Kynntust á Broadway
Tom og Zawe kynntist við uppsetningu á leikritinu Betrayal á Broadway árið 2019. Zawe var glæsileg á fumsýningu Mr. Malcom´s List þar sem hún skartaði kúlunni í fyrsta skipti í kjól frá Sabina Bilenko Couture. Tom er líklega þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Loki í hinum ýmsu myndum og Zawe fyrir hlutverk sín í Fresh Meat og Not Safe for Work. Á næsta ári mun hún þó einnig stíga inn í Marvel heiminn líkt og Tom í myndinn The Marvel´s.

Vill ekki tala mikið um ástarlífið
Tom er mjög lítið fyrir opinberar tilkynningar þegar kemur að ástarlífinu sínu en sagði þó í viðtali við Los Angeles Times fyrr í mánuðinum, áður en hann sagðist ekki vilja ræða það frekar: „Ég er mjög glaður.“ Það muna eflaust einhverjir eftir sambandinu sem hann átti með Taylor Swift árið 2016 sem var mjög opinbert og virðist hann ekki hafa verið á þeim buxunum síðan þá.