Sjö dagar í EM: Yngsti leikmaður landsliðsins heldur ekki upp á nítján ára afmælið fyrr en í desember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2022 11:00 Amanda Jacobsen Andradóttir í fyrsta byrjunarlandsleik sínum sem var á móti Kýpur í fyrra. Vísir/Vilhelm Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Hin unga og efnilega Amanda Jacobsen Andradóttir á sviðið í dag. Amanda er sókndjarfur miðjumaður sem getur spilað nær allar stöður í kringum fremsta mann. Hún hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað í efstu deild í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og skorað í öllum deildum. Þetta hefur þessi tekníski leikmaður þegar afrekað þrátt fyrir að vera yngsti leikmaður íslenska EM-hópsins sem verður ekki nítján ára fyrr en sex dögum fyrir næstu jól. Hún hefur því talsverða reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Amanda er annar af tveimur leikmönnum íslenska liðsins sem eru fæddir árið 2003 en hinn er markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem er þó tæpum fimm mánuðum eldri en hún. Amanda Jacobsen Andradóttir hefur ekki skorað fyrir íslenska landsliðið en lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik.Vísir/Vilhelm Amanda hóf feril sinn með Víkingi en skipti snemma yfir í Val. Hún var komin út til Danmerkur áður en hún varð sextán ára gömul þar sem hún byrjaði í yngri flokkum Fortuna Hjörring. Amanda spilaði síðan með Nordsjælland í dönsku deildinni 2020, skipti yfir í norska liðið Vålerenga 2021 og er nú á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Elísarbetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad í Svíþjóð. Á sínu fyrsta tímabili með Kristianstad þá hefur Amanda spilað fjórtán leiki og skorað eitt mark. Hún hefur hins vegar aðeins verið í byrjunarliði í tveimur leikjanna. Líkt og hjá íslenska landsliðinu þá er litið á Amöndu sem framtíðarleikmann og hún er því að ná sér í dýrmæta reynslu þrátt fyrir að vera ekki að fá margar mínútur eins og er. View this post on Instagram A post shared by Amanda Jacobsen Andrado ttir (@amandaandradottir) Amanda er fædd í Noregi, á norska móður og hefði getað valið það að spila fyrir norska landsliðið. Hún hafði skorað 10 mörk í 12 leikjum fyrir yngri landslið Íslands og í fyrra varð það endanlega ljóst að hún ætlaði að velja íslenska landsliðið. Amanda spilaði sinn fyrsta landsleik á móti Evrópumeisturum Hollendinga á Laugardalsvellinum 21. september 2021 þegar hún kom inn á sem varamaður í uppbótartíma leiksins. View this post on Instagram A post shared by Amanda Jacobsen Andrado ttir (@amandaandradottir) Hún var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í 5-0 sigri á Kýpur 26. október 2021 þar sem hún lagði upp eitt marka íslenska liðsins þegar hornspyrna hennar fann kollinn á Alexöndru Jóhannsdóttur. Amanda hefur spilað sex A-landsleiki en bíður enn eftir fyrsta markinu sínu. Eins og flestir vita þá á Amanda ekki langt að sækja hæfileika sína í fótboltanum því faðir hennar er Andri Sigþórsson og frændi hennar er Kolbeinn Sigþórsson. Andri var um tíma hjá Bayern München þegar hann var ungur og spilaði einnig sem atvinnumaður í Austurríki og Molde en meiðsli settu mikinn svip á hans feril. Hann skoraði 35 mörk í 48 leikjum fyrir KR í efstu deild og varð markakóngur deildarinnar og Íslandsmeistari með KR-liðinu sumarið 2000. Andri skoraði þá 14 mörk í 16 leikjum en sumarið 1997 hafði hann skorað 14 mörk í 14 leikjum. Andri lék sjálfur sjö A-landsleiki og skoraði tvö mörk. EM 2022 í Englandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Amanda er sókndjarfur miðjumaður sem getur spilað nær allar stöður í kringum fremsta mann. Hún hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað í efstu deild í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og skorað í öllum deildum. Þetta hefur þessi tekníski leikmaður þegar afrekað þrátt fyrir að vera yngsti leikmaður íslenska EM-hópsins sem verður ekki nítján ára fyrr en sex dögum fyrir næstu jól. Hún hefur því talsverða reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Amanda er annar af tveimur leikmönnum íslenska liðsins sem eru fæddir árið 2003 en hinn er markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem er þó tæpum fimm mánuðum eldri en hún. Amanda Jacobsen Andradóttir hefur ekki skorað fyrir íslenska landsliðið en lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik.Vísir/Vilhelm Amanda hóf feril sinn með Víkingi en skipti snemma yfir í Val. Hún var komin út til Danmerkur áður en hún varð sextán ára gömul þar sem hún byrjaði í yngri flokkum Fortuna Hjörring. Amanda spilaði síðan með Nordsjælland í dönsku deildinni 2020, skipti yfir í norska liðið Vålerenga 2021 og er nú á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Elísarbetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad í Svíþjóð. Á sínu fyrsta tímabili með Kristianstad þá hefur Amanda spilað fjórtán leiki og skorað eitt mark. Hún hefur hins vegar aðeins verið í byrjunarliði í tveimur leikjanna. Líkt og hjá íslenska landsliðinu þá er litið á Amöndu sem framtíðarleikmann og hún er því að ná sér í dýrmæta reynslu þrátt fyrir að vera ekki að fá margar mínútur eins og er. View this post on Instagram A post shared by Amanda Jacobsen Andrado ttir (@amandaandradottir) Amanda er fædd í Noregi, á norska móður og hefði getað valið það að spila fyrir norska landsliðið. Hún hafði skorað 10 mörk í 12 leikjum fyrir yngri landslið Íslands og í fyrra varð það endanlega ljóst að hún ætlaði að velja íslenska landsliðið. Amanda spilaði sinn fyrsta landsleik á móti Evrópumeisturum Hollendinga á Laugardalsvellinum 21. september 2021 þegar hún kom inn á sem varamaður í uppbótartíma leiksins. View this post on Instagram A post shared by Amanda Jacobsen Andrado ttir (@amandaandradottir) Hún var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í 5-0 sigri á Kýpur 26. október 2021 þar sem hún lagði upp eitt marka íslenska liðsins þegar hornspyrna hennar fann kollinn á Alexöndru Jóhannsdóttur. Amanda hefur spilað sex A-landsleiki en bíður enn eftir fyrsta markinu sínu. Eins og flestir vita þá á Amanda ekki langt að sækja hæfileika sína í fótboltanum því faðir hennar er Andri Sigþórsson og frændi hennar er Kolbeinn Sigþórsson. Andri var um tíma hjá Bayern München þegar hann var ungur og spilaði einnig sem atvinnumaður í Austurríki og Molde en meiðsli settu mikinn svip á hans feril. Hann skoraði 35 mörk í 48 leikjum fyrir KR í efstu deild og varð markakóngur deildarinnar og Íslandsmeistari með KR-liðinu sumarið 2000. Andri skoraði þá 14 mörk í 16 leikjum en sumarið 1997 hafði hann skorað 14 mörk í 14 leikjum. Andri lék sjálfur sjö A-landsleiki og skoraði tvö mörk.
EM 2022 í Englandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti