Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það verði einhverjar sólarglennur og jafnvel nokkuð bjart á Suðurlandi, sérstaklega á morgun. Hiti verður átta til sautján stig, hlýjast um landið suðvestanvert,
Þá segir að reikna megi með að hitinn gæti náð upp undir tuttugu stig þar sem best lætur.
„Eins hlýnar fyrir norðan og austan, en þó ekki eins mikið og verða menn að gera sér að góðu 8 til 15 stiga hita.
Ekki er að sjá viðlíka kulda í spánum og var um nýliðna helgi.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt. Dálítil væta suðaustan- og austanlands en annars úrkomulítið, hiti 8 til 12 stig. Bjart með köflum suðvestantil með hita að 18 stigum.
Á fimmtudag: Hæg breytileg átt og víða skúrir, hiti 8 til 18 stig, svalast við norðvesturströndina.
Á föstudag: Norðlæg eða breytileg átt. Rigning með köflum, en úrkomulítið vestanlands. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast um landið suðvestanvert.
Á laugardag: Norðvestanátt og víða rigning, síst allra syðst. Kólnar heldur.
Á sunnudag: Vestlæg átt og víða væta. Fremur svalt.
Á mánudag: Útlit fyrir breytilega vindátt og þurrt víðast hvar. Milt sunnan- og vestantil, annars svalt.