Segist ekki vita hvað „íþróttaþvottur“ er og líkar vel við Sádi-Arabíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júní 2022 08:30 Anthony Joshua og Úkraínumaðurinn Oleksandr Usyk mætast á nýjan leik í Sádi-Arabíu í ágúst. EPA-EFE/NEIL HALL Anthony Joshua, fyrrum heimsmeistari í þungavigt, stefnir á að endurheimta titil sinn en hann mætir Oleksandr Usyk þann 20. ágúst næstkomandi. Fer bardaginn fram í Sádi-Arabíu og Joshua sér ekkert að því. Hinn 32 ára gamli Joshua er með þekktari þungavigtar hnefaleikaköppum heims um þessar mundir en hann tapaði fyrir Usyk í september á síðasta ári er þeir börðust á heimavelli enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham Hotspur. Var það aðeins annað tap Joshua á ferli sínum sem atvinnumaður. Sá sigur færði Usyk alls fjóra titla, eða fjögur belti eins og venja er í hnefaleikum. Um er að ræða IBF, IBO, WBA og WBO-titlana. Joshua vill vinna beltin til baka og því mætast þeir í annað sinn í ágúst næstkomandi, að þessu sinni í Sádi-Arabíu. Þetta verður ekki í fyrsta skipti sem Joshua keppir í landinu en hann vann Andy Ruiz þar árið 2019. Bretinn Joshua var meðal annars spurður að því á blaðamannafundi hvað honum fyndist um „íþróttaþvott“ en mikið hefur verið rætt og ritað að undanförnu um LIV-mótaröðina í golfi sem er fjármögnuð af Sádi-Arabíu. Þá á krónprins S-Arabíu nú einnig knattspyrnufélagið Newcastle United. Anthony Joshua on sports washing: "I don't know what that is."He said: "I think Saudi's good I'm treated really well."All that allegation stuff I'm not caught up in any of that. I'm here to have a good time [and] bring entertainment to Saudi."https://t.co/raqS8kezZs— Al Dawson (@AlanDawsonSport) June 21, 2022 „Ég veit ekki hvað íþróttaþvottur (e. sportswashing) er. Ég er hér til að verða heimsmeistari í þungavigt. Mér líkar vel við Sádi-Arabíu og mér líður vel hér, það er komið virkilega vel fram við mig,“ sagði Joshua er hann ræddi við blaðamann í borginni Jeddah. „Ég er ekki að pæla í öllum þessum ásökunum. Ég er hér til að njóta mín, tengjast fólkinu sem býr hérna og skemmta því.“ „Vonandi stend ég mig og verð heimsmeistari í þriðja sinn. Það besta við þetta er að ég fæ annað tækifæri. Það er það sem kom mér inn í hnefaleika á sínum tíma, ég lenti í vandræðum hér þegar ég var yngri en ég fékk annað tækifæri og fann hnefaleika. Ég greip það tækifæri með báðum höndum. Ef þið þekkið mig og mína sögu vitið þið að ég er endurkomukóngurinn.“ „Þú getur slegið mig niður en það er mjög erfitt að halda mér niðri,“ sagði Joshua að endingu. Box Sádi-Arabía Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Hinn 32 ára gamli Joshua er með þekktari þungavigtar hnefaleikaköppum heims um þessar mundir en hann tapaði fyrir Usyk í september á síðasta ári er þeir börðust á heimavelli enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham Hotspur. Var það aðeins annað tap Joshua á ferli sínum sem atvinnumaður. Sá sigur færði Usyk alls fjóra titla, eða fjögur belti eins og venja er í hnefaleikum. Um er að ræða IBF, IBO, WBA og WBO-titlana. Joshua vill vinna beltin til baka og því mætast þeir í annað sinn í ágúst næstkomandi, að þessu sinni í Sádi-Arabíu. Þetta verður ekki í fyrsta skipti sem Joshua keppir í landinu en hann vann Andy Ruiz þar árið 2019. Bretinn Joshua var meðal annars spurður að því á blaðamannafundi hvað honum fyndist um „íþróttaþvott“ en mikið hefur verið rætt og ritað að undanförnu um LIV-mótaröðina í golfi sem er fjármögnuð af Sádi-Arabíu. Þá á krónprins S-Arabíu nú einnig knattspyrnufélagið Newcastle United. Anthony Joshua on sports washing: "I don't know what that is."He said: "I think Saudi's good I'm treated really well."All that allegation stuff I'm not caught up in any of that. I'm here to have a good time [and] bring entertainment to Saudi."https://t.co/raqS8kezZs— Al Dawson (@AlanDawsonSport) June 21, 2022 „Ég veit ekki hvað íþróttaþvottur (e. sportswashing) er. Ég er hér til að verða heimsmeistari í þungavigt. Mér líkar vel við Sádi-Arabíu og mér líður vel hér, það er komið virkilega vel fram við mig,“ sagði Joshua er hann ræddi við blaðamann í borginni Jeddah. „Ég er ekki að pæla í öllum þessum ásökunum. Ég er hér til að njóta mín, tengjast fólkinu sem býr hérna og skemmta því.“ „Vonandi stend ég mig og verð heimsmeistari í þriðja sinn. Það besta við þetta er að ég fæ annað tækifæri. Það er það sem kom mér inn í hnefaleika á sínum tíma, ég lenti í vandræðum hér þegar ég var yngri en ég fékk annað tækifæri og fann hnefaleika. Ég greip það tækifæri með báðum höndum. Ef þið þekkið mig og mína sögu vitið þið að ég er endurkomukóngurinn.“ „Þú getur slegið mig niður en það er mjög erfitt að halda mér niðri,“ sagði Joshua að endingu.
Box Sádi-Arabía Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira