Þotuflugið virðist lítið hafa mildað martröð flugfarþega Kristján Már Unnarsson skrifar 30. júní 2022 22:33 Boeing 757 þota Icelandair lendir á Reykjavíkurflugvelli síðdegis. Hún var að koma frá Keflavík úr millilandaflugi til að reyna að bjarga málum í innanlandsfluginu. Egill Aðalsteinsson Stór farþegaþota af gerðinni Boeing 757 lenti síðdegis á Reykjavíkurflugvelli er hún var fengin til að reyna að bjarga málum í innanlandsflugi Icelandair eftir að tvær vélar úr innanlandsflota félagsins biluðu. Innanlandsflug félagsins gekk engu að síður meira og minna úr skorðum í dag. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Boeing-þotuna lenda í Reykjavík. Koma þotunnar virðist þó lítið hafa mildað martröð flugfarþega því ekki stóð heldur steinn yfir steini í þeirri flugáætlun sem henni hafði verið ætlað að fylgja. Þotan flaug fyrst til Akureyrar og hafði brottför verið áætluð klukkan 16.30. Reyndin varð seinkun um hálfa aðra klukkustund og fór hún ekki í loftið úr höfuðborginni fyrr en um klukkan 18. Samsvarandi seinkun varð svo á brottför frá Akureyri í kvöld. Þotan að leggja upp að flugstöðinni í Reykjavík síðdegis.Egill Aðalsteinsson Brottför þotunnar til Egilsstaða, sem tilkynnt hafði verið klukkan 19.30, seinkaði sömuleiðis og hélt hún ekki í loftið úr Reykjavík fyrr en um klukkan 21.15. Lenti þotan á Egilsstöðum um klukkan 22. Brottför frá Egilsstöðum, sem auglýst hafði verið klukkan 21.15, varð mun seinna og fór þotan í loftið klukkan 22.40. Búast má við lendingu hennar á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 23.20. Þegar upplýsingasíður Isavia um komur og brottfarir Icelandair í innanlandsfluginu eru skoðaðar sést að það voru varla nema þrjú flug á réttum tíma í dag. Verulegar seinkanir urðu á öðrum flugferðum eða þeim var hreinlega aflýst. Þannig var síðasta flug dagsins frá Ísafirði í kvöld meira en þremur klukkustundum á eftir áætlun. Hér má sjá þotuna lenda í Reykjavík síðdegis: Icelandair Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bregðast við bilun með Boeing-þotu í innanlandsflugið Icelandair boðar raskanir á innanlandsflugi í dag vegna tæknilegra vandamála sem komu upp í gær en flugi frá Reykjavík til Akureyrar var seinkað ítrekað þar til því var að lokum aflýst. 30. júní 2022 12:12 Kvörtunum í tengslum við flugferðir rignir inn Kvörtunum vegna seinkana og niðurfellinga á flugferðum hefur stórfjölgað að sögn formanns Neytendasamtakanna en mikil mannekla er á flugvöllum víða um heim. Hann telur flugfélög þurfa að standa sig betur í að upplýsa farþega um réttindi sín. 27. júní 2022 20:01 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Boeing-þotuna lenda í Reykjavík. Koma þotunnar virðist þó lítið hafa mildað martröð flugfarþega því ekki stóð heldur steinn yfir steini í þeirri flugáætlun sem henni hafði verið ætlað að fylgja. Þotan flaug fyrst til Akureyrar og hafði brottför verið áætluð klukkan 16.30. Reyndin varð seinkun um hálfa aðra klukkustund og fór hún ekki í loftið úr höfuðborginni fyrr en um klukkan 18. Samsvarandi seinkun varð svo á brottför frá Akureyri í kvöld. Þotan að leggja upp að flugstöðinni í Reykjavík síðdegis.Egill Aðalsteinsson Brottför þotunnar til Egilsstaða, sem tilkynnt hafði verið klukkan 19.30, seinkaði sömuleiðis og hélt hún ekki í loftið úr Reykjavík fyrr en um klukkan 21.15. Lenti þotan á Egilsstöðum um klukkan 22. Brottför frá Egilsstöðum, sem auglýst hafði verið klukkan 21.15, varð mun seinna og fór þotan í loftið klukkan 22.40. Búast má við lendingu hennar á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 23.20. Þegar upplýsingasíður Isavia um komur og brottfarir Icelandair í innanlandsfluginu eru skoðaðar sést að það voru varla nema þrjú flug á réttum tíma í dag. Verulegar seinkanir urðu á öðrum flugferðum eða þeim var hreinlega aflýst. Þannig var síðasta flug dagsins frá Ísafirði í kvöld meira en þremur klukkustundum á eftir áætlun. Hér má sjá þotuna lenda í Reykjavík síðdegis:
Icelandair Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bregðast við bilun með Boeing-þotu í innanlandsflugið Icelandair boðar raskanir á innanlandsflugi í dag vegna tæknilegra vandamála sem komu upp í gær en flugi frá Reykjavík til Akureyrar var seinkað ítrekað þar til því var að lokum aflýst. 30. júní 2022 12:12 Kvörtunum í tengslum við flugferðir rignir inn Kvörtunum vegna seinkana og niðurfellinga á flugferðum hefur stórfjölgað að sögn formanns Neytendasamtakanna en mikil mannekla er á flugvöllum víða um heim. Hann telur flugfélög þurfa að standa sig betur í að upplýsa farþega um réttindi sín. 27. júní 2022 20:01 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Bregðast við bilun með Boeing-þotu í innanlandsflugið Icelandair boðar raskanir á innanlandsflugi í dag vegna tæknilegra vandamála sem komu upp í gær en flugi frá Reykjavík til Akureyrar var seinkað ítrekað þar til því var að lokum aflýst. 30. júní 2022 12:12
Kvörtunum í tengslum við flugferðir rignir inn Kvörtunum vegna seinkana og niðurfellinga á flugferðum hefur stórfjölgað að sögn formanns Neytendasamtakanna en mikil mannekla er á flugvöllum víða um heim. Hann telur flugfélög þurfa að standa sig betur í að upplýsa farþega um réttindi sín. 27. júní 2022 20:01