Íslenski boltinn

„Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“
Albert Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, telur að ÍA geti barist um Evrópusæti, annað árið í röð. Miklu máli skipti ef Rúnar Már Sigurjónsson getur spilað meira en í fyrra.

Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 6. sæti Bestu deildar karla í sumar.

Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“
Verið er að leggja gervigras á Hásteinsvöll, heimavöll ÍBV. Þorlákur Árnason, þjálfari karlaliðsins, segir að margir sjái eftir náttúrulega grasinu.

Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“
Íslenska fótboltasumarið er handan við hornið. Þið vitið hvað það þýðir. Það þarf að þurrka linsurnar á myndavélunum. Oft.

„Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“
Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, telur að FH verði í baráttu um að halda sér í efri hluta Bestu deildar karla. Varnarleikur liðsins þurfi að lagast frá síðasta tímabili.

Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar.

„Gerðum gott úr þessu“
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með frammistöðu sinna manna við mjög krefjandi aðstæður gegn KA í uppgjöri meistaranna á síðasta tímabili. Breiðablik bauðst til að færa leikinn inn í Kórinn, svo varð ekki en Blikarnir gerðu gott úr aðstæðum, skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik og fóru með öruggan 3-1 sigur.

Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna
Íslandsmeistarar Breiðabliks eru meistarar meistaranna eftir 3-1 sigur gegn bikarmeisturum KA á Kópavogsvelli. Blikar skoruðu öll sín mörk í fyrri hálfleik og hefðu hæglega getað bætt fleirum við í seinni hálfleik.

Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“
Halldór Smári Sigurðsson, „Herra Víkingur“, er hættur í fótbolta eftir að hafa spilað fyrir Víking alla sína tíð. Hann kveður félagið á hæsta tindi í sögu þess, eftir einstakt Evrópuævintýri sem hann óraði aldrei fyrir og sex stóra titla.

Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“
„Ég hef aldrei séð svona áður. Fóturinn var í alveg frekar mjög ljótri stöðu,“ segir KR-ingurinn Stefán Árni Geirsson sem verður frá keppni næstu 6-12 mánuðina eftir að hafa meiðst afar illa í ökkla í úrslitaleiknum við Víkinga í Bose-mótinu í gærkvöld.

Frumraun Gylfa í beinni í kvöld
Víkingur og KR mætast í úrslitaleik Bose-bikarsins í fótbolta í kvöld. Töluverð eftirvænting er fyrir leiknum sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.

„Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“
Albert Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, er nokkuð bjartsýnn fyrir hönd Fram fyrir tímabilið. Hann segir að gengi liðsins velti að miklu leyti á því hvort helstu varnarmenn liðsins haldist heilir.

Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 8. sæti Bestu deildar karla í sumar.

Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru
Hin 18 ára gamla Ísabella Sara Tryggvadóttir er orðin leikmaður sænska stórveldisins Rosengård. Félagið keypti hana frá Val nú þegar leiktíðin er nýhafi í sænsku úrvalsdeildinni.

Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA
Fulltrúar Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, komu hingað til lands á dögunum til að leggja mat á keppnis- og æfingasvæði Grindvíkinga og ummerki jarðhræringa undanfarinna missera. Til stendur að sækja um styrk frá sambandinu vegna skemmdanna.

Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin
Þjálfari FH, Heimir Guðjónsson, segist hafa orðið var við umræðuna um að hann sé orðinn gamall í hettunni en gefur lítið fyrir hana.

Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt
KR birti myndskeið á samfélagsmiðlum félagsins í hádeginu þar sem keppnistreyjan fyrir komandi fótboltasumar var kynnt. Treyjan sækir innblástur til 100 ára afmælisárs félagsins, 1999, og fyrirliði þess tíma bregður fyrir.

„Þetta er veikara lið“
Albert Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, er ekki bjartsýnn fyrir hönd KA og segir að bikarmeistararnir hafi ekki styrkt sig nógu mikið í vetur.

Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 9. sæti Bestu deildar karla í sumar.

„Mjög krefjandi tímabil framundan“
Albert Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, segir að tímabilið gæti orðið strembið fyrir Vestra og erfitt sé að rýna í stöðu liðsins vegna mikilla breytinga sem hafa orðið á því.

„Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“
Sindri Kristinn Ólafsson segist vera stoltur af tíma sínum í FH og ákvörðunin að yfirgefa klúbbinn hafi verið erfið.

Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Vestra 10. sæti Bestu deildar karla í sumar.

Aftur hefur KR leik í Laugardalnum
Líkt og á síðustu leiktíð munu fyrstu heimaleikir KR í Bestu deild karla í knattspyrnu fara fram í Laugardal. Á síðustu leiktíð endaði KR sömuleiðis mótið í Laugardalnum en nýtt gervigras svarthvítra ætti að koma í veg fyrir það.

Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik
William Tönning hefur samið við KA og lék sinn fyrsta leik með liðinu þegar leikið var til úrslita í Kjarnafæðismóti karla í fótbolta.

Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård
Ísabella Sara Tryggvadóttir, leikmaður Vals í Bestu deild kvenna, er að ganga til liðs við Svíþjóðarmeistara Rosengård. Valur vill fá Úlfu Dís Kreye til að fylla skarð Ísabellu Söru.

Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“
Kraftajötnarnir Andrés Guðmundsson og Hjalti „Úrsus“ Árnason stela senunni í Bestu deildar auglýsingunni fyrir Aftureldingu.

„Veturinn eins og best verður á kosið“
Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, telur að Afturelding geti spjarað sig vel á sínu fyrsta tímabili í Bestu deild karla.

Besta-spáin 2025: Í túninu heima
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 11. sæti Bestu deildar karla í sumar.

Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“
Ingvar Jónsson hefur skrifað undir samningsframlengingu við Víking út tímabilið 2026. Ingvar hefur verið leikmaður Víkings síðan 2020 og er að sögn Kára Árnasonar, yfirmanns knattspyrnumála, besti markmaður Bestu deildar karla.

Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik
Þór/KA mætti með laskað lið til leiks en sló Stjörnuna út í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli í undanúrslitum Lengjubikarsins. Breiðablik bíður þeirra í úrslitaleiknum næsta sunnudag.