Landslið karla í fótbolta

Fréttamynd

Mynda­syrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni

Það virtist sem París bæri nafn með rentu sem borg ástarinnar þegar Ísland jafnaði metin undir blálokin í leik gærkvöldsins í undankeppni HM karla í fótbolta. Markið stóð hins vegar ekki og segja má að um ákveðna ástarsorg hafi verið að ræða í lok leiks.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þetta mark átti klár­lega að fá að standa“

Sverrir Ingi Ingason lék glimrandi vel í miðri vörn Íslands þegar liðið var grátlega nærri því að ná í sterkt stig á útivelli gegn Frakklandi í undankeppni HM 2026 í París i kvöld. Sverrir Ingi var stoltur af liðsfélögum og svekktur yfir niðurstöðunni úr leiknum. „“

Fótbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Frakk­land - Ís­land 2-1 | Grát­legt tap í París eftir hetju­lega bar­áttu

Frábær frammistaða íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Frakklandi í leik liðanna í annarri umferð í D-riðli í undankeppni HM 2026 á Parc Des Princes í kvöld dugði því miður ekki til. Andri Lucas Guðjohnson kom Íslandi yfir í leiknum en Frakkar snéru taflinu sér í vil. Andri Lucas jafnaði svo metin undir lok leiksins en markið var dæmt af eftir VAR-skoðun. Lokatölur í leiknum 2-1 Frökkum í vil. 

Fótbolti
Fréttamynd

Ég á þetta mark

„Það er bara gaman að hugsa til þessa að við séum að fara spila við bestu leikmenn heims svo þetta er bara gaman,“ segir Kristian Nökkvi Hlynsson sem skoraði eitt mark gegn Aserum á föstudagskvöldið. En ekki eru allir sammála um að hann hafi skorað markið.

Fótbolti
Fréttamynd

„Stefnum á stig“

„Það er mjög erfitt að spila hér og við töpuðum í bæði skiptin,“ segir Hákon Arnar Haraldsson fyrirliði landsliðsins og leikmaður Lille í Frakklandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Blaða­menn fleiri en Ís­lendingar

Ekki er útlit fyrir að Frakkar fylli Parc des Princes, heimavöll PSG, er Ísland sækir Frakkland heim í undankeppni HM 2026 í París í kvöld. Örfáir Íslendingar verða á leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við getum ekkert verið litlir“

„Það er mikill spenningur í hópnum og það er bara tilhlökkun að mæta svona heimsklassaleikmönnum. Þeir eru með bestu leikmenn heim í öllum stöðum,“ segir Stefán Teitur Þórðarson landsliðsmaður fyrir leikinn í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Benóný Breki bjargaði stigi í Eist­landi

Undankeppni U-21 árs landsliðs drengja í fótbolta fyrir EM 2027 fer vægast sagt illa af stað. Eftir tap gegn Færeyjum í 1. umferð náði liðið aðeins í stig gegn Eistlandi ytra. Um er að ræða tvær af þremur þjóðum sem talið var að Ísland myndi ná í fullt hús stiga gegn.

Fótbolti
Fréttamynd

Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu

„Þetta er stóra sviðið. Frakkar örugglega eitt af þremur bestu landsliðum í heiminum í dag ásamt Spánverjum og Argentínu,“ segir Arnar Gunnlaugsson þjálfari Íslands fyrir leikinn gegn Frökkum annað kvöld. Leikurinn fer fram á Parc de Princes.

Fótbolti
Fréttamynd

„Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“

Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson segir frönsku kunnáttu sína ekki vera nægilega góða til að hann geti tjáð sig mikið við leikmenn franska landsliðsins í leik Íslands og Frakklands í undankeppni HM á Parc des Princes í París annað kvöld. Hann lét vera að láta blótsyrði falla á blaðamannafundi í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Fær lík­lega inn aðra týpu en Albert í liðið

„Það eru allir klárir og allir heilir. Hefur verið óvenju mikið að gera hjá sjúkraþjálfurunum í þessari ferð,“ sagði Arnar Gunnlaugsson á blaðamannafundi um landsliðshóp Íslands fyrir leikinn við Frakkland á Parc des Princes í undankeppni HM karla í fótbolta annað kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir við­talið

Þeir Stefán Árni Pálsson, Guðmundur Benediktsson og Kjartan Henry Finnbogason eru á Parc des Princes í Frakklandi þar sem karlalandsliðið í fótbolta mætir Frökkum í undankeppni HM 2026 á morgun. Þeir hituðu upp fyrir leikinn í Leiðin á HM.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ís­land er eini ó­vinur okkar“

Didier Deschamps landsliðsþjálfari Frakklands hefur verið harðlega gagnrýndur af stórliðinu þar í landi, Paris Saint-Germain, fyrir að velja tvo leikmenn liðsins í landsliðshópinn. Deschamps segir þó engar erjur milli landsliðsins og PSG, Frakkland eigi aðeins einn óvin og það er Ísland.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ætlum að keyra inn í þetta“

„Það er frábært fyrir mig að koma inn í þennan leik með sjálfstraust en ekki síður fyrir liðið í heild sinni,“ segir Ísak Bergmann Jóhannesson landsliðsmaður, fyrir utan Pullman La Défense hótelið í París þar sem íslenska landsliðið hefur aðsetur á meðan dvölinni í borginni stendur.

Fótbolti
Fréttamynd

„Maður er í þessu fyrir svona leiki“

„Við förum bara fullir sjálfstraust í þennan leik eftir frábær úrslit á föstudaginn,“ sagði Daníel Leó Grétarsson, landsliðsmaður, fyrir utan Pullman La Défense hótelið í París þar sem íslenska landsliðið hefur aðsetur á meðan dvölinni í borginni stendur. 

Fótbolti
Fréttamynd

„Held að þetta séu auð­veldustu leikirnir sem þú spilar“

„Það er bara frábært að vera kominn hingað yfir. Við sóttum góð úrslit á föstudagskvöldið og það var gott að byrja sterkt. Við vitum að verið að fara í allt annan leik núna á þriðjudaginn,“ segir Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmaður, fyrir utan Pullman La Défense hótelið í París þar sem íslenska landsliðið hefur aðsetur á meðan dvölinni í borginni stendur.

Sport