Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Breiðablik 2-3 | Gísli skaut Blikum í átta liða úrslit Sindri Sverrisson skrifar 27. júní 2022 23:00 Gísli Eyjólfsson skaut Blikum í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla. Vísir/Hulda Margrét Það voru Blikar sem unnu dramatískan 3-2 sigur á Akranesi í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Fyrirfram mátti búast við sigri Blika, það hafðist að lokum þrátt fyrir erfiðan seinni hálfleik, þar sem Skagamenn sýndu mikinn vilja til að vinna leikinn. Breiðablik vann 3-2 sigur en gestirnir fór með tveggja marka forystu í hálfleik eftir að hafa ráðið ferðinni allan fyrri hálfleikinn. Það voru svo heimamenn sem voru betri í seinni hálfleik og uppskáru eftir því þegar þeir jöfnuðu leikinn í 2-2 þegar rúmt korter var eftir af leiknum. Í uppbótartíma voru það gestirnir úr Kópavoginum sem skoruðu sigurmarkið. Í fyrri hálfleik voru Blikar með öll völd á vellinum. Gestirnir létu boltann ganga sín á milli án þess þó að opna Skagamenn mikið. Sennilega vegna þess að grasið var þurrt í sólinni uppi á Skaga. Heimamenn áttu eitt skot á mark Blika í fyrri hálfleik. Þeir virtustvilja liggja til baka og beita skyndisóknum. Í seinni hálfleik snérist leikurinn við. Skagamenn náðu að koma hærra á gestina og voru mun meira með boltann en í fyrri hálfleik. Það væri ósanngjart að segja að Skagamenn hafi yfirspilað Blika í seinni hálfleik en gestirnir virtust eiga fá svör við ákveðnum Skagamönnum. Gæði Blika eru mikil og sannaðist það í lok leiks. Það eru því Blikar sem fara sáttir heim í Kópavoginn, allt Gísla Eyjólfs að þakka. Af hverju vann Breiðablik? Það voru einfaldlega gæðin í Gísla Eyjólfs sem gerðu það að verkum að Blikar fara í 8-liða úrslitin. Skoraði fallegt mark í lokin eftir að Skagamenn höfðu verið betri í seinni hálfleik. Hverjir stóðu upp úr? Þetta var mikill baráttu leikur og gæði leikmann kannski ekki að fá að njóta sín. Menn áttu sína spretti en það var enginn sem stóð upp úr. Hvað gekk illa? Hið fallega spil Blika fékk ekki að njóta sín í dag. Það sást vel að þeim finnst töluvert betra að spila á blautum velli. Hvað gerist næst? Breiðablik fer í 8-liða úrslit. Óvíst er hverjum þeir mæta. Næstu leikir liðanna í Bestu deildinni eru annarsvega í Vestmannaeyjum þegar Breiðablik mætir ÍBV og hinsvegar þegar Skagamenn fara í Breiðholtið og mæta Leikni. „Við tókum bara úr handbremsu“ Jón Gísli Eyland var að vonum svekktur eftir leik. „Það er auðvitað bara mjög svekkjandi. Við vorum í smá brasi í fyrri hálfleik, vorum í smá handbremsu. Mér fannst við bara koma rosalega sterkir inn í seinni hálfleikinn og sýndum okkar karakter. Skaga andann,“ sagði Jón Gísli eftir leik. Jón Gísli sagði að ástæða þess að þeir hafi verið betri í seinni hálfleik hafi verið sú að þeir voru ákveðnari en í þeim fyrri. „Við lágum svolítið, við vorum ekki alveg nógu ákveðnir að fara eins og við gerðum í seinni hálfleik, við vorum bara að fara og keyra á þetta. Við tókum bara úr handbremsu,“ sagði Jón Gísli. Gísli Eyjólfs skoraði fallegt mark, stöngin inn í lok leiks. Tengafjölskylda Gísla er af Akranesi og bað hann þau afsökunar á sigurmarkinu. „Já þetta er mjög sætt, gaman að ná að klára þetta svona,“ sagði sáttur Gísli Eyjólfsson eftir leik. „Leiðinlegt fyrir tengafjölskylduna að ég sé að gera þetta hérna á þeirra heimavelli. Afsakið það, en það er gott að fá loksins markið inn,“ sagði Gísli Eyjólfs eftir að hafa skorað sigurmarkið. Gísli fékk að stilla boltanum upp á vítateigs línunni. Það var Jón Þór ekki sáttur með og fannst að Gísli hafi fengið of mikinn tíma. „Mér fannst hann fá alltof langan tíma til að stilla skotið. Stórkoslegur leikmaður eins og Gísli hann klárar það og gerði það frábærlega. Mér fannst við verðskulda meira og þetta var mjög sárt.“ „Það var svolítið hik á okkur í fyrri hálfleik“ Jón Þór, þjálfari ÍA.Vísir/Vilhelm „Heldur betur, það er ekki bara að detta út úr þessari keppni. Líka bara að vera komin til baka í leiknum,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA. Þrátt fyrir svekkjandi tap var Jón Þór sáttur með spilamennskuna í seinni hálfleik og fannst leikplanið ganga upp þar. „Taka þessi augnablik sem við gátum stigið miklu miklu hærra upp á þá og sett meiri og betri pressu á þá. Það var svolítið hik á okkur í fyrri hálfleik, þegar það gerist þá ganga Blikarnir á lagið og þrýsta þér neðar og neðar á völlinn. Við lentum í því í fyrri hálfleik.“ Mjólkurbikar karla ÍA Breiðablik
