Álfar á sveimi í Eyjafirði í kringum Álfasetrið í Arnarnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. júní 2022 20:05 Eygló er alltaf hress og skemmtileg enda hlær hún mikið og hefur gaman af öllum álfunum sínum og þeim ferðamönnum, sem koma til hennar til að fræðast um þá og þeirra líferni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Álfar eiga allan hug Eyglóar Jóhannesdóttur í Arnarnesi í Eyjafirði, sem hefur málað myndir af þeim og hittir þá reglulega í sveitinni sinni enda er hún með álfasetur á bænum. Eygló og maður hennar, Jósavin Heiðmann Arason eru með gistiheimili og ferðaþjónustu á bænum sínum, sem þau hafa rekið í nokkur ár. Alls staðar eru álfar eða eitthvað sem minnir á álfa og víddir þeirra á staðnum og upp á vegg eru nokkrar myndir af álfum, sem Eygló hefur málað. „Myndlistarkennarinn minn, hann Örn Ingi setti mér það verkefni að mála nágranna mína. Þetta eru sem sagt nágrannar mínir hérna. Ég tengdi mig inn á verurnar eða víddirnar hérna í kring og þeir komu og sögðu mér hvernig þeir lifðu og hvað þeir væru búnir að vera hérna lengi og annað,“ segir Eygló um leið og hún datt út í smástund því hún sá álf. Álfar, sem Eygló hefur teiknað og málað.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eygló býður upp á álfagöngur við bæinn sinn, sem eru mjög vinsælar og svo er hægt að fá sérstaka álfafræðslu hjá henni, af hverju við trúum á álfa á Íslandi og hún er líka með álfaheilun en þá finnur fólk fyrir álfunum. En þá er spurningin, eru álfar til eða ekki? „Þetta er náttúrulega sitthvor víddin, við erum bara í einni vídd og þeir í annarri og það er ekkert víst, ég tel að þeir viti ekkert endilega af okkur frekar en við af þeim. Það er bara einn og einn af þeirra vídd, sem veit af okkur.“ Ertu að trúa þessu eða ertu í ruglinu? „Ég trúi þessu, ég get ekki ímyndað mér að maðurinn sé sá eini, sem hefur rétt til þess að lifa á þessari jörð, ég hef enga trú á því,“ segir Eygló brosandi. Hér má sjá upplýsingar um það sem er í boði í Arnarnesi í Eyjafirði Eyjafjarðarsveit Menning Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira
Eygló og maður hennar, Jósavin Heiðmann Arason eru með gistiheimili og ferðaþjónustu á bænum sínum, sem þau hafa rekið í nokkur ár. Alls staðar eru álfar eða eitthvað sem minnir á álfa og víddir þeirra á staðnum og upp á vegg eru nokkrar myndir af álfum, sem Eygló hefur málað. „Myndlistarkennarinn minn, hann Örn Ingi setti mér það verkefni að mála nágranna mína. Þetta eru sem sagt nágrannar mínir hérna. Ég tengdi mig inn á verurnar eða víddirnar hérna í kring og þeir komu og sögðu mér hvernig þeir lifðu og hvað þeir væru búnir að vera hérna lengi og annað,“ segir Eygló um leið og hún datt út í smástund því hún sá álf. Álfar, sem Eygló hefur teiknað og málað.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eygló býður upp á álfagöngur við bæinn sinn, sem eru mjög vinsælar og svo er hægt að fá sérstaka álfafræðslu hjá henni, af hverju við trúum á álfa á Íslandi og hún er líka með álfaheilun en þá finnur fólk fyrir álfunum. En þá er spurningin, eru álfar til eða ekki? „Þetta er náttúrulega sitthvor víddin, við erum bara í einni vídd og þeir í annarri og það er ekkert víst, ég tel að þeir viti ekkert endilega af okkur frekar en við af þeim. Það er bara einn og einn af þeirra vídd, sem veit af okkur.“ Ertu að trúa þessu eða ertu í ruglinu? „Ég trúi þessu, ég get ekki ímyndað mér að maðurinn sé sá eini, sem hefur rétt til þess að lifa á þessari jörð, ég hef enga trú á því,“ segir Eygló brosandi. Hér má sjá upplýsingar um það sem er í boði í Arnarnesi í Eyjafirði
Eyjafjarðarsveit Menning Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira