Telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. júní 2022 20:00 Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður og Ingileif Friðriksdóttir stofnandi Hinseginsleikans á Austurvelli í dag. Vísir/Berghildur Sýnileikinn er sterkasta vopnið var yfirskrift samstöðufundar hinsegin fólks vegna hryðjuverkaárásarinnar í Osló sem haldinn var á Austurvelli í dag. Talsmenn fundarins telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks. Fundurinn hófst með mínútu þögn af virðingu við fórnarlöm árásarinnar í Osló þar sem tveir létust og 21 særðist. „Við erum að hingað komin til að sýna frændum okkar í Noregi samstöðu og samhug í verki vegna þessa hræðilega atburðar í Osló,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður. Páll söng nokkur lög á fundinum meðal annars hið sívinsæla dag Allt fyrir ástina. „Út með hatrið, inn með ástina, þótt ég verði að syngja þetta lag, þótt ég verði 86 ára gömul drottning upp á einhverjum trukk þá bara réttu mér míkrafón. Það er nefnilega auðséð á þessum atburði í síðustu viku að þessi barátta milli haturs og kærleika og fáfræði og kunnáttu lýkur aldrei,“ segir Páll. Ingileif Friðriksdóttir stofnandi Hinseginleikans telur að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks. „Því miður hefur orðið rosalegt bakslag, ekki bara í Bandaríkjunum eða í Evrópu heldur líka hér heima. Við höfum séð það gegnum samfélagsmiðla og víðar. Þetta er m.a. að ná til ungmenna sem eru að verða fyrir ofbeldi. Þetta er að verða mjög alvarlegt og við sjáum hvað þetta er nálægt okkur,“ segir Ingileif. Krafan er að fræðsla um réttindi hinsegin fólks verði efld. „Við krefjumst þess að hinsegin fræðsla verði efld á öllum stigum samfélagsins. Í skólum, hjá sveitarfélögum og stjórnvöldum. Því við vitum að fordómar byggjast fyrst og fremst á fáfræði,“ segir Ingileif. Hinsegin Jafnréttismál Reykjavík Skotárás við London Pub í Osló Tengdar fréttir Þúsundir söfnuðust saman í Osló þvert á tilmæli lögreglu Þúsundir hunsuðu viðvaranir lögreglu í Osló í gær og komu saman við ráðhús borgarinnar til að mótmæla ofbeldi gegn hinsegin fólki og til að minnast þeirra sem létust í hryðjuverkaárás við hinsegin skemmtistað á laugardag. 28. júní 2022 08:07 Rannsaka skotárásina í Osló sem mögulegt hryðjuverk Norska lögreglan segist rannsaka hvort að mannskæð skotárás við skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Oslóar í nótt hafi verið hryðjuverkaárás. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar. 25. júní 2022 07:50 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Fundurinn hófst með mínútu þögn af virðingu við fórnarlöm árásarinnar í Osló þar sem tveir létust og 21 særðist. „Við erum að hingað komin til að sýna frændum okkar í Noregi samstöðu og samhug í verki vegna þessa hræðilega atburðar í Osló,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður. Páll söng nokkur lög á fundinum meðal annars hið sívinsæla dag Allt fyrir ástina. „Út með hatrið, inn með ástina, þótt ég verði að syngja þetta lag, þótt ég verði 86 ára gömul drottning upp á einhverjum trukk þá bara réttu mér míkrafón. Það er nefnilega auðséð á þessum atburði í síðustu viku að þessi barátta milli haturs og kærleika og fáfræði og kunnáttu lýkur aldrei,“ segir Páll. Ingileif Friðriksdóttir stofnandi Hinseginleikans telur að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks. „Því miður hefur orðið rosalegt bakslag, ekki bara í Bandaríkjunum eða í Evrópu heldur líka hér heima. Við höfum séð það gegnum samfélagsmiðla og víðar. Þetta er m.a. að ná til ungmenna sem eru að verða fyrir ofbeldi. Þetta er að verða mjög alvarlegt og við sjáum hvað þetta er nálægt okkur,“ segir Ingileif. Krafan er að fræðsla um réttindi hinsegin fólks verði efld. „Við krefjumst þess að hinsegin fræðsla verði efld á öllum stigum samfélagsins. Í skólum, hjá sveitarfélögum og stjórnvöldum. Því við vitum að fordómar byggjast fyrst og fremst á fáfræði,“ segir Ingileif.
Hinsegin Jafnréttismál Reykjavík Skotárás við London Pub í Osló Tengdar fréttir Þúsundir söfnuðust saman í Osló þvert á tilmæli lögreglu Þúsundir hunsuðu viðvaranir lögreglu í Osló í gær og komu saman við ráðhús borgarinnar til að mótmæla ofbeldi gegn hinsegin fólki og til að minnast þeirra sem létust í hryðjuverkaárás við hinsegin skemmtistað á laugardag. 28. júní 2022 08:07 Rannsaka skotárásina í Osló sem mögulegt hryðjuverk Norska lögreglan segist rannsaka hvort að mannskæð skotárás við skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Oslóar í nótt hafi verið hryðjuverkaárás. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar. 25. júní 2022 07:50 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Þúsundir söfnuðust saman í Osló þvert á tilmæli lögreglu Þúsundir hunsuðu viðvaranir lögreglu í Osló í gær og komu saman við ráðhús borgarinnar til að mótmæla ofbeldi gegn hinsegin fólki og til að minnast þeirra sem létust í hryðjuverkaárás við hinsegin skemmtistað á laugardag. 28. júní 2022 08:07
Rannsaka skotárásina í Osló sem mögulegt hryðjuverk Norska lögreglan segist rannsaka hvort að mannskæð skotárás við skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Oslóar í nótt hafi verið hryðjuverkaárás. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar. 25. júní 2022 07:50