„Sýnileikinn besta vopnið gegn hatrinu“ Bjarki Sigurðsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 28. júní 2022 22:30 María Rut Kristinsdóttir (t.v) og Ingileif Friðriksdóttir eru meðal þeirra sem skipuleggja fundinn. stöð 2 Á fimmtudaginn fer fram samstöðufundur á Austurvelli til stuðnings hinsegin fólks í Noregi og fjölskyldum þeirra. Skipuleggjendur fundarins segja að fræðsla sé lykillinn að því að uppræta fordóma og að hatrið megi ekki sigra. Tveir einstaklingar létu lífið í skotárás á hinsegin barnum London Pub í Osló í Noregi um helgina. Árásin er rannsökuð sem hatursglæpur og hefur maðurinn verið bendlaður við einn alræmdasta íslamska öfgamann Noregs. Því verður blásið til samstöðufundar á Austurvell í fimmtudaginn. „Maður sat svolítið eftir á laugardaginn með sorg í hjarta og fann fyrir varnarleysi. Hinsegin samfélagið á Íslandi er mjög sterkt og opið og við þurfum að sýna þennan samtaka mátt núna með því að koma saman á Austurvelli og sýna samstöðu. Bæði minnast þeirra sem létust í þessari hryllilegu árás og ekki síst senda styrk til þeirra sem særðust. Við verðum að sýna alvöru samstöðu vegna þess að við megum ekki láta hatrið sigra, við þurfum að láta kærleikann vera ofan á,“ segir María Rut Kristinsdóttir, stofnandi Hinseginleikans og einn skipuleggjanda fundarins. María sjálf verður með ræðu á fundinum ásamt Ingileif Friðriksdóttur og Örnu Magneu Danks. Þá mun Páll Óskar Hjálmtýsson setja tóninn og taka lag. „Við viljum krefjast þess að hinsegin fræðsla verði aukin á öllum stigum samfélagsins. Við erum að krefjast þess að sveitarstjórnir, borgarstjórn og Alþingi taki þessi mál föstum tökum og auki fjárútlát til þessa málaflokks. Til þess að uppræta fordóma verðum við að fræða, það er svona grunnstefið í þessu öllu saman. Svo er sýnileikinn besta vopnið gegn hatrinu,“ segir Ingileif sem einnig er skipuleggjandi fundarins. Fundurinn fer fram á fimmtudaginn og verður hann settur klukkan 17. Hinsegin Skotárás við London Pub í Osló Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Tveir einstaklingar létu lífið í skotárás á hinsegin barnum London Pub í Osló í Noregi um helgina. Árásin er rannsökuð sem hatursglæpur og hefur maðurinn verið bendlaður við einn alræmdasta íslamska öfgamann Noregs. Því verður blásið til samstöðufundar á Austurvell í fimmtudaginn. „Maður sat svolítið eftir á laugardaginn með sorg í hjarta og fann fyrir varnarleysi. Hinsegin samfélagið á Íslandi er mjög sterkt og opið og við þurfum að sýna þennan samtaka mátt núna með því að koma saman á Austurvelli og sýna samstöðu. Bæði minnast þeirra sem létust í þessari hryllilegu árás og ekki síst senda styrk til þeirra sem særðust. Við verðum að sýna alvöru samstöðu vegna þess að við megum ekki láta hatrið sigra, við þurfum að láta kærleikann vera ofan á,“ segir María Rut Kristinsdóttir, stofnandi Hinseginleikans og einn skipuleggjanda fundarins. María sjálf verður með ræðu á fundinum ásamt Ingileif Friðriksdóttur og Örnu Magneu Danks. Þá mun Páll Óskar Hjálmtýsson setja tóninn og taka lag. „Við viljum krefjast þess að hinsegin fræðsla verði aukin á öllum stigum samfélagsins. Við erum að krefjast þess að sveitarstjórnir, borgarstjórn og Alþingi taki þessi mál föstum tökum og auki fjárútlát til þessa málaflokks. Til þess að uppræta fordóma verðum við að fræða, það er svona grunnstefið í þessu öllu saman. Svo er sýnileikinn besta vopnið gegn hatrinu,“ segir Ingileif sem einnig er skipuleggjandi fundarins. Fundurinn fer fram á fimmtudaginn og verður hann settur klukkan 17.
Hinsegin Skotárás við London Pub í Osló Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira