Næturstrætó snýr aftur um helgina Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. júlí 2022 16:18 Næturstrætó snyr aftur um helgina eftir tveggja ára hlé. Vísir/Vilhelm Næturstrætó úr miðbæ Reykjavíkur snýr aftur aðfaranótt laugardags 9. júlí eftir um tveggja ára hlé. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Þar segir að ný stjórn Strætó hafi komið saman á föstudaginn síðasta og þar hafi verið mikill samhugur í stjórnarmönnum um að láta næturstrætó aka úr miðbænum um helgar. „Stjórnin er með þessu að svara ákalli íbúa höfuðborgarsvæðisins um aukna þjónustu og fjölbreyttari samgöngukosti út úr miðborg Reykjavíkur um helgar. Leitast verður við að nota eins umhverfisvæna vagna og kostur er,“ segir í tilkynningu. Þjónustan verður til reynslu fram í september, en þá verður þjónustan metin á ný út frá notkun leiðanna og ánægju viðskiptavina. Fargjald fyrir fullorðinn verður 490 krónur og 245 krónur fyrir ungmenni. Gerð verður tilraun til að hafa posa í vögnunum til að staðgreiða fargjald með greiðslukorti eða reiðufé en þá kostar ferðin eitt þúsund krónur, samkvæmt tilkynningu Strætó. Sjö næturleiðir úr miðbænum Sjö næturleiðir Strætó verða eknar frá miðbænum og út í hverfin, en árið 2020 voru þessar leiðir fimm. Næturstrætó ekur úr miðbæ Reykjavíkur á aðfaranóttum laugardags og sunnudags. „Aðeins verður hægt að taka næturstrætó á leið úr miðbænum en ekki til baka í átt að miðbænum. Vagnarnir aka ekki skv. hefðbundinni tímatöflu. Eingöngu er gefinn upp brottfaratími úr miðbænum og vagnarnir aka inn í hverfin án þess að tímajafna. Viðskiptavinir sem ætla að nýta vagninn á miðri leið er bent á að fylgjast með staðsetningu vagna í rauntíma í Klapp appinu, Strætó appinu eða inn á straeto.is,“ segir í tilkynningu Strætó. Eftirfarandi leiðir aka úr miðbæ Reykjavíkur um helgar: Leið 101: Hafnarfjörður ekur frá biðstöðinni Lækjartorg B kl. 01:20, 02:25 og 03:45. Leiðin ekur upp Hverfisgötu, Snorrabraut, Kringlumýrarbraut og inn í Hamraborg. Eftir það ekur leiðin Hafnarfjarðarveg, Reykjavíkurveg, Lækjargötu (í Hafnarfirði), Hringbraut (í Hafnarfirði), Strandgötu, Ásbraut og inn á Velli. Leið 102: Kópavogur ekur frá biðstöðinni Lækjartorg B kl. 01:40, 02:40 og 03:40. Leiðin ekur upp Hverfisgötu, Laugaveg, Suðurlandsbraut, Grensásveg og Kringlumýrarbraut. Eftir það fer leiðin um Smára, Lindir, Sali, Kóra og Hvörf í Kópavogi. Leið 103: Breiðholt ekur frá Hlemmi kl. 01:30, 02:40 og 03:50. Leiðin ekur niður Hverfisgötu, fram hjá Ráðhúsinu, Háskóla Íslands, um Bústaðarveg og upp í Mjódd. Eftir viðkomu í Mjódd þá ekur leiðin hring í Breiðholti um Skóga, Sel, Fell, Hóla og Bakka. Leið 104: Úlfarsárdalur ekur frá biðstöðinni Lækjartorg B kl. 01:25, 02:30 og 03:35. Leiðin ekur upp Hverfisgötu, Laugaveg, Suðurlandsbraut, Vesturlandsveg, inn í Grafarholt og Úlfarsárdal. Leið 105: Norðlingaholt ekur frá biðstöðinni Lækjartorg B kl. 01:29, 02:29 og 03:29. Leiðin ekur upp Hverfisgötu, Borgartún, Sæbraut, Vesturlandsveg, inn í Árbæ, Selás og Norðlingaholt. Leið 106: Mosfellsbær ekur frá biðstöðinni Lækjartorg B kl. 01:34, 02:34 og 03:34. Leiðin ekur upp Hverfisgötu, Laugaveg, Kringlumýrarbraut, Miklubraut, Vesturlandsveg, upp Höfðabakka og inn í Grafarvog. Þar mun hún aka í gegnum Folda, Rima- og Staðahverfið og inn í Mosfellsbæ. Leið 107: Seltjarnarnes ekur frá Hlemmi kl. 01:20, 02:00, 02:40 og 03:20. Leiðin ekur niður Hverfisgötu, fram hjá Ráðhúsinu, um Suðurgötu, Hjarðarhaga, Ægissíðu, Nesveg, Suðurströnd, Lindarbraut, Norðurströnd og Eiðisgranda. Strætó Næturlíf Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Þar segir að ný stjórn Strætó hafi komið saman á föstudaginn síðasta og þar hafi verið mikill samhugur í stjórnarmönnum um að láta næturstrætó aka úr miðbænum um helgar. „Stjórnin er með þessu að svara ákalli íbúa höfuðborgarsvæðisins um aukna þjónustu og fjölbreyttari samgöngukosti út úr miðborg Reykjavíkur um helgar. Leitast verður við að nota eins umhverfisvæna vagna og kostur er,“ segir í tilkynningu. Þjónustan verður til reynslu fram í september, en þá verður þjónustan metin á ný út frá notkun leiðanna og ánægju viðskiptavina. Fargjald fyrir fullorðinn verður 490 krónur og 245 krónur fyrir ungmenni. Gerð verður tilraun til að hafa posa í vögnunum til að staðgreiða fargjald með greiðslukorti eða reiðufé en þá kostar ferðin eitt þúsund krónur, samkvæmt tilkynningu Strætó. Sjö næturleiðir úr miðbænum Sjö næturleiðir Strætó verða eknar frá miðbænum og út í hverfin, en árið 2020 voru þessar leiðir fimm. Næturstrætó ekur úr miðbæ Reykjavíkur á aðfaranóttum laugardags og sunnudags. „Aðeins verður hægt að taka næturstrætó á leið úr miðbænum en ekki til baka í átt að miðbænum. Vagnarnir aka ekki skv. hefðbundinni tímatöflu. Eingöngu er gefinn upp brottfaratími úr miðbænum og vagnarnir aka inn í hverfin án þess að tímajafna. Viðskiptavinir sem ætla að nýta vagninn á miðri leið er bent á að fylgjast með staðsetningu vagna í rauntíma í Klapp appinu, Strætó appinu eða inn á straeto.is,“ segir í tilkynningu Strætó. Eftirfarandi leiðir aka úr miðbæ Reykjavíkur um helgar: Leið 101: Hafnarfjörður ekur frá biðstöðinni Lækjartorg B kl. 01:20, 02:25 og 03:45. Leiðin ekur upp Hverfisgötu, Snorrabraut, Kringlumýrarbraut og inn í Hamraborg. Eftir það ekur leiðin Hafnarfjarðarveg, Reykjavíkurveg, Lækjargötu (í Hafnarfirði), Hringbraut (í Hafnarfirði), Strandgötu, Ásbraut og inn á Velli. Leið 102: Kópavogur ekur frá biðstöðinni Lækjartorg B kl. 01:40, 02:40 og 03:40. Leiðin ekur upp Hverfisgötu, Laugaveg, Suðurlandsbraut, Grensásveg og Kringlumýrarbraut. Eftir það fer leiðin um Smára, Lindir, Sali, Kóra og Hvörf í Kópavogi. Leið 103: Breiðholt ekur frá Hlemmi kl. 01:30, 02:40 og 03:50. Leiðin ekur niður Hverfisgötu, fram hjá Ráðhúsinu, Háskóla Íslands, um Bústaðarveg og upp í Mjódd. Eftir viðkomu í Mjódd þá ekur leiðin hring í Breiðholti um Skóga, Sel, Fell, Hóla og Bakka. Leið 104: Úlfarsárdalur ekur frá biðstöðinni Lækjartorg B kl. 01:25, 02:30 og 03:35. Leiðin ekur upp Hverfisgötu, Laugaveg, Suðurlandsbraut, Vesturlandsveg, inn í Grafarholt og Úlfarsárdal. Leið 105: Norðlingaholt ekur frá biðstöðinni Lækjartorg B kl. 01:29, 02:29 og 03:29. Leiðin ekur upp Hverfisgötu, Borgartún, Sæbraut, Vesturlandsveg, inn í Árbæ, Selás og Norðlingaholt. Leið 106: Mosfellsbær ekur frá biðstöðinni Lækjartorg B kl. 01:34, 02:34 og 03:34. Leiðin ekur upp Hverfisgötu, Laugaveg, Kringlumýrarbraut, Miklubraut, Vesturlandsveg, upp Höfðabakka og inn í Grafarvog. Þar mun hún aka í gegnum Folda, Rima- og Staðahverfið og inn í Mosfellsbæ. Leið 107: Seltjarnarnes ekur frá Hlemmi kl. 01:20, 02:00, 02:40 og 03:20. Leiðin ekur niður Hverfisgötu, fram hjá Ráðhúsinu, um Suðurgötu, Hjarðarhaga, Ægissíðu, Nesveg, Suðurströnd, Lindarbraut, Norðurströnd og Eiðisgranda.
Strætó Næturlíf Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira