Mikil óþolinmæði í samfélaginu Bjarki Sigurðsson skrifar 30. júní 2022 19:46 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Egill Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að fólk geti verið nokkuð rólegt yfir því að verið sé að færa faglega símaþjónustu Læknavaktarinnar til heilsugæslnanna. Breytingin tekur gildi 1. september næstkomandi. Gunnlaugur Sigurjónsson, stjórnarformaður Læknavaktarinnar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann óttaðist að stór mistök væru í uppsiglingu eftir að stjórnvöld ákváðu að færa faglega símaþjónustu Læknavaktarinnar til heilsugæslunnar. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er ekki á sömu buxunum og segir breytingarnar vera skref í rétta átt. „Það sem er að eiga sér stað er að það er verið að flytja 1700-númerið yfir til Heilsugæslunnar. Þetta er vaktsími heilsugæslunnar. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er að reka fimmtán heilsugæslustöðvar þannig það er svo sem ekkert óeðlilegt að vaktsíminn flytjist þangað líka,“ sagði Ragnheiður í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir að með þessu sé verið að reyna að bæta heilsulæsi fólks og sjálfbærni. „Það gerum svolítið með því að eiga þetta góða samtal við fólk í gegnum 1700-símann, netspjallið og Heilsuveru. Við getum heyrt hvað brennir á og hvað fólk þarf að vita svo við getum búið til efni fyrir heimsíðuna svo við getum alltaf verið með puttann á púlsinum. Það er mjög mikilvægt. Þess vegna held ég að samræma alla þessa þætti geti verið til góðs,“ segir Ragnheiður. Unga kynslóðin vill ekki hringja Unga kynslóðin sækist ekki í að hringja í vaktsíma heldur vilji hún hafa samband í gegnum netspjallið eða Heilsuveru.is. Nú þurfi að horfa til framtíðar en heilbrigðiskerfið eigi að vera sveigjanlegt og geta breyst eftir þörfum samfélagsins. Í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar er fólk mjög óþolinmótt gagnvart eigin heilsu og vill að sögn Ragnheiðar oftast fá þjónustu strax. „Það sem við sjáum núna er ofboðslega mikil þjónustuþörf í samfélaginu. Þannig þetta er líka kannski liður í því að reyna einhvern veginn að efla fólk til sjálfbærni í eigin heilsu, að koma með góða fræðslu og hvetja fólk til að vera sjálfbært. Við finnum fyrir mikilli óþolinmæði úti í samfélaginu, þú ert búinn að vera með hósta í tvo daga og það er ekki alveg að ganga og þú þarft bara þjónustu strax. Það er rosaleg svona óþolinmæði,“ segir hún. Allt heilbrigðiskerfið sé á hliðinni og nú verði að biðla til fólks sem er frískt og við góða heilsu að slaka aðeins á. Það sé í lagi að vera veikur í nokkra daga án þess að þurfa læknisaðstoð. „Mikið af smotteríisatriðum sem fólk er að labba inn á heilsugæslustöðvar með. Bráðaþjónusta heilsugæslunnar þar sem þú labbar beint inn er eiginlega eingöngu ætluð fyrir smá slys eða bráð veikindi sem verður að leysa strax. Við erum aðeins að reyna að lægja þessari öldu sem kom með Covid að allir þyrftu þjónustu strax.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Heilsa Reykjavík síðdegis Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Gunnlaugur Sigurjónsson, stjórnarformaður Læknavaktarinnar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann óttaðist að stór mistök væru í uppsiglingu eftir að stjórnvöld ákváðu að færa faglega símaþjónustu Læknavaktarinnar til heilsugæslunnar. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er ekki á sömu buxunum og segir breytingarnar vera skref í rétta átt. „Það sem er að eiga sér stað er að það er verið að flytja 1700-númerið yfir til Heilsugæslunnar. Þetta er vaktsími heilsugæslunnar. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er að reka fimmtán heilsugæslustöðvar þannig það er svo sem ekkert óeðlilegt að vaktsíminn flytjist þangað líka,“ sagði Ragnheiður í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir að með þessu sé verið að reyna að bæta heilsulæsi fólks og sjálfbærni. „Það gerum svolítið með því að eiga þetta góða samtal við fólk í gegnum 1700-símann, netspjallið og Heilsuveru. Við getum heyrt hvað brennir á og hvað fólk þarf að vita svo við getum búið til efni fyrir heimsíðuna svo við getum alltaf verið með puttann á púlsinum. Það er mjög mikilvægt. Þess vegna held ég að samræma alla þessa þætti geti verið til góðs,“ segir Ragnheiður. Unga kynslóðin vill ekki hringja Unga kynslóðin sækist ekki í að hringja í vaktsíma heldur vilji hún hafa samband í gegnum netspjallið eða Heilsuveru.is. Nú þurfi að horfa til framtíðar en heilbrigðiskerfið eigi að vera sveigjanlegt og geta breyst eftir þörfum samfélagsins. Í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar er fólk mjög óþolinmótt gagnvart eigin heilsu og vill að sögn Ragnheiðar oftast fá þjónustu strax. „Það sem við sjáum núna er ofboðslega mikil þjónustuþörf í samfélaginu. Þannig þetta er líka kannski liður í því að reyna einhvern veginn að efla fólk til sjálfbærni í eigin heilsu, að koma með góða fræðslu og hvetja fólk til að vera sjálfbært. Við finnum fyrir mikilli óþolinmæði úti í samfélaginu, þú ert búinn að vera með hósta í tvo daga og það er ekki alveg að ganga og þú þarft bara þjónustu strax. Það er rosaleg svona óþolinmæði,“ segir hún. Allt heilbrigðiskerfið sé á hliðinni og nú verði að biðla til fólks sem er frískt og við góða heilsu að slaka aðeins á. Það sé í lagi að vera veikur í nokkra daga án þess að þurfa læknisaðstoð. „Mikið af smotteríisatriðum sem fólk er að labba inn á heilsugæslustöðvar með. Bráðaþjónusta heilsugæslunnar þar sem þú labbar beint inn er eiginlega eingöngu ætluð fyrir smá slys eða bráð veikindi sem verður að leysa strax. Við erum aðeins að reyna að lægja þessari öldu sem kom með Covid að allir þyrftu þjónustu strax.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Heilsa Reykjavík síðdegis Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira