Mikil vinna framundan áður en nýja hverfið rís Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júní 2022 19:00 Reiknað er með að nýja hverfið rísi innan rauðu útlínunnar norðan og vestan við Leirtjörn. Egill Aðalsteinsson / Kristján Jónsson Þrjú hundruð og sextíu íbúðir munu rísa í nýju hverfi við Leirtjörn í Úlfarsárdal en mikil vinna er framundan við deiliskipulag. Formaður borgarráðs segir mikilvægt að ryðja land undir ný hverfi samhliða þéttingu byggðar. Skipulagslýsing hverfisins er nýsamþykkt í umhverfis- og skipulagsráði en svæðið sem er undir í Úlfarsárdalnum er um 8,6 hektarar. Áður en hægt verður að byrja að byggja þarf þó að kortleggja hvort sprungur séu á svæðinu, auk þess sem klára þarf deiliskipulag. Það verður umfangsmikið verkefni sem ljúka á næsta vor. „Það er gert ráð fyrir um 360 íbúðum á þessu svæði, þannig að þetta er nýtt hverfi. Þetta er blönduð byggð, bæði fjölbýlishús, rað-, par og einbýlishús og atvinnustarfsemi eftir atvikum. Það er mjög mikilvægt að byrja þetta ferli því það er tímafrekt,“ segir Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og starfandi borgarstjóri í fjarveru Dags B. Eggertssonar.Vísir/Egill Í nýja hverfinu er jafnframt reiknað með möguleika á hjúkrunarheimili, þjónustukjörnum eða leikskóla. Einar treystir sér ekki til að spá fyrir um hvenær framkvæmdir hefjist en meigináhersla meirihlutans sé eftir sem áður að flýta allri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í þeirri húsnæðiskrísu sem nú ríkir. „Það var stefna Framsóknar að styðja við áframhaldandi þéttingu borgar þar sem innviðir leyfa en líka að ryðja land og byggja ný hverfi og þetta er hluti af því. En líka að hefja skipulagningu við Keldnalandið sem liggur mikið á að koma í gang. Svo eru lóðir uppi á Kjalarnesi sem þarf að ryðja,“ segir Einar. „En þéttingin, þar eru lóðirnar sem eru lengst komnar og þess vegna verðum við að halda áfram með þær. Og það er líka skynsamlegt, þar eru skólar og leikskólar og innviðir.“ Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira
Skipulagslýsing hverfisins er nýsamþykkt í umhverfis- og skipulagsráði en svæðið sem er undir í Úlfarsárdalnum er um 8,6 hektarar. Áður en hægt verður að byrja að byggja þarf þó að kortleggja hvort sprungur séu á svæðinu, auk þess sem klára þarf deiliskipulag. Það verður umfangsmikið verkefni sem ljúka á næsta vor. „Það er gert ráð fyrir um 360 íbúðum á þessu svæði, þannig að þetta er nýtt hverfi. Þetta er blönduð byggð, bæði fjölbýlishús, rað-, par og einbýlishús og atvinnustarfsemi eftir atvikum. Það er mjög mikilvægt að byrja þetta ferli því það er tímafrekt,“ segir Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og starfandi borgarstjóri í fjarveru Dags B. Eggertssonar.Vísir/Egill Í nýja hverfinu er jafnframt reiknað með möguleika á hjúkrunarheimili, þjónustukjörnum eða leikskóla. Einar treystir sér ekki til að spá fyrir um hvenær framkvæmdir hefjist en meigináhersla meirihlutans sé eftir sem áður að flýta allri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í þeirri húsnæðiskrísu sem nú ríkir. „Það var stefna Framsóknar að styðja við áframhaldandi þéttingu borgar þar sem innviðir leyfa en líka að ryðja land og byggja ný hverfi og þetta er hluti af því. En líka að hefja skipulagningu við Keldnalandið sem liggur mikið á að koma í gang. Svo eru lóðir uppi á Kjalarnesi sem þarf að ryðja,“ segir Einar. „En þéttingin, þar eru lóðirnar sem eru lengst komnar og þess vegna verðum við að halda áfram með þær. Og það er líka skynsamlegt, þar eru skólar og leikskólar og innviðir.“
Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira