Gætu ráðstafað kolefnissköttum til tekjulágra til að draga úr ójöfnuði Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2022 08:00 Tekjulágir eru taldir axla hlutfallslega þyngri byrðar en aðrir þjóðfélagshópar af gjaldi á kolefni. Loftslagsráð telur hægt að vega upp á móti þeim áhrifum með því að ráðstafa tekjum af slíku gjaldi til heimila og fyrirtækja í viðkvæmri stöðu. Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld gætu stuðlað að réttlátum umskiptum í loftslagsmálum með því að ráðstafa skatttekjum af kolefnislosun til heimila og fyrirtækja í viðkvæmri stöðu, að mati Loftslagsráðs. Ólíkt öðrum Evrópuríkjum hefur Ísland enga stefnu um að láta tekjur renna til loftslagstengdra verkefna. Ráðið telur að auka þurfi gagnsæi og tengja loftslagsmál skýrar við áætlanagerð opinberra fjármála. Í greinargerð sem Loftslagsráð lét vinna um opinber fjármál og loftslagsmál kemur fram að tekjur íslenska ríkisins af kolefnisgjaldi, skattlagningu á flúorgasi eða sölu á losunarheimildum sem eru boðnar upp séu ekki markaðar með neinum hætti heldur renni þær beint í ríkissjóð. Þetta sé ólíkt stefnu Evrópusambandsins sem hvetji aðildarríki sín til þess að verja að minnsta kosti helmingi af tekjum af sölu uppboðsheimilda í loftslagstengd málefni. Aðildarríkin hafi varið samanlegt um 75% af uppboðstekjum sínum til loftslagstengdra aðgerða á tímabilinu 2013 til 2020. Tillögur ESB í tengslum við nýtt losunarmarkmið um 55% samdrátt í losun fyrir árið 2030 gera ennfremur ráð fyrir því að aðildarríkjunum verði skylt að verja öllum tekjunum til loftslagstengdra málefna, eins og tækniframfara, loftslagsvænna lausna og til að takast á við samfélagsleg áhrif viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir. Þetta ákvæði er þó ekki bindandi fyrir Ísland þar sem það fellur utan EES-samningsins. Ekkert mat til á dreifingu byrða kolefnisgjalds á tekjutíundir Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) lagði til að kolefnisgjöld á Íslandi yrðu hækkuð og nýir skattar á aðrar gróðurhúsalofttegundir yrðu innleiddar í ábendingum sínum árið 2019. Tekjurnar mætti færa til heimila og fyrirtækja í viðkvæmri stöðu. Endurdreifing tekna vegna kolefnisgjalds gæti dregið úr áhrifum þess á ójöfnuð og komið í veg fyrir að það leiddi til of mikillar aukningar í skattbyrði. Byrðin bitni að jafnaði mest á tekjulágum hópum þar sem þeir verji gjarnan stærri hluta tekna sinna í kolefnisfrekar vörur og þjónustu en aðrir þjóðfélagshópar. „Hægt væri að stuðla að réttlátum umskiptum með því að ráðstafa skatttekjunum til fyrirtækja og heimila í viðkvæmri stöðu,“ segir í greinargerð Loftslagsráðs. Íslensk stjórnvöld boða réttlát umskipti fyrir alla hópa samfélagsins í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar en sú stefna hefur ekki verið innleidd í lög og reglur enn sem komið er. Þá bendir ráðið á að ekki liggi fyrir hvernig skattbyrðin af kolefnisgjaldi og öðrum loftslagstengdum sköttum dreifist á milli tekjutíunda og fyrirtækja hérlendis. „Stjórnvöld þyrftu hins vegar að framkvæma slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif loftslagsskatta,“ segir í greinargerðinni. Þurfa að auka gagnsæi og sundurliðun á kostnaði Ráðið segir að stjórnvöld eigi enn mikla vinnu fyrir höndum við að samhæfa stefnumörkun ríkisfjármála og loftslagsmála. Bæta þurfi gagnsæi og framsetningu upplýsinga um kostnað og tekjur vegna aðgerða í loftslagsmálum til að unnt sé að gera sér grein fyrir tengslum loftslagsstefnu stjórnvalda og þeirrar forgangsröðunar sem komi fram í fjármálaáætlun og fjárlögum. Gangrýnir ráðið að flokkun á kostnaði vegna aðgerða í loftslagsmálum sé ekki nægjanlega skýr. „Af lestri fjármálaáætlunar er erfitt að átta sig á því hvaða forsendur, gögn og greiningar liggja að baki forgangsröðun fjármuna og hvaða ávinnings er að vænta af framlögum til einstakra aðgerða,“ segir í greinargerðinni. Sérstaklega er bent á að auka mætti sundurliðun í flokkun kostnaðar vegna loftslagsaðgerða. Í núgildandi sundurliðun sé ekki gerður greinarmunur á aðgerðum sem að mestu gætu talist beinar loftslagsaðgerðir og þeim sem einnig er ráðist í af öðrum ástæðum. Þar gæti kostnaður verið ofmetinn. Einnig sé ljóst að efla þurfu mat á loftslagsáhrifum stefnumarkandi aðgerða ríkisins til að skapa forsendur fyrir upplýsingum og skilvirkum ákvörðunum um framlög til loftslagsmála. Leggur ráðið til að stjórnvöld geti lært af reynslu ríkja sem hafi innleitt græna fjárlagagerð. Bendir það einnig á að hægt sé að nýta þá reynslu sem byggst hafi upp í stjórnkerfinu, til dæmis við kynjaða fjárlagagerð sem beitt hafi verið um nokkurt skeið. Aukinn kostnaður en búist við lækkun Bæði kostnaður og tekjur ríkisins vegna loftslagsmála hafa aukist síðustu ár en hvoru tveggja eiga að fara lækkandi. Heildarkostnaður vegna loftslagsmála, eins og fjármála- og efnahagsráðuneytið skilgreinir hann, nam rúmum nítján milljörðum í fyrra og rúmum átján milljörðum í ár. Það er 70% aukning frá 2017-2018. Jafngildir upphæðin um 0,5% af væntri landsframleiðslu Íslands í ár. Mestu er sagt muna um auknar skattalegar ívilnanir. Þær jukust úr 3,4 milljörðum króna árið 2017 í 10,5 milljarða króna í fyrra. Ríkið veitir meðal annars ívilnanir vegna kaupa á vistvænum bifreiðum. Búist er við að kostnaður ríkisins minnki á næstu árum, einkum vegna þess að tímabundir styrkir renna að óbreyttu út. Tekjur eigi einnig eftir að lækka Tekjur ríkisins af kolefnisgjöldum, gjöldum á flúorgas og þátttöku í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir námu tæpum þrettán milljörðum króna árið 2020 en reiknað er með að þær verði um níu milljarðar í ár. Meirihluti teknanna kemur frá kolefnisgjaldi, um 67%. Tekjur af losunarheimildum er um 31% en skattur á innflutning flúorgass um tvö prósent. Frá 2010 til 2017 voru tekjur af kolefnisgjaldi á bilinu tveir til fjórir milljarðar króna á ári á væntu verðlagi ársins í ár. Árið 2018 hækkuðu þær úr rúmum fjórum milljörðum í 6,1-6,2 milljarða króna á ári. Reiknað er með að tekjur af kolefnisgjaldi fari lækkandi vegna minni notkunar jarðefnaeldsneytis. Fjármála- og efnahagsráðuneytið gerir ráð fyrir að tekjur af uppboðsheimildum vegna viðskiptakerfis ESB hafi dregist saman árið 2021 og numið 800 milljónum króna. Væntar tekjur af uppboðinu í ár verði 2,8 milljarðar króna. Ríkið býst við því að þessar tekjur dragist saman nokkuð til 2027 þrátt fyrir að nýjar tillögur framkvæmdastjórnar ESB vegna nýja losunarmarkmiðsins miðið að því að tekjur af uppboði losunarheimilda aukist á næstu árum. Hér fyrir neðan má nálgast greinargerð Loftslagsráðs um opinber fjármál og loftslagsmál í heild sinni. Loftslagsráð er sjálfstætt starfandi ráð sem hefur það meginhlutverk að veita stjórnvöldum aðhald með faglegri ráðgjöf um loftslagsmál. Opinber_fjármál_og_loftslagsmál_-_Loftslagsráð_2022-06-09PDF569KBSækja skjal Loftslagsmál Efnahagsmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Loftslagsráð gagnrýnir aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda Á 55. fundi Loftslagsráðs þann 9. júní síðastliðinn samþykkti ráðið álit tileinkað íslenskum stjórnvöldum í ljósi skýrslu IPCC. Loftslagsráð segir markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 óljós og sé þörf á frekari útskýringum á markmiðum. 20. júní 2022 18:41 Ekki fyrsta aðvörunin en styttist í að hún gæti orðið sú síðasta Formaður Loftslagsráðs segir alvarlegt að meðalhiti jarðarinnar gæti hækkað um eina og hálfa gráðu á næstu árum. Heimsbyggðin þurfi að gera miklu meira, miklu hraðar, til að bregðast við. Þetta sé ekki fyrsta aðvörunin sem að mannkynið fær en það styttist mögulega í að þetta verði sú síðasta. 