Fjöldi barna á meðal þeirra sem fórust í jarðskjálftanum Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2022 13:36 Frá útför fórnarlamba jarðskjálftans í þorpinu Gayan í Paktika-héraði. Flestar byggingar þar skemmdust eða hrundu til grunna. Vísir/EPA Læknar í Afganistan segja að börn séu stór hluti þeirra fleiri en þúsund manna sem fórust í jarðskjálftanum sem reið yfir suðausturhluta landsins í gær. Enn er talið að fólk sé grafið í rústum húsa. Að minnsta kosti þúsund manns fórust í jarðskjálfta upp á 6,1 sem átti upptök sín nærri bænum Khost í þurru fjalllendi við landamærin að Pakistan. Um 1.500 manns til viðbótar slösuðust. Ekki er vitað hversu margir kunna að leynast í rústum húsa á hamfarasvæðinu en úrhellisrigning, vanefni yfirvalda og illfært landslagið hefur torveldað björgunarstarf. Eftirlifendur og björgunarfólk segir breska ríkisútvarpinu BBC að heilu þorpin nærri upptökum jarðskjálftans séu rústir einar. Óttast er að tala látinna eigi aðeins eftir að hækka á næstu dögum. Sameinuðu þjóðirnar reyna nú að koma neyðarskýlum og matvælaaðstoð til nauðstaddra á afskekktum svæðum í Paktika-héraði sem varð einna verst úti í skjálftanum. Kona á súkrahúsi í höfuðstað héraðsins sagði fréttamönnum að hún hefði misst nítján ættingja sína þegar hús þeirra hrundi. Talsmaður heilbrigðisráðuneytis Afganistan segir Reuters-fréttastofunni að um þúsund manns hafi verið bjargað af hamfarasvæðinu í morgun. Stjórn talibana hefur kallað eftir alþjóðlegri neyðaraðstoð. Fjarskiptainnviðir hafi orðið fyrir miklum skemmdum og heilbrigðiskerfið var að hruni komið, jafnvel fyrir hamfararnir. Talibanastjórnin hefur sætt viðskiptaþvingunum eftir að íslamska öfgahreyfingin hrifsaði völdin í landinu í fyrra og efnahagur landsins er nær að hruni kominn. Meiri en þriðjungur Afgana er nú sagður skorta lífsnauðsynjar. Þá er lyfja- og lækningavaraskortur í landinu. Fáar björgunarþyrlur og flugvélar voru í landinu fyrir valdatöku talibana. „Afganska þjóðin stóð þegar frammi fyrir fordæmalausri kreppu eftir áratugalöng átök, skæðan þurrk og efnahagsniðursveiflu. Jarðskjálftinn mun aðeins auka á það gríðarlega mannúðarástand sem hún þarf að líða daglega,“ segir Gordon Craig, næstráðandi matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna í Afganistan. Afganistan Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Tala látinna í Afganistan komin í 950 og talin líkleg til að hækka Öflugur jarðskjálfti reið yfir í Afganistan í morgun með þeim afleiðingum að minnst 950 eru látin og minnst 600 slösuð. 22. júní 2022 10:07 Að minnsta kosti 255 látnir eftir öflugan jarðskjálfta í Afganistan Að minnsta kosti 255 eru látnir eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir í Afganistan í morgun. Skjálftinn, sem var 6,1 að stærð, átti upptök sín nærri bænum Khost, suður af höfuðborginni Kabúl. 22. júní 2022 06:27 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira
Að minnsta kosti þúsund manns fórust í jarðskjálfta upp á 6,1 sem átti upptök sín nærri bænum Khost í þurru fjalllendi við landamærin að Pakistan. Um 1.500 manns til viðbótar slösuðust. Ekki er vitað hversu margir kunna að leynast í rústum húsa á hamfarasvæðinu en úrhellisrigning, vanefni yfirvalda og illfært landslagið hefur torveldað björgunarstarf. Eftirlifendur og björgunarfólk segir breska ríkisútvarpinu BBC að heilu þorpin nærri upptökum jarðskjálftans séu rústir einar. Óttast er að tala látinna eigi aðeins eftir að hækka á næstu dögum. Sameinuðu þjóðirnar reyna nú að koma neyðarskýlum og matvælaaðstoð til nauðstaddra á afskekktum svæðum í Paktika-héraði sem varð einna verst úti í skjálftanum. Kona á súkrahúsi í höfuðstað héraðsins sagði fréttamönnum að hún hefði misst nítján ættingja sína þegar hús þeirra hrundi. Talsmaður heilbrigðisráðuneytis Afganistan segir Reuters-fréttastofunni að um þúsund manns hafi verið bjargað af hamfarasvæðinu í morgun. Stjórn talibana hefur kallað eftir alþjóðlegri neyðaraðstoð. Fjarskiptainnviðir hafi orðið fyrir miklum skemmdum og heilbrigðiskerfið var að hruni komið, jafnvel fyrir hamfararnir. Talibanastjórnin hefur sætt viðskiptaþvingunum eftir að íslamska öfgahreyfingin hrifsaði völdin í landinu í fyrra og efnahagur landsins er nær að hruni kominn. Meiri en þriðjungur Afgana er nú sagður skorta lífsnauðsynjar. Þá er lyfja- og lækningavaraskortur í landinu. Fáar björgunarþyrlur og flugvélar voru í landinu fyrir valdatöku talibana. „Afganska þjóðin stóð þegar frammi fyrir fordæmalausri kreppu eftir áratugalöng átök, skæðan þurrk og efnahagsniðursveiflu. Jarðskjálftinn mun aðeins auka á það gríðarlega mannúðarástand sem hún þarf að líða daglega,“ segir Gordon Craig, næstráðandi matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna í Afganistan.
Afganistan Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Tala látinna í Afganistan komin í 950 og talin líkleg til að hækka Öflugur jarðskjálfti reið yfir í Afganistan í morgun með þeim afleiðingum að minnst 950 eru látin og minnst 600 slösuð. 22. júní 2022 10:07 Að minnsta kosti 255 látnir eftir öflugan jarðskjálfta í Afganistan Að minnsta kosti 255 eru látnir eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir í Afganistan í morgun. Skjálftinn, sem var 6,1 að stærð, átti upptök sín nærri bænum Khost, suður af höfuðborginni Kabúl. 22. júní 2022 06:27 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira
Tala látinna í Afganistan komin í 950 og talin líkleg til að hækka Öflugur jarðskjálfti reið yfir í Afganistan í morgun með þeim afleiðingum að minnst 950 eru látin og minnst 600 slösuð. 22. júní 2022 10:07
Að minnsta kosti 255 látnir eftir öflugan jarðskjálfta í Afganistan Að minnsta kosti 255 eru látnir eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir í Afganistan í morgun. Skjálftinn, sem var 6,1 að stærð, átti upptök sín nærri bænum Khost, suður af höfuðborginni Kabúl. 22. júní 2022 06:27