„Við verðum að gera betur“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. júlí 2022 20:01 Loftslagsráð og Náttúruverndarsamtök Íslands gagnrýna stjórnvöld fyrir óskýr markmið í loftslagsmálum á sama tíma og losun gróðurhúsalofttegunda eykst gríðarlega hratt eftir heimsfaraldur. Ráðherra tekur undir þetta og vill gera betur. Eftir mikinn samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu í faraldrinum er hún á hraðri uppleið aftur. Samkvæmt nýrri Hagsjá Landsbankans jókst losun á Íslandi um rúm þrjú prósent í fyrra og um 6 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Við útreikningana er þó ekki miðað við alþjóðlega staðla eins og ríkið gerir og niðurstöðurnar mun grófari. Hér er til dæmis losun vegna rekstrar íslenskra aðila hvar sem hann á sér stað í heiminum tekin með í reikninginn. „Hún hefði þurft að vera sex prósent niður en ekki þrjú prósent upp. Og þetta sýnir ef til vill hvað það skortir á festu og framfylgni af hálfu stjórnvalda til að draga úr losun. Og þau eru ekki alveg búin að setja það fyrir sig hvað þau ætla að gera og hvernig þau ætla að gera það,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hvað eiga stjórnvöld að gera? „Sennilega er mikilvirkast að draga úr losun í vegasamgöngu, það er að segja frá bílum. Það þarf að skipta hraðar yfir í raforku, leggja gömlum bílum sem brenna bensíni og olíu og hækka gjaldið sem að fólk fær greitt fyrir að leggja þeim,“ segir Árni. „Þau þurfa bara að gefa skýrari skilaboð um að þau ætli að draga úr losun. Það hefur skort á það.“ Árni segir 25 prósent aukningu hafa orðið í atburðum sem gætu tengst loftslagsbreytingum.vísir/sigurjón Breytingarnar farnar að segja til sín Fréttir af náttúruhamförum sem tengja má beint við hlýnun jarðar berast reglulega víðs vegar að úr heiminum. Það á til dæmis við um jökulskriðu sem varð í ítölsku Ölpunum í fyrradag þar sem sjö létust og 13 er enn saknað. Árni segir loftslagsbreytingar farnar að hafa bein áhrif á líf okkar. „Líka hér á landi. Það hefur verið 25 prósent aukning í atburðum sem gætu tengst loftslagsbreytingum í fyrra eða hitt í fyrra. Þannig að við erum með þetta líka. Við þurfum að aðlaga okkur að breyttum tímum,“ segir Árni. Verkefnið alls ekki fullskapað Loftslagsráð hefur kallað eftir því að stjórnvöld skýri það nánar hvernig þau hyggjast ná markmiðum sínum í loftslagsmálum og láti beinar aðgerðir fylgja loforðum sínum. „Ég er bara sammála því að við þurfum að gera miklu betur. Auðvitað er tiltölulega stutt síðan við hófum þessa vegferð. En það breytir því ekki að verkefnið er stórt og þetta eru líka mjög metnaðarfull markmið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Eru markmiðin ekki nógu skýr núna? „Í mínum huga er þetta bara þannig að þetta er í þróun og það var alveg vitað. Þegar þú ferð í verkefni sem þetta þá kemurðu ekki með það fullskapað. Það er alveg vitað. Og í mínum huga, og ég hef sagt það alls staðar, við verðum að gera betur og við þurfum að vera einbeitt í þessu. Við erum svo sannarlega að vinna að því hér, ekki bara í ráðuneytinu og ríkisstjórninni, heldur er ánægjulegt að sjá hvað er mikil vitundarvakning alls staðar,“ segir Guðlaugur. „Það þarf að skerpa á þessu enn frekar og við erum að leggja sérstaka áherslu á það, ekki bara að markmiðin séu skýrari og við náum árangri, heldur líka að þetta séu mælanleg markmið þannig að allir viti hvernig gengur. Þannig náum við árangri.“ En hvernig nær ríkisstjórnin að draga úr losun? Guðlaugur nefnir að mikilvægt sé að geta mælt losunina í hverjum geira fyrir sig til að fylgjast með árangrinum. Sú vinna sé þegar hafin með atvinnulífinu og sveitarfélögum. „Þetta er fíll. Og þú gleypir hann ekki í einum bita. Þú verður að skera hann niður og þú verður að vinna með öðrum,“ segir Guðlaugur Þór. Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante bíður eftir ákæru 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Eftir mikinn samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu í faraldrinum er hún á hraðri uppleið aftur. Samkvæmt nýrri Hagsjá Landsbankans jókst losun á Íslandi um rúm þrjú prósent í fyrra og um 6 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Við útreikningana er þó ekki miðað við alþjóðlega staðla eins og ríkið gerir og niðurstöðurnar mun grófari. Hér er til dæmis losun vegna rekstrar íslenskra aðila hvar sem hann á sér stað í heiminum tekin með í reikninginn. „Hún hefði þurft að vera sex prósent niður en ekki þrjú prósent upp. Og þetta sýnir ef til vill hvað það skortir á festu og framfylgni af hálfu stjórnvalda til að draga úr losun. Og þau eru ekki alveg búin að setja það fyrir sig hvað þau ætla að gera og hvernig þau ætla að gera það,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hvað eiga stjórnvöld að gera? „Sennilega er mikilvirkast að draga úr losun í vegasamgöngu, það er að segja frá bílum. Það þarf að skipta hraðar yfir í raforku, leggja gömlum bílum sem brenna bensíni og olíu og hækka gjaldið sem að fólk fær greitt fyrir að leggja þeim,“ segir Árni. „Þau þurfa bara að gefa skýrari skilaboð um að þau ætli að draga úr losun. Það hefur skort á það.“ Árni segir 25 prósent aukningu hafa orðið í atburðum sem gætu tengst loftslagsbreytingum.vísir/sigurjón Breytingarnar farnar að segja til sín Fréttir af náttúruhamförum sem tengja má beint við hlýnun jarðar berast reglulega víðs vegar að úr heiminum. Það á til dæmis við um jökulskriðu sem varð í ítölsku Ölpunum í fyrradag þar sem sjö létust og 13 er enn saknað. Árni segir loftslagsbreytingar farnar að hafa bein áhrif á líf okkar. „Líka hér á landi. Það hefur verið 25 prósent aukning í atburðum sem gætu tengst loftslagsbreytingum í fyrra eða hitt í fyrra. Þannig að við erum með þetta líka. Við þurfum að aðlaga okkur að breyttum tímum,“ segir Árni. Verkefnið alls ekki fullskapað Loftslagsráð hefur kallað eftir því að stjórnvöld skýri það nánar hvernig þau hyggjast ná markmiðum sínum í loftslagsmálum og láti beinar aðgerðir fylgja loforðum sínum. „Ég er bara sammála því að við þurfum að gera miklu betur. Auðvitað er tiltölulega stutt síðan við hófum þessa vegferð. En það breytir því ekki að verkefnið er stórt og þetta eru líka mjög metnaðarfull markmið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Eru markmiðin ekki nógu skýr núna? „Í mínum huga er þetta bara þannig að þetta er í þróun og það var alveg vitað. Þegar þú ferð í verkefni sem þetta þá kemurðu ekki með það fullskapað. Það er alveg vitað. Og í mínum huga, og ég hef sagt það alls staðar, við verðum að gera betur og við þurfum að vera einbeitt í þessu. Við erum svo sannarlega að vinna að því hér, ekki bara í ráðuneytinu og ríkisstjórninni, heldur er ánægjulegt að sjá hvað er mikil vitundarvakning alls staðar,“ segir Guðlaugur. „Það þarf að skerpa á þessu enn frekar og við erum að leggja sérstaka áherslu á það, ekki bara að markmiðin séu skýrari og við náum árangri, heldur líka að þetta séu mælanleg markmið þannig að allir viti hvernig gengur. Þannig náum við árangri.“ En hvernig nær ríkisstjórnin að draga úr losun? Guðlaugur nefnir að mikilvægt sé að geta mælt losunina í hverjum geira fyrir sig til að fylgjast með árangrinum. Sú vinna sé þegar hafin með atvinnulífinu og sveitarfélögum. „Þetta er fíll. Og þú gleypir hann ekki í einum bita. Þú verður að skera hann niður og þú verður að vinna með öðrum,“ segir Guðlaugur Þór.
Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante bíður eftir ákæru 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira