Framsókn fer enn með himinskautum Heimir Már Pétursson skrifar 24. júní 2022 19:57 Framsóknarflokkurinn mælist með aðeins einu prósentustigi minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Vísir/Vilhelm Það er varla marktækur munur á fylgi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna og Framsóknarflokkurinn er enn að sækja í sig veðrið. Formaður flokksins segir vaxandi fylgi við hófsama skynsemisstefnu á tímum öfgahyggju. Framsóknarflokkurinn er enn á mikilli siglingu. Í nýrri könnun Maskínu sem gerð var dagana 1. til 23. júní mælist flokkurinn með 18,3 prósenta fylgi. Bætir við sig þremur prósentustigum frá síðustu könnun í maí. Formaður Framsóknarflokksins er að vonum ánægður með enn vaxandi fylgi.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins segir framsóknarstefnuna sígilda. Þessi elsti stjórnmálaflokkur landsins hafi náð að endurnýja sig á hverjum tíma. „Miðjuflokkar hafa stundum átt erfitt uppdráttar. En í vaxandi pólariseringu heimsins og öfgahyggju held ég að vaxandi hópur Íslendinga og reyndar miklu fleiri aðhyllist hófsama skynsemisstefnu sem við erum með Framsókn,“ segir Sigurður Ingi. Það munar einungis einu prósentustigi á fylgi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins sem nú mælist með 19,3 prósent atkvæða. Það er litlu meira en í síðustu könnun en flokkurinn hlaut 24,4 prósent í alþingiskosningunum fyrir níu mánuðum. Hér á myndinni segir að Framsóknarflokkurinn mælist með 17,3 prósent en hið rétta er 18,3 prósent. Kristján Jónsson Nú er varla marktækur munur á milli þessara tveggja stjórnarflokka en Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn enn stærstan. „Þetta er bara könnun sem er í línu við það sem við höfum verið að sjá í öðrum könnunum. Á síðasta hálfa ári hefur verið gengið tvisvar til kosninga. Við höfum legið í kringum 25 prósent í kosningum rétt rúmlega hálfa árið. Það er bara eins og alltaf verk að vinna og ég í sjálfu sér kippi mér ekki upp við einstakar kannanir.“ Framsóknarflokkurinn er að sækja vel í sig veðrið frá síðustu könnun? „Já, sem er líka í ákveðnum takti við að stjórnarandstaðan er líka tvístruð og ósamstíga. Ég er bara ánægður með ef stjórnarflokkar halda sínu fylgi. Það skiptir máli fyrir ríkisstjórnina,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Framsóknarflokkurinn er enn á mikilli siglingu. Í nýrri könnun Maskínu sem gerð var dagana 1. til 23. júní mælist flokkurinn með 18,3 prósenta fylgi. Bætir við sig þremur prósentustigum frá síðustu könnun í maí. Formaður Framsóknarflokksins er að vonum ánægður með enn vaxandi fylgi.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins segir framsóknarstefnuna sígilda. Þessi elsti stjórnmálaflokkur landsins hafi náð að endurnýja sig á hverjum tíma. „Miðjuflokkar hafa stundum átt erfitt uppdráttar. En í vaxandi pólariseringu heimsins og öfgahyggju held ég að vaxandi hópur Íslendinga og reyndar miklu fleiri aðhyllist hófsama skynsemisstefnu sem við erum með Framsókn,“ segir Sigurður Ingi. Það munar einungis einu prósentustigi á fylgi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins sem nú mælist með 19,3 prósent atkvæða. Það er litlu meira en í síðustu könnun en flokkurinn hlaut 24,4 prósent í alþingiskosningunum fyrir níu mánuðum. Hér á myndinni segir að Framsóknarflokkurinn mælist með 17,3 prósent en hið rétta er 18,3 prósent. Kristján Jónsson Nú er varla marktækur munur á milli þessara tveggja stjórnarflokka en Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn enn stærstan. „Þetta er bara könnun sem er í línu við það sem við höfum verið að sjá í öðrum könnunum. Á síðasta hálfa ári hefur verið gengið tvisvar til kosninga. Við höfum legið í kringum 25 prósent í kosningum rétt rúmlega hálfa árið. Það er bara eins og alltaf verk að vinna og ég í sjálfu sér kippi mér ekki upp við einstakar kannanir.“ Framsóknarflokkurinn er að sækja vel í sig veðrið frá síðustu könnun? „Já, sem er líka í ákveðnum takti við að stjórnarandstaðan er líka tvístruð og ósamstíga. Ég er bara ánægður með ef stjórnarflokkar halda sínu fylgi. Það skiptir máli fyrir ríkisstjórnina,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira