Lindberg er uppalinn hjá Nordsjælland og lék þar undir stjórn Ólafs Kristjánssonar. Hann hefur leikið fyrir öll yngri landslið Dana.
Lindberg, sem er 28 ára, hefur alla tíð leikið í heimalandinu fyrir utan stutt stopp hjá Atlético Baleares á Spáni.
Velkommen Kristian #KristianSigns pic.twitter.com/bS4pSkljQh
— ÍA Akranes FC (@Skagamenn) June 28, 2022
ÍA tapaði 2-3 fyrir Breiðabliki í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær. Skagamenn eru í 10. sæti Bestu deildarinnar með átta stig eftir tíu umferðir. Næsti leikur ÍA er gegn Leikni í Breiðholtinu á mánudaginn.