Kærði Heimkaup til lögreglu vegna netverslunar Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júní 2022 23:02 Þingmaður Sjálfstæðisflokks kallar eftir breytingum á lögum á netverslun áfengis, forstjóri Heimkaupa er ánægður að verslunin sé byrjuð að selja áfengi en formaður samtaka gegn áfengisauglýsingum segir netverslun áfengis ólöglega. Samsett mynd Heimkaup hófu í dag netsölu áfengis fyrst stórmarkaða. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur óskýran lagaramma í kringum netsölu áfengis skapa skakka stöðu á samkeppnismarkaði. Formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum segir áfengissölu Heimkaupa ólöglega og því hafi hann kært fyrirtækið til lögreglu. Pálmi Jónsson, forstjóri Heimkaupa, er ánægur að verslunin skuli stíga það skref að hefja netverslun áfengis.Vísir/Ívar Með tilkomu netverslanna undanfarin ár hefur orðið mikil breyting á sölu áfengis og í dag hófu Heimkaup fyrst stórmarkaða netverslun á áfengi. Að sögn Pálma Jónssonar, forstjóra Heimkaupa, hafa viðskiptavinir tekið vel í breytinguna en Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, segir áfengissölu Heimkaupa lögbrot. Til að mega selja áfengi verða fyrirtæki að vera skráð erlendis enda mega íslensk fyrirtæki ekki selja áfengi samkvæmt lögum. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur óskýran lagaramma í kringum netsölu með áfengi skapa skakka stöðu á samkeppnismarkaði og það sé ríkur vilji á þingi til að breyta honum. Fyrirtæki verði að vera skráð erlendis til að selja áfengi „Við teljum að þetta sé ánægjulegt skref í þeirri þróun sem við viljum fara með þessa hluti,“ sagði Pálmi Jónsson, forstjóri Heimkaupa, í viðtali á Stöð 2 í dag. Hann sagði fyrirtækið hafa fengið góð viðbrögð við netsölunni það sem af væri degi og að fyrirtækið væri sátt með söluna á þessum fyrsta degi netverslunarinnar. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem lagði fram frumvarp um að heimila netsölu með áfengi á Íslandi segir lagaumhverfið í dag skapa skakka stöðu á samkeppnismarkaði. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur ríkan vilja á þingi til að breyta óskýrum lagaramma í kringum netsölu áfengis.Vísir/Ívar „Ég ítreka að ástæðan fyrir frumvarpinu sem ég lagði fram var til þess að jafna samkeppnisgrundvöll. Auðvitað kemur ekki á óvart að þeir aðilar sem hafa innviði til þess að hafa netverslun yfir höfuð finni sér þessar leiðir og það er búið að liggja fyrir lengi. Þannig að þetta er auðvitað ástand sem mun ekkert hverfa,“ sagði Hildur. Þrátt fyrir að frumvarp Hildar hafi ekki fengið meðferð fyrir þinglok telur Hildur ríkan vilja á þinginu til að breyta lögunum. „Ég held að smám saman sjái fólk kannski að frjálsari verslun með áfengi sé kannski ekki jafn mikil grýla hefur verið látið að liggja í áratugi.“ Salan ólögleg þó hún sé í gegnum netverslun Ekki eru þó allir sáttir með nýtilkomna netverslun áfengis. Árni Guðmundsson, formaður foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, hefur áhyggjur af auknu aðgengi að áfengi og segir sölu Heimkaupa þar að auki brjóta í bága við lög. „Þetta er algjörlega ólögleg sala og í raun og veru undarlegt að ekki sé brugðist við því með neinum hætti,“ sagði Árni um áfengissölu Heimkaupa í viðtali við Stöð 2. Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, sagði ljóst að netverslun væri, rétt eins og venjuleg verslun, ólögleg samkvæmt lögum.Vísir/Ívar Hann sagði einnig að í dag væri enginn munur á vefverslun og venjulegri verslun og því væri þetta „áfengissala í sinni tærustu mynd og ólögleg sem slík samkvæmt lögum um áfengismál.“ Þá greindi Árni frá því að í morgun hefði hann séð aukna hreyfingu á vef Foreldrasamtakanna og hefði hann þá strax grunað að eitthvað væri á seyði. „Svo sé ég yfirlýsingu um að einhver tiltekinn aðili hafi ætlað að fremja lögbrot, hann segir það í blaði, forstöðumaður fyrirtækisins, að hann ætli að selja áfengi, sem er ólöglegt. Fyrir hönd samtakanna, sjálfs míns og allra almennra borgara fannst mér sjálfsagt að benda lögreglunni á að ég hafi verið vitni að því að maður ætlaði að fremja lögbrot þannig að við kærðum þetta til lögreglunnar og gerum ráð fyrir því að hún grípi til viðeigandi ráðstafana.“ Aðspurður hvort salan væri ólögleg í ljósi þess að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi vísaði máli frá um netverslun áfengis sagði hann það alveg ljóst. „Héraðsdómur tók aldrei á efnisatriðum málsins, sem eru sölufyrirkomulagið. Þetta var tæknileg frávísun og undarlegt að þetta hafi verið tekið úr dómi. Þetta er í mínum huga algjörlega skýrt og hvet fólk til að lesa áfengislögin,“ sagði Árni. Áfengi og tóbak Verslun Börn og uppeldi Netverslun með áfengi Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Sjá meira
Pálmi Jónsson, forstjóri Heimkaupa, er ánægur að verslunin skuli stíga það skref að hefja netverslun áfengis.Vísir/Ívar Með tilkomu netverslanna undanfarin ár hefur orðið mikil breyting á sölu áfengis og í dag hófu Heimkaup fyrst stórmarkaða netverslun á áfengi. Að sögn Pálma Jónssonar, forstjóra Heimkaupa, hafa viðskiptavinir tekið vel í breytinguna en Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, segir áfengissölu Heimkaupa lögbrot. Til að mega selja áfengi verða fyrirtæki að vera skráð erlendis enda mega íslensk fyrirtæki ekki selja áfengi samkvæmt lögum. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur óskýran lagaramma í kringum netsölu með áfengi skapa skakka stöðu á samkeppnismarkaði og það sé ríkur vilji á þingi til að breyta honum. Fyrirtæki verði að vera skráð erlendis til að selja áfengi „Við teljum að þetta sé ánægjulegt skref í þeirri þróun sem við viljum fara með þessa hluti,“ sagði Pálmi Jónsson, forstjóri Heimkaupa, í viðtali á Stöð 2 í dag. Hann sagði fyrirtækið hafa fengið góð viðbrögð við netsölunni það sem af væri degi og að fyrirtækið væri sátt með söluna á þessum fyrsta degi netverslunarinnar. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem lagði fram frumvarp um að heimila netsölu með áfengi á Íslandi segir lagaumhverfið í dag skapa skakka stöðu á samkeppnismarkaði. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur ríkan vilja á þingi til að breyta óskýrum lagaramma í kringum netsölu áfengis.Vísir/Ívar „Ég ítreka að ástæðan fyrir frumvarpinu sem ég lagði fram var til þess að jafna samkeppnisgrundvöll. Auðvitað kemur ekki á óvart að þeir aðilar sem hafa innviði til þess að hafa netverslun yfir höfuð finni sér þessar leiðir og það er búið að liggja fyrir lengi. Þannig að þetta er auðvitað ástand sem mun ekkert hverfa,“ sagði Hildur. Þrátt fyrir að frumvarp Hildar hafi ekki fengið meðferð fyrir þinglok telur Hildur ríkan vilja á þinginu til að breyta lögunum. „Ég held að smám saman sjái fólk kannski að frjálsari verslun með áfengi sé kannski ekki jafn mikil grýla hefur verið látið að liggja í áratugi.“ Salan ólögleg þó hún sé í gegnum netverslun Ekki eru þó allir sáttir með nýtilkomna netverslun áfengis. Árni Guðmundsson, formaður foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, hefur áhyggjur af auknu aðgengi að áfengi og segir sölu Heimkaupa þar að auki brjóta í bága við lög. „Þetta er algjörlega ólögleg sala og í raun og veru undarlegt að ekki sé brugðist við því með neinum hætti,“ sagði Árni um áfengissölu Heimkaupa í viðtali við Stöð 2. Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, sagði ljóst að netverslun væri, rétt eins og venjuleg verslun, ólögleg samkvæmt lögum.Vísir/Ívar Hann sagði einnig að í dag væri enginn munur á vefverslun og venjulegri verslun og því væri þetta „áfengissala í sinni tærustu mynd og ólögleg sem slík samkvæmt lögum um áfengismál.“ Þá greindi Árni frá því að í morgun hefði hann séð aukna hreyfingu á vef Foreldrasamtakanna og hefði hann þá strax grunað að eitthvað væri á seyði. „Svo sé ég yfirlýsingu um að einhver tiltekinn aðili hafi ætlað að fremja lögbrot, hann segir það í blaði, forstöðumaður fyrirtækisins, að hann ætli að selja áfengi, sem er ólöglegt. Fyrir hönd samtakanna, sjálfs míns og allra almennra borgara fannst mér sjálfsagt að benda lögreglunni á að ég hafi verið vitni að því að maður ætlaði að fremja lögbrot þannig að við kærðum þetta til lögreglunnar og gerum ráð fyrir því að hún grípi til viðeigandi ráðstafana.“ Aðspurður hvort salan væri ólögleg í ljósi þess að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi vísaði máli frá um netverslun áfengis sagði hann það alveg ljóst. „Héraðsdómur tók aldrei á efnisatriðum málsins, sem eru sölufyrirkomulagið. Þetta var tæknileg frávísun og undarlegt að þetta hafi verið tekið úr dómi. Þetta er í mínum huga algjörlega skýrt og hvet fólk til að lesa áfengislögin,“ sagði Árni.
Áfengi og tóbak Verslun Börn og uppeldi Netverslun með áfengi Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“