Allt bendi til að það verði erfiðara að klára þetta kjörtímabil en síðasta Fanndís Birna Logadóttir skrifar 3. júlí 2022 20:57 Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði. Stöð 2 Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að minnka og mælist flokkurinn nú með sögulega lágt fylgi. Prófessor í stjórnmálafræði segir Vinstri græn gjalda fyrir stjórnarsamband við Sjálfstæðisflokkinn. Langt er á milli flokkanna þegar kemur að ýmsum málefnum, annað en í Covid. Sjálfstæðisflokkurinn heldur sæti sínu sem stærsti flokkurinn samkvæmt nýjasta Þjóðarpúls Gallup með 22,8 prósent fylgi. Fylgi flokksins eykst milli mánaða en er þó minna en í kosningunum 2021. Framsóknarflokkurinn stendur nánast í stað sem annar stærsti flokkurinn en fylgi Vinstri grænna minnkar og er flokkurinn aðeins sá fimmti stærsti, með 7,2 prósent fylgi, alls 5,4 prósentustigum minna en í kosningunum 2021. Stuðningur við ríkisstjórnina og stjórnarflokkanna eykst aðeins milli mánaða samkvæmt Þjóðarpúlsnum en er þó minni en í kosningunum. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir rétt að líta aftur til að skýra þá stöðu sem nú er uppi. „Þessi óvenjulega ríkisstjórn sem að VG og Sjálfstæðisflokkurinn eru í var mynduð 2017. Margir héldu að þeir myndu tapa í kosningunum 2021 en það gerðist ekki. Stjórnin hélt velli og flokkarnir bættu sameiginlega við sig einu og hálfu prósenti sem er algjört einsdæmi eftir hrun og mjög óvenjulegt í íslenskri pólitík,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði um þessar niðurstöður. Strax eftir kosningarnar 2021 hafi kjósendur VG þó farið að yfirgefa flokkinn og segir Ólafur líklegt að það sé vegna óánægju þeirra með stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfstæðismenn töluvert lengra til hægri Breyting á fylgi stjórnarflokkanna má einnig að hluta rekja til þess að Covid var í uppsveiflu og ríkisstjórnin náði þá að snúa bökum saman gegn sameiginlegum óvini, þá skipti ekki máli hvort flokkarnir væru til hægri eða vinstri. „Núna koma aftur upp þessi hefðbundu hægri vinstri málefni, og við getum talið þau fjölmörg upp, þar sem kjósendur VG eru í aðalatriðum ósammála kjósendum Sjálfstæðisflokksins,“ segir Ólafur og bendir á að kjósendur Sjálfstæðisflokksins séu miklu lengra til hægri en allir aðrir flokkar. Fylgi flokkanna í maí og júní samkvæmt könnunum Gallup ásamt niðurstöðum kosninga 2021. Fljótlega eftir kosningarnar í fyrra hafi kjósendur VG leitað annað, líklegast vegna stjórnarsamstarfsins. „Ef við skoðum málefnin þá er það líka alveg klárt að viðhorf kjósenda Vinstri grænna, þau eru miklu nær viðhorfum vinstri flokkanna, og reyndar líka miðjuflokkanna, bæði Viðreisnar og Framsóknarflokksins, miklu nær viðhorfum kjósendum þessara flokka heldur en kjósenda Sjálfstæðisflokksins,“ segir Ólafur. Meðal stærstu málanna á undanförnum misserum má til að mynda nefna náttúruvernd í tengslum við rammasamning, brottvísanir og útlendingamál, og söluna á Íslandsbanka en í öllum þeim málum hefur VG hlotið töluverða gagnrýni. „Við sjáum á þessum málum öllum að Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru ósammála í mjög mörgum málum, þó þau reyni að ná einhverri sátt, og það er eðlilegt að það komi fram í pirringi hjá kjósendum beggja flokka,“ segir Ólafur. Staðan sem nú er uppi er að hans sögn flókin og gæti ríkisstjórnin átt erfitt það sem eftir lifir kjörtímabilsins, nái hún að sitja næstu þrjú ár. „Hún getur alveg haldið áfram út kjörtímabilið, þetta eru sjóaðir og sterkir leiðtogar fyrir öllum flokkum, og ef þeir kjósa að klára kjörtímabilið þá held ég að þeir geti það en það er allt sem bendir til að það verði erfiðara heldur en það var á síðasta kjörtímabili,“ segir Ólafur. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir VG tapa enn fylgi og mælast með 7,2 prósent Vinstri græn mælast með 7,2 prósenta fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallúp. Flokkurinn fékk 12,6 prósenta fylgi í síðustu alþingiskosningum en fylgið hefur minnkað jafnt og þétt síðan þá. 2. júlí 2022 22:35 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn heldur sæti sínu sem stærsti flokkurinn samkvæmt nýjasta Þjóðarpúls Gallup með 22,8 prósent fylgi. Fylgi flokksins eykst milli mánaða en er þó minna en í kosningunum 2021. Framsóknarflokkurinn stendur nánast í stað sem annar stærsti flokkurinn en fylgi Vinstri grænna minnkar og er flokkurinn aðeins sá fimmti stærsti, með 7,2 prósent fylgi, alls 5,4 prósentustigum minna en í kosningunum 2021. Stuðningur við ríkisstjórnina og stjórnarflokkanna eykst aðeins milli mánaða samkvæmt Þjóðarpúlsnum en er þó minni en í kosningunum. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir rétt að líta aftur til að skýra þá stöðu sem nú er uppi. „Þessi óvenjulega ríkisstjórn sem að VG og Sjálfstæðisflokkurinn eru í var mynduð 2017. Margir héldu að þeir myndu tapa í kosningunum 2021 en það gerðist ekki. Stjórnin hélt velli og flokkarnir bættu sameiginlega við sig einu og hálfu prósenti sem er algjört einsdæmi eftir hrun og mjög óvenjulegt í íslenskri pólitík,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði um þessar niðurstöður. Strax eftir kosningarnar 2021 hafi kjósendur VG þó farið að yfirgefa flokkinn og segir Ólafur líklegt að það sé vegna óánægju þeirra með stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfstæðismenn töluvert lengra til hægri Breyting á fylgi stjórnarflokkanna má einnig að hluta rekja til þess að Covid var í uppsveiflu og ríkisstjórnin náði þá að snúa bökum saman gegn sameiginlegum óvini, þá skipti ekki máli hvort flokkarnir væru til hægri eða vinstri. „Núna koma aftur upp þessi hefðbundu hægri vinstri málefni, og við getum talið þau fjölmörg upp, þar sem kjósendur VG eru í aðalatriðum ósammála kjósendum Sjálfstæðisflokksins,“ segir Ólafur og bendir á að kjósendur Sjálfstæðisflokksins séu miklu lengra til hægri en allir aðrir flokkar. Fylgi flokkanna í maí og júní samkvæmt könnunum Gallup ásamt niðurstöðum kosninga 2021. Fljótlega eftir kosningarnar í fyrra hafi kjósendur VG leitað annað, líklegast vegna stjórnarsamstarfsins. „Ef við skoðum málefnin þá er það líka alveg klárt að viðhorf kjósenda Vinstri grænna, þau eru miklu nær viðhorfum vinstri flokkanna, og reyndar líka miðjuflokkanna, bæði Viðreisnar og Framsóknarflokksins, miklu nær viðhorfum kjósendum þessara flokka heldur en kjósenda Sjálfstæðisflokksins,“ segir Ólafur. Meðal stærstu málanna á undanförnum misserum má til að mynda nefna náttúruvernd í tengslum við rammasamning, brottvísanir og útlendingamál, og söluna á Íslandsbanka en í öllum þeim málum hefur VG hlotið töluverða gagnrýni. „Við sjáum á þessum málum öllum að Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru ósammála í mjög mörgum málum, þó þau reyni að ná einhverri sátt, og það er eðlilegt að það komi fram í pirringi hjá kjósendum beggja flokka,“ segir Ólafur. Staðan sem nú er uppi er að hans sögn flókin og gæti ríkisstjórnin átt erfitt það sem eftir lifir kjörtímabilsins, nái hún að sitja næstu þrjú ár. „Hún getur alveg haldið áfram út kjörtímabilið, þetta eru sjóaðir og sterkir leiðtogar fyrir öllum flokkum, og ef þeir kjósa að klára kjörtímabilið þá held ég að þeir geti það en það er allt sem bendir til að það verði erfiðara heldur en það var á síðasta kjörtímabili,“ segir Ólafur.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir VG tapa enn fylgi og mælast með 7,2 prósent Vinstri græn mælast með 7,2 prósenta fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallúp. Flokkurinn fékk 12,6 prósenta fylgi í síðustu alþingiskosningum en fylgið hefur minnkað jafnt og þétt síðan þá. 2. júlí 2022 22:35 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
VG tapa enn fylgi og mælast með 7,2 prósent Vinstri græn mælast með 7,2 prósenta fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallúp. Flokkurinn fékk 12,6 prósenta fylgi í síðustu alþingiskosningum en fylgið hefur minnkað jafnt og þétt síðan þá. 2. júlí 2022 22:35