Engan sakaði þegar ekið var í gegnum rúðu bakarís Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. júní 2022 15:23 Ökumaður ók á glugga Mosfellsbakarís í dag með þeim afleiðingum að tvær rúður brotnuðu. Vísir/Helena Ökumaður ók á framhlið Mosfellsbakarís með þeim afleiðingum að tvær rúður brotnuðu og loka þurfti bakaríinu. Að sögn Hafliða Ragnarssonar, framkvæmdastjóra Mosfellsbakarís, var áreksturinn einungis óhapp og sem betur fer hefði engan sakað. Vísi barst fyrir stuttu tilkynning frá lögreglu um að keyrt hefði verið á bakarí í 108-hverfi. Eftir að hafa hringt í og spurt starfsfólk sem kom af fjöllum hjá bæði Brauðhúsinu Grímsbæ og Bakarameistaranum Austuveri, náði blaðamaður sambandi við Mosfellsbakarí. Hafliði Ragnarsson, framkvæmdastjóri Mosfellsbakarís, staðfesti við blaðamann að keyrt hefði verið á framhlið bakarísins með þeim afleiðingum að tvær rúður brotnuðu. Áreksturinn var að sögn Hafliða einungis óhapp og sem betur fer hefði engan sakað.Vísir/Helena „Það var ekki keyrt alveg inn en það var keyrt á gluggann með þeim afleiðingum að það brotnuðu tvær stórar rúður,“ sagði Hafliði. Þá sagði Hafliði að þau hefðu þurft „að taka allt úr umferð en þetta var bara óhapp og allir sluppu og það voru engin slys sem betur fer.“ Hann væri núna bara að bíða eftir því að tryggingarfélögin kæmu til að meta skaðann. Hafliði sagði engan hafa sakað í árekstrinum en ein stúlka hefði staðið mjög nálægt glugganum og lætin í kjölfar áreksturins hefðu verið mikið sjokk. Bakaríið er lokað sem stendur en dyrnar eru opnar og getur fólk sem gengur hjá keypt sér kaffi.Vísir/Helena Sem stendur sé bakaríið lokað en dyrnar séu opnar og fólk geti keypt sér kaffi þó það séu engar aðrar vörur til sölu. „Við erum bara að tala við fólkið sem er á vappinu hérna og að útskýra þetta,“ Bakarí Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Vísi barst fyrir stuttu tilkynning frá lögreglu um að keyrt hefði verið á bakarí í 108-hverfi. Eftir að hafa hringt í og spurt starfsfólk sem kom af fjöllum hjá bæði Brauðhúsinu Grímsbæ og Bakarameistaranum Austuveri, náði blaðamaður sambandi við Mosfellsbakarí. Hafliði Ragnarsson, framkvæmdastjóri Mosfellsbakarís, staðfesti við blaðamann að keyrt hefði verið á framhlið bakarísins með þeim afleiðingum að tvær rúður brotnuðu. Áreksturinn var að sögn Hafliða einungis óhapp og sem betur fer hefði engan sakað.Vísir/Helena „Það var ekki keyrt alveg inn en það var keyrt á gluggann með þeim afleiðingum að það brotnuðu tvær stórar rúður,“ sagði Hafliði. Þá sagði Hafliði að þau hefðu þurft „að taka allt úr umferð en þetta var bara óhapp og allir sluppu og það voru engin slys sem betur fer.“ Hann væri núna bara að bíða eftir því að tryggingarfélögin kæmu til að meta skaðann. Hafliði sagði engan hafa sakað í árekstrinum en ein stúlka hefði staðið mjög nálægt glugganum og lætin í kjölfar áreksturins hefðu verið mikið sjokk. Bakaríið er lokað sem stendur en dyrnar eru opnar og getur fólk sem gengur hjá keypt sér kaffi.Vísir/Helena Sem stendur sé bakaríið lokað en dyrnar séu opnar og fólk geti keypt sér kaffi þó það séu engar aðrar vörur til sölu. „Við erum bara að tala við fólkið sem er á vappinu hérna og að útskýra þetta,“
Bakarí Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira