Þurfi að endurhugsa geðheilbrigðismálin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. júlí 2022 13:00 Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri lýðheilsu hjá embættinu segir mikilvægt að breyta nálgun í geðheilbrigðismálum hér á landi. Vísir Sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu segir mikilvægt að bregðast við aukinni vanlíðan hjá Íslendingum. Það skjóti skökku við að niðurgreiða aðeins þunglyndis-og kvíðalyf en ekki sálfræðiþjónustu. Íslendingar skera sig frá öðrum þjóðum þegar kemur að notkun á þunglyndislyfjum en hún er mun meiri hér en hjá öðrum þjóðum. Þetta er meðal þess sem kom fram á Evrópuráðstefnu um jákvæða sálfræði sem er haldin í Hörpu þessa dagana. Landlæknisembættið sem er meðal þeirra sem standa að ráðstefnunni ásamt lýðheilsustofnunum á Norðurlöndunum og Evrópusamtökum um jákvæða sálfræði. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri lýðheilsu hjá embættinu segir mikilvægt að breyta nálgun í geðheilbrigðismálum hér á landi. Lyfin eru ekki alltaf besti kosturinn „Hvað er það sem við niðurgreiðum ef fólk upplifir vanlíðan? Það eru fyrst og fremst lyf. Ef við ætlum eitthvað að breyta þessu þá þurfum við að bjóða upp á niðurgreidda sálfræðiþjónustu,“ segir Dóra. Dóra segir margar leiðir í boði þegar kemur að því að auka geðheilbrigði „Lyf geta verið mjög mikilvæg og geta bjargað lífum en það er oft verið að nota lyf þegar klínískar leiðbeiningar segja að annað sé betra. Við erum búin að ala fólk upp í að ef því líður illa þá séu lyf fyrsta leiðin en rannsóknir sýna að það á ekki að vera fyrsti kosturinn,“ segir Dóra. Hver og einn geti gert ýmislegt til að auka vellíðan. „Bara ef við t.d. myndum vera í núvitund þrjár mínútur á dag þá myndum við auka lífsgæðin til hins betra,“ segir hún. Þá hafi menntakerfið gríðarlega mikilvægt hlutverk þegar kemur að geðheilbrigði. „Við þurfum að þjálfa kennara í því að geta kennt og þjálfað börn í þrautseigju, takast á við mótlæti á uppbyggilegan hátt og það sé allt í lagi stundum þó lífið sé erfitt,“ segir hún. Hún segir helstu sérfræðinga í jákvæðri sálfræði í heiminum meðal fyrirlesara á ráðstefnunni og leggur áherslu á mikilvægi slíkrar ráðstefnu. „Við erum búin að vera að sjá minnkun í hamingju og aukinn einmanaleika víða í hinum vestræna heimi. Það er eitthvað sem við þurfum að gera til að breyta þessari þróun. Þess vegna er mikilvægt að halda ráðstefnu eins og þessa þar sem erum við að tengja fólk úr ólíkum geirum,“ segir Dóra. Hún bætir við að vikan hafi hafist á Norrænni lýðheilsuráðstefnu í Hörpu og í gær hafi sú ráðstefna sameinast Evrópuráðstefnunni um jákvæða sálfræði. Þar hafi tólf hundruð manns hist og skipst á skoðunum um hvernig hægt sé að auka velsæld í samfélögum um allan heim. Geðheilbrigði Landspítalinn Alþingi Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Íslendingar skera sig frá öðrum þjóðum þegar kemur að notkun á þunglyndislyfjum en hún er mun meiri hér en hjá öðrum þjóðum. Þetta er meðal þess sem kom fram á Evrópuráðstefnu um jákvæða sálfræði sem er haldin í Hörpu þessa dagana. Landlæknisembættið sem er meðal þeirra sem standa að ráðstefnunni ásamt lýðheilsustofnunum á Norðurlöndunum og Evrópusamtökum um jákvæða sálfræði. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri lýðheilsu hjá embættinu segir mikilvægt að breyta nálgun í geðheilbrigðismálum hér á landi. Lyfin eru ekki alltaf besti kosturinn „Hvað er það sem við niðurgreiðum ef fólk upplifir vanlíðan? Það eru fyrst og fremst lyf. Ef við ætlum eitthvað að breyta þessu þá þurfum við að bjóða upp á niðurgreidda sálfræðiþjónustu,“ segir Dóra. Dóra segir margar leiðir í boði þegar kemur að því að auka geðheilbrigði „Lyf geta verið mjög mikilvæg og geta bjargað lífum en það er oft verið að nota lyf þegar klínískar leiðbeiningar segja að annað sé betra. Við erum búin að ala fólk upp í að ef því líður illa þá séu lyf fyrsta leiðin en rannsóknir sýna að það á ekki að vera fyrsti kosturinn,“ segir Dóra. Hver og einn geti gert ýmislegt til að auka vellíðan. „Bara ef við t.d. myndum vera í núvitund þrjár mínútur á dag þá myndum við auka lífsgæðin til hins betra,“ segir hún. Þá hafi menntakerfið gríðarlega mikilvægt hlutverk þegar kemur að geðheilbrigði. „Við þurfum að þjálfa kennara í því að geta kennt og þjálfað börn í þrautseigju, takast á við mótlæti á uppbyggilegan hátt og það sé allt í lagi stundum þó lífið sé erfitt,“ segir hún. Hún segir helstu sérfræðinga í jákvæðri sálfræði í heiminum meðal fyrirlesara á ráðstefnunni og leggur áherslu á mikilvægi slíkrar ráðstefnu. „Við erum búin að vera að sjá minnkun í hamingju og aukinn einmanaleika víða í hinum vestræna heimi. Það er eitthvað sem við þurfum að gera til að breyta þessari þróun. Þess vegna er mikilvægt að halda ráðstefnu eins og þessa þar sem erum við að tengja fólk úr ólíkum geirum,“ segir Dóra. Hún bætir við að vikan hafi hafist á Norrænni lýðheilsuráðstefnu í Hörpu og í gær hafi sú ráðstefna sameinast Evrópuráðstefnunni um jákvæða sálfræði. Þar hafi tólf hundruð manns hist og skipst á skoðunum um hvernig hægt sé að auka velsæld í samfélögum um allan heim.
Geðheilbrigði Landspítalinn Alþingi Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira