„Skemmtilegasta helgi ársins“ á troðfullri Akureyri Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. júlí 2022 14:23 Metþátttaka er bæði á Pollamótinu og N1 mótinu. Þór Metþátttaka er bæði á Pollamóti Þórs og Samskipa og N1 mótinu en samanlagt keppa vel á þriðja þúsund í knattspyrnu fyrir norðan um helgina. Akureyrarbær hefur gert ráðstafanir til að auka umferðaröryggi og fjölga bílastæðum til að rúma betur þann mikla fjölda sem sækir bæinn heim. Reimar Helgason, framkvæmdastjóri Þórs segir komandi helgi vera þá skemmtilegustu á árinu. Það stendur mikið til á Akureyri um helgina en ungir knattspyrnuiðkendur á N1 mótinu sem og gamlar kempur á Pollamótinu spila af lífs og sálarkröftum fyrir norðan. Tvö þúsund þátttakendur eru skráðir til leiks á N1 mótinu sem er stærsta mótið til þessa. Sömu sögu er að segja af Pollamóti Samskipa og Þórs. „Það er gaman að segja frá því að við erum með metþátttöku í ár. Við erum með 67 lið og 25 kvennalið sem er alveg sprengja og líka met. Þetta eru yfir 800 keppendur,“ segir Reimar. Tuttugu ára aldurstakmark er á Pollamóti Þórs og Samskipa. „Þetta er sem sagt mót fyrir þá sem eru komnir af léttasta skeiðinu og hættir í keppnisbolta í efstu deildunum. Þeim er skipt í aldursflokka með átta ára millibili þannig að menn séu að keppa svona nokkuð á jafningjagrundvelli.“ Er ekki alveg pakkað í bænum? „Jú, það er sko vægt til orða tekið að það sé pakkað. Að fara um bæinn núna er pínu eins og að keyra um í stórborg. En eins og ég segi, þá þekkja menn orðið mótin og stærðargráðuna og taka tillit til þess.“ Akureyrarbær hefur gert öryggisráðstafanir til að taka á móti fjöldanum. „Það var mjög vel gert. Við funduðum um að reyna að forða því að fólk væri að fara inn í íbúðabyggð til að leggja svo þetta truflaði nú ekki þennan almenna íbúa meira en orðið er.“ Annað kvöld verður síðan 1200 manna Páls Óskars ball í Boganum. „Sem er að verða árlegur viðburður; eitt stykki Pallaball á Pollamóti. Þetta er æðislega gaman og skemmtilegasta helgi ársins.“ Fótbolti Íþróttir barna Akureyri Tengdar fréttir Þrítugasta og sjötta mótið hefst í dag Einn umfangsmesti íþróttaviðburður landsins, N1 mótið í knattspyrnu, hefst á Akureyri í dag, miðvikudaginn 29. júní og stendur mótið til laugardagsins 2. júlí. 29. júní 2022 14:12 Fram á nótt að gera allt klárt fyrir fótboltaveisluna Fjórir af hörðustu KA-mönnum Akureyrarbæjar voru á fullu í gærkvöldi að græja síðustu knattspyrnuvellina þar sem spilað verður á fjölmennasta strákamóti ársins næstu daga. Fyrsta helgin í júlí er fram undan og venju samkvæmt liggur straumurinn norður. 29. júní 2022 07:00 Knattspyrnustjörnur framtíðarinnar á N1 mótinu á Akureyri: Sjáðu þáttinn Stefán Árni Pálsson skellti sér norður á Akureyri þar sem að N1 mótið í knattspyrnu fór fram í 35.sinn. Þar voru mætt 216 lið frá 42 félögum. 16. júlí 2021 07:01 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Sjá meira
Það stendur mikið til á Akureyri um helgina en ungir knattspyrnuiðkendur á N1 mótinu sem og gamlar kempur á Pollamótinu spila af lífs og sálarkröftum fyrir norðan. Tvö þúsund þátttakendur eru skráðir til leiks á N1 mótinu sem er stærsta mótið til þessa. Sömu sögu er að segja af Pollamóti Samskipa og Þórs. „Það er gaman að segja frá því að við erum með metþátttöku í ár. Við erum með 67 lið og 25 kvennalið sem er alveg sprengja og líka met. Þetta eru yfir 800 keppendur,“ segir Reimar. Tuttugu ára aldurstakmark er á Pollamóti Þórs og Samskipa. „Þetta er sem sagt mót fyrir þá sem eru komnir af léttasta skeiðinu og hættir í keppnisbolta í efstu deildunum. Þeim er skipt í aldursflokka með átta ára millibili þannig að menn séu að keppa svona nokkuð á jafningjagrundvelli.“ Er ekki alveg pakkað í bænum? „Jú, það er sko vægt til orða tekið að það sé pakkað. Að fara um bæinn núna er pínu eins og að keyra um í stórborg. En eins og ég segi, þá þekkja menn orðið mótin og stærðargráðuna og taka tillit til þess.“ Akureyrarbær hefur gert öryggisráðstafanir til að taka á móti fjöldanum. „Það var mjög vel gert. Við funduðum um að reyna að forða því að fólk væri að fara inn í íbúðabyggð til að leggja svo þetta truflaði nú ekki þennan almenna íbúa meira en orðið er.“ Annað kvöld verður síðan 1200 manna Páls Óskars ball í Boganum. „Sem er að verða árlegur viðburður; eitt stykki Pallaball á Pollamóti. Þetta er æðislega gaman og skemmtilegasta helgi ársins.“
Fótbolti Íþróttir barna Akureyri Tengdar fréttir Þrítugasta og sjötta mótið hefst í dag Einn umfangsmesti íþróttaviðburður landsins, N1 mótið í knattspyrnu, hefst á Akureyri í dag, miðvikudaginn 29. júní og stendur mótið til laugardagsins 2. júlí. 29. júní 2022 14:12 Fram á nótt að gera allt klárt fyrir fótboltaveisluna Fjórir af hörðustu KA-mönnum Akureyrarbæjar voru á fullu í gærkvöldi að græja síðustu knattspyrnuvellina þar sem spilað verður á fjölmennasta strákamóti ársins næstu daga. Fyrsta helgin í júlí er fram undan og venju samkvæmt liggur straumurinn norður. 29. júní 2022 07:00 Knattspyrnustjörnur framtíðarinnar á N1 mótinu á Akureyri: Sjáðu þáttinn Stefán Árni Pálsson skellti sér norður á Akureyri þar sem að N1 mótið í knattspyrnu fór fram í 35.sinn. Þar voru mætt 216 lið frá 42 félögum. 16. júlí 2021 07:01 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Sjá meira
Þrítugasta og sjötta mótið hefst í dag Einn umfangsmesti íþróttaviðburður landsins, N1 mótið í knattspyrnu, hefst á Akureyri í dag, miðvikudaginn 29. júní og stendur mótið til laugardagsins 2. júlí. 29. júní 2022 14:12
Fram á nótt að gera allt klárt fyrir fótboltaveisluna Fjórir af hörðustu KA-mönnum Akureyrarbæjar voru á fullu í gærkvöldi að græja síðustu knattspyrnuvellina þar sem spilað verður á fjölmennasta strákamóti ársins næstu daga. Fyrsta helgin í júlí er fram undan og venju samkvæmt liggur straumurinn norður. 29. júní 2022 07:00
Knattspyrnustjörnur framtíðarinnar á N1 mótinu á Akureyri: Sjáðu þáttinn Stefán Árni Pálsson skellti sér norður á Akureyri þar sem að N1 mótið í knattspyrnu fór fram í 35.sinn. Þar voru mætt 216 lið frá 42 félögum. 16. júlí 2021 07:01