11. maí 2022 13:01 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Í greinargerð sem Loftslagsráð lét vinna um opinber fjármál og loftslagsmál kemur fram að tekjur íslenska ríkisins af kolefnisgjaldi, skattlagningu á flúorgasi eða sölu á losunarheimildum sem eru boðnar upp séu ekki markaðar með neinum hætti heldur renni þær beint í ríkissjóð. Þetta sé ólíkt stefnu Evrópusambandsins sem hvetji aðildarríki sín til þess að verja að minnsta kosti helmingi af tekjum af sölu uppboðsheimilda í loftslagstengd málefni. Aðildarríkin hafi varið samanlegt um 75% af uppboðstekjum sínum til loftslagstengdra aðgerða á tímabilinu 2013 til 2020. Tillögur ESB í tengslum við nýtt losunarmarkmið um 55% samdrátt í losun fyrir árið 2030 gera ennfremur ráð fyrir því að aðildarríkjunum verði skylt að verja öllum tekjunum til loftslagstengdra málefna, eins og tækniframfara, loftslagsvænna lausna og til að takast á við samfélagsleg áhrif viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir. Þetta ákvæði er þó ekki bindandi fyrir Ísland þar sem það fellur utan EES-samningsins. Ekkert mat til á dreifingu byrða kolefnisgjalds á tekjutíundir Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) lagði til að kolefnisgjöld á Íslandi yrðu hækkuð og nýir skattar á aðrar gróðurhúsalofttegundir yrðu innleiddar í ábendingum sínum árið 2019. Tekjurnar mætti færa til heimila og fyrirtækja í viðkvæmri stöðu. Endurdreifing tekna vegna kolefnisgjalds gæti dregið úr áhrifum þess á ójöfnuð og komið í veg fyrir að það leiddi til of mikillar aukningar í skattbyrði. Byrðin bitni að jafnaði mest á tekjulágum hópum þar sem þeir verji gjarnan stærri hluta tekna sinna í kolefnisfrekar vörur og þjónustu en aðrir þjóðfélagshópar. „Hægt væri að stuðla að réttlátum umskiptum með því að ráðstafa skatttekjunum til fyrirtækja og heimila í viðkvæmri stöðu,“ segir í greinargerð Loftslagsráðs. Íslensk stjórnvöld boða réttlát umskipti fyrir alla hópa samfélagsins í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar en sú stefna hefur ekki verið innleidd í lög og reglur enn sem komið er. Þá bendir ráðið á að ekki liggi fyrir hvernig skattbyrðin af kolefnisgjaldi og öðrum loftslagstengdum sköttum dreifist á milli tekjutíunda og fyrirtækja hérlendis. „Stjórnvöld þyrftu hins vegar að framkvæma slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif loftslagsskatta,“ segir í greinargerðinni. Þurfa að auka gagnsæi og sundurliðun á kostnaði Ráðið segir að stjórnvöld eigi enn mikla vinnu fyrir höndum við að samhæfa stefnumörkun ríkisfjármála og loftslagsmála. Bæta þurfi gagnsæi og framsetningu upplýsinga um kostnað og tekjur vegna aðgerða í loftslagsmálum til að unnt sé að gera sér grein fyrir tengslum loftslagsstefnu stjórnvalda og þeirrar forgangsröðunar sem komi fram í fjármálaáætlun og fjárlögum. Gangrýnir ráðið að flokkun á kostnaði vegna aðgerða í loftslagsmálum sé ekki nægjanlega skýr. „Af lestri fjármálaáætlunar er erfitt að átta sig á því hvaða forsendur, gögn og greiningar liggja að baki forgangsröðun fjármuna og hvaða ávinnings er að vænta af framlögum til einstakra aðgerða,“ segir í greinargerðinni. Sérstaklega er bent á að auka mætti sundurliðun í flokkun kostnaðar vegna loftslagsaðgerða. Í núgildandi sundurliðun sé ekki gerður greinarmunur á aðgerðum sem að mestu gætu talist beinar loftslagsaðgerðir og þeim sem einnig er ráðist í af öðrum ástæðum. Þar gæti kostnaður verið ofmetinn. Einnig sé ljóst að efla þurfu mat á loftslagsáhrifum stefnumarkandi aðgerða ríkisins til að skapa forsendur fyrir upplýsingum og skilvirkum ákvörðunum um framlög til loftslagsmála. Leggur ráðið til að stjórnvöld geti lært af reynslu ríkja sem hafi innleitt græna fjárlagagerð. Bendir það einnig á að hægt sé að nýta þá reynslu sem byggst hafi upp í stjórnkerfinu, til dæmis við kynjaða fjárlagagerð sem beitt hafi verið um nokkurt skeið. Aukinn kostnaður en búist við lækkun Bæði kostnaður og tekjur ríkisins vegna loftslagsmála hafa aukist síðustu ár en hvoru tveggja eiga að fara lækkandi. Heildarkostnaður vegna loftslagsmála, eins og fjármála- og efnahagsráðuneytið skilgreinir hann, nam rúmum nítján milljörðum í fyrra og rúmum átján milljörðum í ár. Það er 70% aukning frá 2017-2018. Jafngildir upphæðin um 0,5% af væntri landsframleiðslu Íslands í ár. Mestu er sagt muna um auknar skattalegar ívilnanir. Þær jukust úr 3,4 milljörðum króna árið 2017 í 10,5 milljarða króna í fyrra. Ríkið veitir meðal annars ívilnanir vegna kaupa á vistvænum bifreiðum. Búist er við að kostnaður ríkisins minnki á næstu árum, einkum vegna þess að tímabundir styrkir renna að óbreyttu út. Tekjur eigi einnig eftir að lækka Tekjur ríkisins af kolefnisgjöldum, gjöldum á flúorgas og þátttöku í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir námu tæpum þrettán milljörðum króna árið 2020 en reiknað er með að þær verði um níu milljarðar í ár. Meirihluti teknanna kemur frá kolefnisgjaldi, um 67%. Tekjur af losunarheimildum er um 31% en skattur á innflutning flúorgass um tvö prósent. Frá 2010 til 2017 voru tekjur af kolefnisgjaldi á bilinu tveir til fjórir milljarðar króna á ári á væntu verðlagi ársins í ár. Árið 2018 hækkuðu þær úr rúmum fjórum milljörðum í 6,1-6,2 milljarða króna á ári. Reiknað er með að tekjur af kolefnisgjaldi fari lækkandi vegna minni notkunar jarðefnaeldsneytis. Fjármála- og efnahagsráðuneytið gerir ráð fyrir að tekjur af uppboðsheimildum vegna viðskiptakerfis ESB hafi dregist saman árið 2021 og numið 800 milljónum króna. Væntar tekjur af uppboðinu í ár verði 2,8 milljarðar króna. Ríkið býst við því að þessar tekjur dragist saman nokkuð til 2027 þrátt fyrir að nýjar tillögur framkvæmdastjórnar ESB vegna nýja losunarmarkmiðsins miðið að því að tekjur af uppboði losunarheimilda aukist á næstu árum. Hér fyrir neðan má nálgast greinargerð Loftslagsráðs um opinber fjármál og loftslagsmál í heild sinni. Loftslagsráð er sjálfstætt starfandi ráð sem hefur það meginhlutverk að veita stjórnvöldum aðhald með faglegri ráðgjöf um loftslagsmál. Opinber_fjármál_og_loftslagsmál_-_Loftslagsráð_2022-06-09PDF569KBSækja skjal
Loftslagsmál Efnahagsmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Loftslagsráð gagnrýnir aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda Á 55. fundi Loftslagsráðs þann 9. júní síðastliðinn samþykkti ráðið álit tileinkað íslenskum stjórnvöldum í ljósi skýrslu IPCC. Loftslagsráð segir markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 óljós og sé þörf á frekari útskýringum á markmiðum. 20. júní 2022 18:41 Ekki fyrsta aðvörunin en styttist í að hún gæti orðið sú síðasta Formaður Loftslagsráðs segir alvarlegt að meðalhiti jarðarinnar gæti hækkað um eina og hálfa gráðu á næstu árum. Heimsbyggðin þurfi að gera miklu meira, miklu hraðar, til að bregðast við. Þetta sé ekki fyrsta aðvörunin sem að mannkynið fær en það styttist mögulega í að þetta verði sú síðasta. 11. maí 2022 13:01 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Loftslagsráð gagnrýnir aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda Á 55. fundi Loftslagsráðs þann 9. júní síðastliðinn samþykkti ráðið álit tileinkað íslenskum stjórnvöldum í ljósi skýrslu IPCC. Loftslagsráð segir markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 óljós og sé þörf á frekari útskýringum á markmiðum. 20. júní 2022 18:41
Ekki fyrsta aðvörunin en styttist í að hún gæti orðið sú síðasta Formaður Loftslagsráðs segir alvarlegt að meðalhiti jarðarinnar gæti hækkað um eina og hálfa gráðu á næstu árum. Heimsbyggðin þurfi að gera miklu meira, miklu hraðar, til að bregðast við. Þetta sé ekki fyrsta aðvörunin sem að mannkynið fær en það styttist mögulega í að þetta verði sú síðasta. 11. maí 2022 13:01