Viðsnúningur í losun gróðurhúsalofttegunda Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. júlí 2022 11:26 Flutningar eiga stóran þátt í losuninni. Vísir/Vilhelm Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 3,3% á árinu 2021 og nálgast sama stig og fyrir faraldur. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands, en Hagfræðideild Landsbankans birti Hagsjá um loftlagsmál í dag en þar kemur einnig fram að heildarlosun hagkerfisins 2021 var um fjórðungi minni en á árinu 2018. Samkvæmt hagsjánni minnkaði losun frá atvinnulífi á Íslandi um 14 prósent árið 2019 og 19 prósent árið 2020 og segir að gjaldþrot WOW air og fækkun ferðamanna hafi átt hlut að máli árið 2019. Losun heimila minnkaði um 4 prósent árið 2019 og svo um 13 prósent á árinu 2020. Samanburður milli fjögurra fyrstu mánaða hvers árs sýnir þróunina nær í tíma. Heildarlosun frá hagkerfinu jókst um 6 prósent milli áranna 2021 og 2022. Mismundandi þróun meðal atvinnugreina Fjórar greinar hafa losað um og yfir 80 prósent af heildarlosun atvinnulífsins síðustu ár; landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar, framleiðsla málma og flutningar á sjó og með flugi. Þróunin í þessum greinum hefur verið ærið mismunandi á síðustu árum. Losun frá flugi jókst töluvert frá 2016 til 2018 í takt við mikla fjölgun ferðamanna hingað til lands. Losunin minnkaði svo verulega 2019 og 2020. Losun frá flugi á árinu 2021 var 76% minni en árið 2016. Sé litið á samanburð fyrstu fjögurra mánaða hvers árs má hins vegar sjá að losun frá flugi hefur aukist verulega, eða rúmlega fjórfaldast á milli áranna 2021 og 2022. Losun gróðurhúsalofttegunda minnkaði um 4,6 prósent í heiminum 2020 og stóðu vonir margra til þess að það væri upphafið af nýjum tímum með sífelldri minnkun losunar. Nú sýna tölur að áframhaldandi minnkun er ekki raunin þar sem losunin jókst um 6,4 prósent í fyrra og náði aftur því stigi sem hún var á áður en faraldurinn brast á. Helstu ástæðu aukningar er að finna í iðnaðar- og orkuframleiðslu á meðan aukningin hjá heimilum og í flutningum er enn ekki mikil. Nýjar aðstæður varðandi orkuframleiðslu- og notkun auki ekki á bjartsýni um að draga fari verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum. Stríðið í Úkraínu og lokun á orkukaup frá Rússlandi hafa einnig breytt aðstæðum mikið og snögglega í þá átt að heimurinn verður háður mikilli notkun jarðefnaeldsneytis lengur en margir óskuðu eftir. Umhverfismál Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur Sjá meira
Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands, en Hagfræðideild Landsbankans birti Hagsjá um loftlagsmál í dag en þar kemur einnig fram að heildarlosun hagkerfisins 2021 var um fjórðungi minni en á árinu 2018. Samkvæmt hagsjánni minnkaði losun frá atvinnulífi á Íslandi um 14 prósent árið 2019 og 19 prósent árið 2020 og segir að gjaldþrot WOW air og fækkun ferðamanna hafi átt hlut að máli árið 2019. Losun heimila minnkaði um 4 prósent árið 2019 og svo um 13 prósent á árinu 2020. Samanburður milli fjögurra fyrstu mánaða hvers árs sýnir þróunina nær í tíma. Heildarlosun frá hagkerfinu jókst um 6 prósent milli áranna 2021 og 2022. Mismundandi þróun meðal atvinnugreina Fjórar greinar hafa losað um og yfir 80 prósent af heildarlosun atvinnulífsins síðustu ár; landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar, framleiðsla málma og flutningar á sjó og með flugi. Þróunin í þessum greinum hefur verið ærið mismunandi á síðustu árum. Losun frá flugi jókst töluvert frá 2016 til 2018 í takt við mikla fjölgun ferðamanna hingað til lands. Losunin minnkaði svo verulega 2019 og 2020. Losun frá flugi á árinu 2021 var 76% minni en árið 2016. Sé litið á samanburð fyrstu fjögurra mánaða hvers árs má hins vegar sjá að losun frá flugi hefur aukist verulega, eða rúmlega fjórfaldast á milli áranna 2021 og 2022. Losun gróðurhúsalofttegunda minnkaði um 4,6 prósent í heiminum 2020 og stóðu vonir margra til þess að það væri upphafið af nýjum tímum með sífelldri minnkun losunar. Nú sýna tölur að áframhaldandi minnkun er ekki raunin þar sem losunin jókst um 6,4 prósent í fyrra og náði aftur því stigi sem hún var á áður en faraldurinn brast á. Helstu ástæðu aukningar er að finna í iðnaðar- og orkuframleiðslu á meðan aukningin hjá heimilum og í flutningum er enn ekki mikil. Nýjar aðstæður varðandi orkuframleiðslu- og notkun auki ekki á bjartsýni um að draga fari verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum. Stríðið í Úkraínu og lokun á orkukaup frá Rússlandi hafa einnig breytt aðstæðum mikið og snögglega í þá átt að heimurinn verður háður mikilli notkun jarðefnaeldsneytis lengur en margir óskuðu eftir.
Umhverfismál Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur Sjá meira