Það voru Blikar sem unnu dramatískan 3-2 sigur á Akranesi í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Fyrirfram mátti búast við sigri Blika, það hafðist að lokum þrátt fyrir erfiðan seinni hálfleik, þar sem Skagamenn sýndu mikinn vilja til að vinna leikinn. Breiðablik vann 3-2 sigur en gestirnir fór með tveggja marka forystu í hálfleik eftir að hafa ráðið ferðinni allan fyrri hálfleikinn. Það voru svo heimamenn sem voru betri í seinni hálfleik og uppskáru eftir því þegar þeir jöfnuðu leikinn í 2-2 þegar rúmt korter var eftir af leiknum. Í uppbótartíma voru það gestirnir úr Kópavoginum sem skoruðu sigurmarkið. Í fyrri hálfleik voru Blikar með öll völd á vellinum. Gestirnir létu boltann ganga sín á milli án þess þó að opna Skagamenn mikið. Sennilega vegna þess að grasið var þurrt í sólinni uppi á Skaga. Heimamenn áttu eitt skot á mark Blika í fyrri hálfleik. Þeir virtustvilja liggja til baka og beita skyndisóknum. Í seinni hálfleik snérist leikurinn við. Skagamenn náðu að koma hærra á gestina og voru mun meira með boltann en í fyrri hálfleik. Það væri ósanngjart að segja að Skagamenn hafi yfirspilað Blika í seinni hálfleik en gestirnir virtust eiga fá svör við ákveðnum Skagamönnum. Gæði Blika eru mikil og sannaðist það í lok leiks. Það eru því Blikar sem fara sáttir heim í Kópavoginn, allt Gísla Eyjólfs að þakka. Af hverju vann Breiðablik? Það voru einfaldlega gæðin í Gísla Eyjólfs sem gerðu það að verkum að Blikar fara í 8-liða úrslitin. Skoraði fallegt mark í lokin eftir að Skagamenn höfðu verið betri í seinni hálfleik. Hverjir stóðu upp úr? Þetta var mikill baráttu leikur og gæði leikmann kannski ekki að fá að njóta sín. Menn áttu sína spretti en það var enginn sem stóð upp úr. Hvað gekk illa? Hið fallega spil Blika fékk ekki að njóta sín í dag. Það sást vel að þeim finnst töluvert betra að spila á blautum velli. Hvað gerist næst? Breiðablik fer í 8-liða úrslit. Óvíst er hverjum þeir mæta. Næstu leikir liðanna í Bestu deildinni eru annarsvega í Vestmannaeyjum þegar Breiðablik mætir ÍBV og hinsvegar þegar Skagamenn fara í Breiðholtið og mæta Leikni. „Við tókum bara úr handbremsu“ Jón Gísli Eyland var að vonum svekktur eftir leik. „Það er auðvitað bara mjög svekkjandi. Við vorum í smá brasi í fyrri hálfleik, vorum í smá handbremsu. Mér fannst við bara koma rosalega sterkir inn í seinni hálfleikinn og sýndum okkar karakter. Skaga andann,“ sagði Jón Gísli eftir leik. Jón Gísli sagði að ástæða þess að þeir hafi verið betri í seinni hálfleik hafi verið sú að þeir voru ákveðnari en í þeim fyrri. „Við lágum svolítið, við vorum ekki alveg nógu ákveðnir að fara eins og við gerðum í seinni hálfleik, við vorum bara að fara og keyra á þetta. Við tókum bara úr handbremsu,“ sagði Jón Gísli. Gísli Eyjólfs skoraði fallegt mark, stöngin inn í lok leiks. Tengafjölskylda Gísla er af Akranesi og bað hann þau afsökunar á sigurmarkinu. „Já þetta er mjög sætt, gaman að ná að klára þetta svona,“ sagði sáttur Gísli Eyjólfsson eftir leik. „Leiðinlegt fyrir tengafjölskylduna að ég sé að gera þetta hérna á þeirra heimavelli. Afsakið það, en það er gott að fá loksins markið inn,“ sagði Gísli Eyjólfs eftir að hafa skorað sigurmarkið. Gísli fékk að stilla boltanum upp á vítateigs línunni. Það var Jón Þór ekki sáttur með og fannst að Gísli hafi fengið of mikinn tíma. „Mér fannst hann fá alltof langan tíma til að stilla skotið. Stórkoslegur leikmaður eins og Gísli hann klárar það og gerði það frábærlega. Mér fannst við verðskulda meira og þetta var mjög sárt.“ „Það var svolítið hik á okkur í fyrri hálfleik“ Jón Þór, þjálfari ÍA.Vísir/Vilhelm „Heldur betur, það er ekki bara að detta út úr þessari keppni. Líka bara að vera komin til baka í leiknum,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA. Þrátt fyrir svekkjandi tap var Jón Þór sáttur með spilamennskuna í seinni hálfleik og fannst leikplanið ganga upp þar. „Taka þessi augnablik sem við gátum stigið miklu miklu hærra upp á þá og sett meiri og betri pressu á þá. Það var svolítið hik á okkur í fyrri hálfleik, þegar það gerist þá ganga Blikarnir á lagið og þrýsta þér neðar og neðar á völlinn. Við lentum í því í fyrri hálfleik.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti