Skólabyrjun seinkað í von um bættan svefn barna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. júní 2022 10:43 Snædís Valsdóttir er skólastjóri Vogaskóla. Reykjavíkurborg Nemendur á unglingastigi í Vogaskóla munu mæta klukkan 9:10 í skólann í stað 8:30 líkt og undanfarin ár. Um er að ræða tilraunaverkefni þar sem skoðað verður hvaða áhrif seinkun skólabyrjunar hefur á svefn, líðan og nám nemenda. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. Snædís Valsdóttir, skólastjóri í Vogaskóla, segir verkefnið spennandi. „Okkur fannst áhugavert að kanna hvort þetta gæti orðið okkar unglingum til hagsbóta. Þetta er náttúrulega bara tilraunaverkefni til eins árs og það er alltaf hægt að snúa til baka ef svo ber undir,“ er haft eftir Snædísi. Hún segir líkamsklukku unglinga vera þannig að þeir eigi betra með að sofna seinna og sofa aðeins lengur fram eftir. „Sumir óttast að tilraunin verði bara til þess að þeir fari seinna að sofa í stað þess að fá meiri svefn en rannsóknir benda til að þetta verði betri svefntími sem nýtist þeim betur. Meiri og betri gæðasvefn.“ Mikið í húfi Í fréttatilkynningu er einnig fjallað um rannsóknir sem sýna að helmingur nemenda í 10. bekk fái ekki nægan nætursvefn eða sjö klukkustundir eða meira. Fram kemur í gögnum frá Betri svefni að börn og unglingar sem sofa of stutt eigi erfiðara með einbeitingu, glími frekar við minnistruflanir, depurð og kvíða, nái sér frekar í pestir, hreyfi sig minna, séu frekar í ofþyngd og sýni aukna áhættuhegðun. Snædís segir erlendar rannsóknir sýna að þegar skólabyrjun sé seinkað lengist svefn unglinga. „Rannsóknir hafa líka sýnt að börn sem fá góðan svefn líður betur. Þau eru hraustari, eiga auðveldara með nám og stunda frekar íþróttir og hreyfingu. Þau upplifa síður kvíða og depurð, eiga auðveldara með félagsleg tengsl og eru almennt hamingjusamari. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta kemur út,“ sagði Snædís að lokum. Svefn Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Segir íslensk börn fara allt of seint að sofa „Þetta er bara vandamál hjá íslensku þjóðinni í dag. Börn eru að fara allt of seint að sofa,“ segir Ásgerður Guðmunds hjá Vinnuheilsu í viðtali við Ósk Gunnars á FM957. Hún segir ábyrgðina liggja hjá fullorðna fólkinu. 10. nóvember 2021 15:31 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. Snædís Valsdóttir, skólastjóri í Vogaskóla, segir verkefnið spennandi. „Okkur fannst áhugavert að kanna hvort þetta gæti orðið okkar unglingum til hagsbóta. Þetta er náttúrulega bara tilraunaverkefni til eins árs og það er alltaf hægt að snúa til baka ef svo ber undir,“ er haft eftir Snædísi. Hún segir líkamsklukku unglinga vera þannig að þeir eigi betra með að sofna seinna og sofa aðeins lengur fram eftir. „Sumir óttast að tilraunin verði bara til þess að þeir fari seinna að sofa í stað þess að fá meiri svefn en rannsóknir benda til að þetta verði betri svefntími sem nýtist þeim betur. Meiri og betri gæðasvefn.“ Mikið í húfi Í fréttatilkynningu er einnig fjallað um rannsóknir sem sýna að helmingur nemenda í 10. bekk fái ekki nægan nætursvefn eða sjö klukkustundir eða meira. Fram kemur í gögnum frá Betri svefni að börn og unglingar sem sofa of stutt eigi erfiðara með einbeitingu, glími frekar við minnistruflanir, depurð og kvíða, nái sér frekar í pestir, hreyfi sig minna, séu frekar í ofþyngd og sýni aukna áhættuhegðun. Snædís segir erlendar rannsóknir sýna að þegar skólabyrjun sé seinkað lengist svefn unglinga. „Rannsóknir hafa líka sýnt að börn sem fá góðan svefn líður betur. Þau eru hraustari, eiga auðveldara með nám og stunda frekar íþróttir og hreyfingu. Þau upplifa síður kvíða og depurð, eiga auðveldara með félagsleg tengsl og eru almennt hamingjusamari. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta kemur út,“ sagði Snædís að lokum.
Svefn Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Segir íslensk börn fara allt of seint að sofa „Þetta er bara vandamál hjá íslensku þjóðinni í dag. Börn eru að fara allt of seint að sofa,“ segir Ásgerður Guðmunds hjá Vinnuheilsu í viðtali við Ósk Gunnars á FM957. Hún segir ábyrgðina liggja hjá fullorðna fólkinu. 10. nóvember 2021 15:31 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Segir íslensk börn fara allt of seint að sofa „Þetta er bara vandamál hjá íslensku þjóðinni í dag. Börn eru að fara allt of seint að sofa,“ segir Ásgerður Guðmunds hjá Vinnuheilsu í viðtali við Ósk Gunnars á FM957. Hún segir ábyrgðina liggja hjá fullorðna fólkinu. 10. nóvember 2021 15:31