryggja kaupmátt, húsnæði fyrir alla og öfluga grunnþjónustu um land allt. Tímalengd samningsins mun ráðist af þeim aðstæðum sem verða í efnahagslífi í haust og innihaldi samningsins.
Úr fréttatilkynningu Starfsgreinasambandsins: Kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands byggir á grunni kjarasamnings SGS og SA sem tók gildi 1. apríl 2019. Kröfugerðin byggir á kröfugerðum 17 af aðildarfélögum SGS, sem samþykktar voru á félagslegum vettvangi eftir vandaða vinnu einstakra félaga. Lögð er áhersla á áframhaldandi hækkun lægstu launa og að tryggja kaupmátt launafólks. Krónutöluhækkanir á laun, eins og samið var um í núgildandi kjarasamningi, skila launafólki mestum árangri og er það krafa SGS að samið verði um krónutöluhækkanir á kauptaxta í komandi kjarasamningum. Við gerð síðustu kjarasamninga var horft til þess að samningarnir leiddu af sér lækkun vaxta. Seðlabankinn hefur nú í þrígang hækkað stýrivexti og Landsbankinn spáir því að þeir verði komnir í 4,25% árið 2023, eða á sama stað og þeir voru við gerð Lífskjarasamningsins vorið 2019. SGS mun ekki una því að vaxandi verðbólgu vegna aðgerðaleysis stjórnvalda í húsnæðismálum, og erlendra hækkana verða sett á herðar okkar félagsmanna. Samtök launafólks sömdu um það í síðustu samningum að auka ráðstöfunartekjur launafólks með heildstæðum hætti, með krónutöluhækkunum, vaxtalækkunum og aðgerðum af hálfu stjórnvalda. Aðstæður þær sem nú eru í samfélaginu og efnahagsumhverfinu kalla á svipaða aðferðafræði og víðtækt samstarf og samráð til að bregðast við miklum vanda á húsnæðismarkaði, tryggja kaupmátt og öfluga grunnþjónustu um land allt. Nú eru uppi þær aðstæður í samfélaginu að aðkoma stjórnvalda að kjarasamningum mun skipta miklu máli við gerð þeirra. Stóraukin verðbólga, miklar verðhækkanir og mikill vandi á húsnæðismarkaði kalla á að stjórnvöld og SA taki höndum saman við samtök launafólks til að tryggja kaupmátt, húsnæði fyrir alla og öfluga grunnþjónustu um land allt. Tímalengd samningsins mun ráðist af þeim aðstæðum sem verða í efnahagslífi í haust og innihaldi samningsins.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira