Líst ekkert á vefsöluna og vill skerpa á lögum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. júní 2022 11:51 Bjarkey segist viss um að Vinstri græn séu ekki ein á báti innan þingsins þegar kemur að andstöðu gegn vefverslun með áfengi. vísir/vilhelm Þingmaður Vinstri grænna segir flokkinn mótfallinn því að heimila vefsölu með áfengi. Réttara væri að herða löggjöfina til að koma í veg fyrir að Íslendingar geti stofnað fyrirtæki erlendis og selt áfengi inn á íslenskan markað. Það vakti mikla athygli þegar Heimkaup fór af stað með vefsölu á áfengi í gær. Það gerir fyrirtækið í gegn um danskt fyrirtæki, Heimkaup ApS sem er innan sömu samsteypu, en samkvæmt lögum mega íslensk fyrirtæki ekki selja áfengi í vefsölu. Vefverslunum, sem eru skráðar erlendis en stíla inn á íslenskan markað, hefur fjölgað mjög á síðasta ári. „Mér líst náttúrulega ekkert sérstaklega vel á það og mér finnst þetta vera gat í löggjöfinni sem við þurfum alvarlega að velta fyrir okkur hvort við getum náð eitthvað utan um. Þannig að það eru kannski svona fyrstu viðbrögðin við þessu. En mér finnst þetta ekki gott,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að þessi þróun kallaði á breytingu á áfengislögum. Heimila þyrfti vefsölu á Íslandi til að jafna samkeppnisgrundvöll. Hún taldi sátt vera að myndast um það í þinginu. Því er Bjarkey ósammála. Vinstri græn hafi verið mótfallin vefsölu í gegn um tíðina. „Ég held að við séum alls ekki ein á móti þessu. Ég held að við eigum okkur nú liðsmenn innan þingsins eins og hinir sem vilja ná þessu fram. En það hefur ekkert reynt á það hvort það sé meirihluti fyrir þessu eða ekki,“ segir Bjarkey. Málið sé fyrst og fremst lýðheilsumál. Rannsóknir sýni að með auknu framboði og aðgengi að áfengi aukist neyslan. „Það leiðir af sér alls konar vesen og það hefur auðvitað margoft komið fram í þessari umræðu í gegn um árin þegar að þessi mál hafa verið á dagskrá. Þannig að eins og ég segi... Ég tel ekki þörf á því að við séum að bæta eitthvað við þetta,“ segir Bjarkey. Hún telur mikilvægt að þingið taki þessi mál fyrir strax í haust vegna fjölgunar vefverslana með áfengi á íslenskum markaði. Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Verslun Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Kærði Heimkaup til lögreglu vegna netverslunar Heimkaup hófu í dag netsölu áfengis fyrst stórmarkaða. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur óskýran lagaramma í kringum netsölu áfengis skapa skakka stöðu á samkeppnismarkaði. Formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum segir áfengissölu Heimkaupa ólöglega og því hafi hann kært fyrirtækið til lögreglu. 29. júní 2022 23:02 Heimkaup hefja áfengissölu í heimsendingu Vefverslunin Heimkaup hefur bæst í flóru þeirra fyrirtækja sem selja áfengi yfir netið hér á landi. Verðlagning er svipuð og í ÁTVR. 29. júní 2022 11:18 ÁTVR unir niðurstöðu héraðsdóms sem vísaði máli gegn netverslunum frá dómi ÁTVR hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun mála sem höfðuð voru í þeim tilgangi að stöðva sölu áfengis í vefverslunum hér á landi. 31. mars 2022 14:49 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Sjá meira
Það vakti mikla athygli þegar Heimkaup fór af stað með vefsölu á áfengi í gær. Það gerir fyrirtækið í gegn um danskt fyrirtæki, Heimkaup ApS sem er innan sömu samsteypu, en samkvæmt lögum mega íslensk fyrirtæki ekki selja áfengi í vefsölu. Vefverslunum, sem eru skráðar erlendis en stíla inn á íslenskan markað, hefur fjölgað mjög á síðasta ári. „Mér líst náttúrulega ekkert sérstaklega vel á það og mér finnst þetta vera gat í löggjöfinni sem við þurfum alvarlega að velta fyrir okkur hvort við getum náð eitthvað utan um. Þannig að það eru kannski svona fyrstu viðbrögðin við þessu. En mér finnst þetta ekki gott,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að þessi þróun kallaði á breytingu á áfengislögum. Heimila þyrfti vefsölu á Íslandi til að jafna samkeppnisgrundvöll. Hún taldi sátt vera að myndast um það í þinginu. Því er Bjarkey ósammála. Vinstri græn hafi verið mótfallin vefsölu í gegn um tíðina. „Ég held að við séum alls ekki ein á móti þessu. Ég held að við eigum okkur nú liðsmenn innan þingsins eins og hinir sem vilja ná þessu fram. En það hefur ekkert reynt á það hvort það sé meirihluti fyrir þessu eða ekki,“ segir Bjarkey. Málið sé fyrst og fremst lýðheilsumál. Rannsóknir sýni að með auknu framboði og aðgengi að áfengi aukist neyslan. „Það leiðir af sér alls konar vesen og það hefur auðvitað margoft komið fram í þessari umræðu í gegn um árin þegar að þessi mál hafa verið á dagskrá. Þannig að eins og ég segi... Ég tel ekki þörf á því að við séum að bæta eitthvað við þetta,“ segir Bjarkey. Hún telur mikilvægt að þingið taki þessi mál fyrir strax í haust vegna fjölgunar vefverslana með áfengi á íslenskum markaði.
Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Verslun Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Kærði Heimkaup til lögreglu vegna netverslunar Heimkaup hófu í dag netsölu áfengis fyrst stórmarkaða. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur óskýran lagaramma í kringum netsölu áfengis skapa skakka stöðu á samkeppnismarkaði. Formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum segir áfengissölu Heimkaupa ólöglega og því hafi hann kært fyrirtækið til lögreglu. 29. júní 2022 23:02 Heimkaup hefja áfengissölu í heimsendingu Vefverslunin Heimkaup hefur bæst í flóru þeirra fyrirtækja sem selja áfengi yfir netið hér á landi. Verðlagning er svipuð og í ÁTVR. 29. júní 2022 11:18 ÁTVR unir niðurstöðu héraðsdóms sem vísaði máli gegn netverslunum frá dómi ÁTVR hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun mála sem höfðuð voru í þeim tilgangi að stöðva sölu áfengis í vefverslunum hér á landi. 31. mars 2022 14:49 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Sjá meira
Kærði Heimkaup til lögreglu vegna netverslunar Heimkaup hófu í dag netsölu áfengis fyrst stórmarkaða. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur óskýran lagaramma í kringum netsölu áfengis skapa skakka stöðu á samkeppnismarkaði. Formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum segir áfengissölu Heimkaupa ólöglega og því hafi hann kært fyrirtækið til lögreglu. 29. júní 2022 23:02
Heimkaup hefja áfengissölu í heimsendingu Vefverslunin Heimkaup hefur bæst í flóru þeirra fyrirtækja sem selja áfengi yfir netið hér á landi. Verðlagning er svipuð og í ÁTVR. 29. júní 2022 11:18
ÁTVR unir niðurstöðu héraðsdóms sem vísaði máli gegn netverslunum frá dómi ÁTVR hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun mála sem höfðuð voru í þeim tilgangi að stöðva sölu áfengis í vefverslunum hér á landi. 31. mars 2022 14:49