Mikil óþolinmæði í samfélaginu Bjarki Sigurðsson skrifar 30. júní 2022 19:46 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Egill Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að fólk geti verið nokkuð rólegt yfir því að verið sé að færa faglega símaþjónustu Læknavaktarinnar til heilsugæslnanna. Breytingin tekur gildi 1. september næstkomandi. Gunnlaugur Sigurjónsson, stjórnarformaður Læknavaktarinnar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann óttaðist að stór mistök væru í uppsiglingu eftir að stjórnvöld ákváðu að færa faglega símaþjónustu Læknavaktarinnar til heilsugæslunnar. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er ekki á sömu buxunum og segir breytingarnar vera skref í rétta átt. „Það sem er að eiga sér stað er að það er verið að flytja 1700-númerið yfir til Heilsugæslunnar. Þetta er vaktsími heilsugæslunnar. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er að reka fimmtán heilsugæslustöðvar þannig það er svo sem ekkert óeðlilegt að vaktsíminn flytjist þangað líka,“ sagði Ragnheiður í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir að með þessu sé verið að reyna að bæta heilsulæsi fólks og sjálfbærni. „Það gerum svolítið með því að eiga þetta góða samtal við fólk í gegnum 1700-símann, netspjallið og Heilsuveru. Við getum heyrt hvað brennir á og hvað fólk þarf að vita svo við getum búið til efni fyrir heimsíðuna svo við getum alltaf verið með puttann á púlsinum. Það er mjög mikilvægt. Þess vegna held ég að samræma alla þessa þætti geti verið til góðs,“ segir Ragnheiður. Unga kynslóðin vill ekki hringja Unga kynslóðin sækist ekki í að hringja í vaktsíma heldur vilji hún hafa samband í gegnum netspjallið eða Heilsuveru.is. Nú þurfi að horfa til framtíðar en heilbrigðiskerfið eigi að vera sveigjanlegt og geta breyst eftir þörfum samfélagsins. Í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar er fólk mjög óþolinmótt gagnvart eigin heilsu og vill að sögn Ragnheiðar oftast fá þjónustu strax. „Það sem við sjáum núna er ofboðslega mikil þjónustuþörf í samfélaginu. Þannig þetta er líka kannski liður í því að reyna einhvern veginn að efla fólk til sjálfbærni í eigin heilsu, að koma með góða fræðslu og hvetja fólk til að vera sjálfbært. Við finnum fyrir mikilli óþolinmæði úti í samfélaginu, þú ert búinn að vera með hósta í tvo daga og það er ekki alveg að ganga og þú þarft bara þjónustu strax. Það er rosaleg svona óþolinmæði,“ segir hún. Allt heilbrigðiskerfið sé á hliðinni og nú verði að biðla til fólks sem er frískt og við góða heilsu að slaka aðeins á. Það sé í lagi að vera veikur í nokkra daga án þess að þurfa læknisaðstoð. „Mikið af smotteríisatriðum sem fólk er að labba inn á heilsugæslustöðvar með. Bráðaþjónusta heilsugæslunnar þar sem þú labbar beint inn er eiginlega eingöngu ætluð fyrir smá slys eða bráð veikindi sem verður að leysa strax. Við erum aðeins að reyna að lægja þessari öldu sem kom með Covid að allir þyrftu þjónustu strax.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Heilsa Reykjavík síðdegis Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
Gunnlaugur Sigurjónsson, stjórnarformaður Læknavaktarinnar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann óttaðist að stór mistök væru í uppsiglingu eftir að stjórnvöld ákváðu að færa faglega símaþjónustu Læknavaktarinnar til heilsugæslunnar. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er ekki á sömu buxunum og segir breytingarnar vera skref í rétta átt. „Það sem er að eiga sér stað er að það er verið að flytja 1700-númerið yfir til Heilsugæslunnar. Þetta er vaktsími heilsugæslunnar. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er að reka fimmtán heilsugæslustöðvar þannig það er svo sem ekkert óeðlilegt að vaktsíminn flytjist þangað líka,“ sagði Ragnheiður í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir að með þessu sé verið að reyna að bæta heilsulæsi fólks og sjálfbærni. „Það gerum svolítið með því að eiga þetta góða samtal við fólk í gegnum 1700-símann, netspjallið og Heilsuveru. Við getum heyrt hvað brennir á og hvað fólk þarf að vita svo við getum búið til efni fyrir heimsíðuna svo við getum alltaf verið með puttann á púlsinum. Það er mjög mikilvægt. Þess vegna held ég að samræma alla þessa þætti geti verið til góðs,“ segir Ragnheiður. Unga kynslóðin vill ekki hringja Unga kynslóðin sækist ekki í að hringja í vaktsíma heldur vilji hún hafa samband í gegnum netspjallið eða Heilsuveru.is. Nú þurfi að horfa til framtíðar en heilbrigðiskerfið eigi að vera sveigjanlegt og geta breyst eftir þörfum samfélagsins. Í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar er fólk mjög óþolinmótt gagnvart eigin heilsu og vill að sögn Ragnheiðar oftast fá þjónustu strax. „Það sem við sjáum núna er ofboðslega mikil þjónustuþörf í samfélaginu. Þannig þetta er líka kannski liður í því að reyna einhvern veginn að efla fólk til sjálfbærni í eigin heilsu, að koma með góða fræðslu og hvetja fólk til að vera sjálfbært. Við finnum fyrir mikilli óþolinmæði úti í samfélaginu, þú ert búinn að vera með hósta í tvo daga og það er ekki alveg að ganga og þú þarft bara þjónustu strax. Það er rosaleg svona óþolinmæði,“ segir hún. Allt heilbrigðiskerfið sé á hliðinni og nú verði að biðla til fólks sem er frískt og við góða heilsu að slaka aðeins á. Það sé í lagi að vera veikur í nokkra daga án þess að þurfa læknisaðstoð. „Mikið af smotteríisatriðum sem fólk er að labba inn á heilsugæslustöðvar með. Bráðaþjónusta heilsugæslunnar þar sem þú labbar beint inn er eiginlega eingöngu ætluð fyrir smá slys eða bráð veikindi sem verður að leysa strax. Við erum aðeins að reyna að lægja þessari öldu sem kom með Covid að allir þyrftu þjónustu strax.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Heilsa Reykjavík síðdegis Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira