Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. júlí 2022 08:11 Sjáskot úr myndbandi sem tekið var upp þegar Miller tók konuna kverkataki. Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. Það gerir hún í viðtali við bandaríska fjölmiðilinn Variety sem birti í gær umfjöllun um Miller og ásakanir á hendur háni um ofbeldi í garð kvenna. Miller skilgreinir sig sem kvár og notar persónufornafnið hán. Hið þrítuga Miller skaust upp á stjörnuhimininn á síðasta áratug. Feril háns náði hámarki þegar það lék ofurhetjuna Flash í Justice League. Það hefur hins vegar hallað undan fæti hjá Miller undanfarin ár, ekki síst vegna ásakana um ofbeldi og undarlega hegðun. Var fastagestur á Prikinu Þar hefur árásin á skemmtistaðnum Prikinu spilað stórt hlutverk en hún átti sér stað á vordögum ársins 2020. Þá hafði Miller eytt töluverðum tíma á Íslandi, svo miklum raunar að hán var fastagestur á Prikinu. Í umfjöllun Variety er meðal annars rætt við Carlos Reyni, sem þá starfaði sem barþjónn á Prikinu. Lýsir hann því hvernig vandræði og átök hafi fylgt veru Miller á Prikinu. Það keyrði hins vegar um þverbak þegar Miller réðst á unga konu, sem tjáir sig í fyrsta skipti um atvikið við Variety, án þess að hún sé nafngreind. Ummælin sem höfð eru eftir henni voru tekin upp skömm eftir atvikið á Prikinu árið 2020. Í umfjöllun Variety kemur fram að haft hafi verið samband við hana við vinnslu þeirrar greinar sem Variety birti í gær og fjallar um ásakanir á hendur Miller um ofbeldi í garð kvenna. Staðfesti konan að fjölmiðillinn mætti nota ummæli hennar sem hún lét falla skömmu eftir árásina. Fjallað var um árásina í fjölmiðlum víða um heim eftir að myndband komst í birtingu þar sem sjá má Miller taka umrædda konu hálstaki. Segir Variety að þrír heimildarmenn blaðsins lýsi aðdraganda árásinnar þannig að konan hafi verið að spjalla við Miller við barinn. Hún hafi spurt hán um ör á fótum háns, sem hán hafi útskýrt að væru eftir slagsmál. Grínið snerist í alvöru Eftir nánari umræður um örin labbaði konan í burtu en sneri sér svo við og sagði: „Bara svo þú vitir það, þá gæti ég tekið þig í slag.“ Miller er sagt hafa svarað henni á þessa leið: „Viltu í alvörunni slást við mig?“ Konan sagði Miller þá að hitta sig úti á reykingarsvæði barsins. Í viðtali við Variety segir konan að hún hafi verið að grínast við Miller. „Ég held að þetta hafi bara verið grín og sprell, þangað til það var það ekki,“ hefur Variety eftir henni. Í umfjöllun Variety kemur fram að útlit hafi verið fyrir að Miller hafi litið á ummæli konunnar sem grín, þangað til vinkona hennar fór einnig að ræða við hán. Er hún sögð hafa sagt við Miller að hún hafi heyrt að hán vildi ekki slást. „Vinkona mín þurfti ekki að segja það,“ hefur Variety eftir konunni. „Þetta var augljóslega grín en Miller tók þessu bókstaflega og varð mjög [reitt]. [Hán] kom hlaupandi út.“ „Allt í einu er [hán] í andlitinu á mér, með mig í kverkataki, ennþá að öskra á mig hvort hvort ég vilji slást.“ Segir hún að vinur hennar sem hafi tekið atvikið upp hafi áttað sig á því að Miller væri ekki að grínast. Vinir hennar hafi farið í það að halda aftur af Miller. „Þetta er það sem þú vildir, þetta er það sem þú vildir,“ er Miller sagt hafa öskrað. Segir hún einnig að Miller hafi hrækt á andlit hennar. Ákvað að kæra ekki Umræddur Carlos Reynir segist einnig hafa reynt að blanda sér í atburðarrásina en uppskorið fjölmargar hrákur í andlitið frá Miller. Í frétt Variety segir að konan hafi tilkynnt atvikið til lögreglu en ákveðið að kæra Miller ekki. Lesa má umfjöllun Variety hér. Næturlíf Hollywood Reykjavík Mál Ezra Miller Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Það gerir hún í viðtali við bandaríska fjölmiðilinn Variety sem birti í gær umfjöllun um Miller og ásakanir á hendur háni um ofbeldi í garð kvenna. Miller skilgreinir sig sem kvár og notar persónufornafnið hán. Hið þrítuga Miller skaust upp á stjörnuhimininn á síðasta áratug. Feril háns náði hámarki þegar það lék ofurhetjuna Flash í Justice League. Það hefur hins vegar hallað undan fæti hjá Miller undanfarin ár, ekki síst vegna ásakana um ofbeldi og undarlega hegðun. Var fastagestur á Prikinu Þar hefur árásin á skemmtistaðnum Prikinu spilað stórt hlutverk en hún átti sér stað á vordögum ársins 2020. Þá hafði Miller eytt töluverðum tíma á Íslandi, svo miklum raunar að hán var fastagestur á Prikinu. Í umfjöllun Variety er meðal annars rætt við Carlos Reyni, sem þá starfaði sem barþjónn á Prikinu. Lýsir hann því hvernig vandræði og átök hafi fylgt veru Miller á Prikinu. Það keyrði hins vegar um þverbak þegar Miller réðst á unga konu, sem tjáir sig í fyrsta skipti um atvikið við Variety, án þess að hún sé nafngreind. Ummælin sem höfð eru eftir henni voru tekin upp skömm eftir atvikið á Prikinu árið 2020. Í umfjöllun Variety kemur fram að haft hafi verið samband við hana við vinnslu þeirrar greinar sem Variety birti í gær og fjallar um ásakanir á hendur Miller um ofbeldi í garð kvenna. Staðfesti konan að fjölmiðillinn mætti nota ummæli hennar sem hún lét falla skömmu eftir árásina. Fjallað var um árásina í fjölmiðlum víða um heim eftir að myndband komst í birtingu þar sem sjá má Miller taka umrædda konu hálstaki. Segir Variety að þrír heimildarmenn blaðsins lýsi aðdraganda árásinnar þannig að konan hafi verið að spjalla við Miller við barinn. Hún hafi spurt hán um ör á fótum háns, sem hán hafi útskýrt að væru eftir slagsmál. Grínið snerist í alvöru Eftir nánari umræður um örin labbaði konan í burtu en sneri sér svo við og sagði: „Bara svo þú vitir það, þá gæti ég tekið þig í slag.“ Miller er sagt hafa svarað henni á þessa leið: „Viltu í alvörunni slást við mig?“ Konan sagði Miller þá að hitta sig úti á reykingarsvæði barsins. Í viðtali við Variety segir konan að hún hafi verið að grínast við Miller. „Ég held að þetta hafi bara verið grín og sprell, þangað til það var það ekki,“ hefur Variety eftir henni. Í umfjöllun Variety kemur fram að útlit hafi verið fyrir að Miller hafi litið á ummæli konunnar sem grín, þangað til vinkona hennar fór einnig að ræða við hán. Er hún sögð hafa sagt við Miller að hún hafi heyrt að hán vildi ekki slást. „Vinkona mín þurfti ekki að segja það,“ hefur Variety eftir konunni. „Þetta var augljóslega grín en Miller tók þessu bókstaflega og varð mjög [reitt]. [Hán] kom hlaupandi út.“ „Allt í einu er [hán] í andlitinu á mér, með mig í kverkataki, ennþá að öskra á mig hvort hvort ég vilji slást.“ Segir hún að vinur hennar sem hafi tekið atvikið upp hafi áttað sig á því að Miller væri ekki að grínast. Vinir hennar hafi farið í það að halda aftur af Miller. „Þetta er það sem þú vildir, þetta er það sem þú vildir,“ er Miller sagt hafa öskrað. Segir hún einnig að Miller hafi hrækt á andlit hennar. Ákvað að kæra ekki Umræddur Carlos Reynir segist einnig hafa reynt að blanda sér í atburðarrásina en uppskorið fjölmargar hrákur í andlitið frá Miller. Í frétt Variety segir að konan hafi tilkynnt atvikið til lögreglu en ákveðið að kæra Miller ekki. Lesa má umfjöllun Variety hér.
Næturlíf Hollywood Reykjavík Mál Ezra Miller Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira